Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur og Jóhanna vilja falla á sverðið

Jóhanna og Steingrímur vilja bæði gera Icesave-samninginn að úrslitamáli um framtíð ríkisstjórnarinnar. Það er mjög erfitt að átta sig á því hvers vegna ríkisstjórn eigi að standa og falla með mjög umdeildum milliríkjasamningi þar sem talsvert hefur skort á að samningurinn sé skýr og þar að auki að hann sé vel rökstuddur - og viðráðanlegur fyrir þjóðarbúið.

Það sem mér finnst geta skýrt þessa undarlegu afstöðu er hræðsla þeirra við að takast á við fjárlögin og þess vegna vilja þau stökkva frá stýrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Margur verður af ráðherrastóli api ...

Sævar Einarsson, 10.8.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

mjög athyglisverð pæling, kannski rétt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.8.2009 kl. 21:22

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ekki get ég séð vitsmunalegt samhengi í þessari samlagningu. Icesave samningurinn er þegar orðinn rúmra tveggja mánaða gamall og það hefur verið ljóst allan tímann að það kostaði stjórnarkreppu að fella hann - og þessvegna hamast Sjálfstæðismenn gegn öllum raunhæfum leiðum til lausna t.d. geng því að settir verði skýrir fyrirvarar um hver væri skilningur alþingis á honum án þess þó að fella hann.

Þarna er smuga fyrir Sjálfstæðismenn og útgerðaauðvaldið til að komast aftur að kjötkötlunum til að tryggja hagsmuni sína við endurúthlutun á góssinu og fyrri þeim er það það sem allt snýst um.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.8.2009 kl. 01:21

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Helgi Jóhann - mér skilst að starsmenn Steingríms J hafi verið stórtækir í afskriftum fyrir alla nema fyrir heimilin s.s. Morgunblaðið, Stím ofl.

Sigurjón Þórðarson, 11.8.2009 kl. 10:23

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Menn eru settir í pressu til að samþykkja ógeðsdrykkinn Æsseif, sem þjóðin vill alls ekki drekka.

Sigurður Þórðarson, 11.8.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband