Leita í fréttum mbl.is

Engin áætlun í efnahagsmálum

Það er sorglegt að verða vitni að því að núverandi stjórnarflokkar virðast ekki hafa kjark til að stjórna landinu og koma með raunverulegar áætlanir í efnahagsmálum. Þeir sögðu skýrt fyrir kosningar að þeir ætluðu að halda áfram ef þeir næðu meirihluta. Nú er allt orðið breytt og með þessu eru VG og Samfylkingin að ganga á bak orða sinna, ágreiningurinn um ESB var sagður eitthvað sem menn ætluðu að leysa. Íslendingar hafa ekki efni á að stjórnvöld láti reka á reiðanum.

Samfylkingin er búin að sýna fram á það í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og nú síðast í aðgerðalítilli stjórn með VG að þessu fólki lætur ýmislegt betur en að stjórna. Svo virðist vera sem flokkurinn treysti sér ekki í gegnum þann skafl sem framundan er í íslensku efnahagslífi.


mbl.is Óbrúuð gjá í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband