Leita í fréttum mbl.is

Vakti Geir upp draug?

Í röðum sjálfstæðismanna eru efasemdir um ríkisstjórnarsamstarfið og mörgum þeirra þykir sem Geir Haarde hafi styrkt stöðu Samfylkingarinnar og vakið upp draug - eða jafnvel Grýlu sjálfa - sem Davíð hafði kveðið niður. Óánægja kraumar einnig undir hjá gömlum krötum, líka þeim sem seldi mér flugelda á gamlársdag og sagðist hafa starfað lengi innan Alþýðuflokksins.

Hið sama má segja um gamla góða kratann Björgvin Guðmundsson sem skrifar grein í Morgunblaðið í dag og bendir á að Samfylkingin reynir að sniðganga mesta ranglæti íslensks þjóðfélags sem er kvótakerfið.

Það er auðvitað absúrd að flokkur sem kennir sig við jafnaðarmennsku skuli forðast umræðu um gargandi geðveikt fiskveiðistjórnunarkerfi. Það er eins og að það sé komið með sitt sjálfstæða líf, eigin kennitölu og farið að halda heimili sem stjórnvöldum kemur ekki við nema þá í formi einhverra þversagnakenndra mótvægisaðgerða. Hvernig væri nú að flokkur sem kennir sig við umræðustjórnmál tæki grundvöll kerfisins til umræðu?

Össur fiskalíffræðingur virðist skynja undiröldu sem er í flokkunum og reynir að berja í brestina með því að klifa stöðugt á árangri stjórnarflokkanna í einhverjum skoðanakönnunum. Ég tel að þann árangur flokkanna megi miklu frekar rekja til ómarkvissrar stjórnarandstöðu þar sem stjórnarandstöðuflokkarnir hafa eytt púðri hverjir á aðra í stað þess að veita ríkisstjórninni málefnalegt aðhald.

Það er hætt við að það flæði hratt undan ríkisstjórninni ef fleiri stuðningsmenn verða þess áskynja sem Björgvin Guðmundsson bendir á í grein sinni í Mogganum í dag, að Samfylkingin framkvæmi ekki þau stefnumið sín sem hún bar undir kjósendur síðasta vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Já ríkisstjórnarsamstarfið fer nú að bera keim af Símaauglýsingunni , þ.e., þegar Jesús hringdi í Júdas. og sagði " við erum hér , hvar ert þú ? "

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.1.2008 kl. 02:00

2 identicon

Ég verð að segja að mér finnst þau skötuhjúin Geir og Solla vera þannig, að Geir er hinn undirokaði eiginmaður, en Solla er sá aðili í sambandinu sem er húsbóndinn á heimilinu. 

Geir virkar eins og maður með kvonfang sem hann er svolítið hrifinn af (af því að Þorgerður Katrín vinkona hans sagði honum að Solla væri skotin í honum og væri fín stelpa). Hann beit á agnið, en hann er ekki alveg öruggur með að halda í hana og er því dauðhræddur að missa hana til einhverns annars. 

Þess vegna er Geir eins og hann hagi sér á þann hátt að hann geri eða segi ekkert sem gæti reitt hana til reiði og styggt hana frá honum.  Hann leyfir henni að gera og segja það sem að henni sýnist, allt gert til að halda friðinn.  Þetta er kallað meðvirkni.

Guðmundur Hákonarson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 16:45

3 Smámynd: Sævar Helgason

Í áramótaávarpi sínu sagði formaður Samfylkingarinnar þetta m.a. :

"Ríkisstjórnin hefur farið vel af stað og mikill meirihluti þeirra verkefna sem getið er um í stjórnarsáttmálanum er þegar kominn á góðan rekspöl. Framundan eru kjarasamningar og krefjandi verkefni eins og skilgreining á eignarhaldi náttúruauðlinda, mótun aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, endurskoðun landbúnaðarkerfis, úttekt á kvótakerfinu – allt eru þetta mikilvæg viðfangsefni...."

Er einhver óánægja með þetta ?

Er ekki einmitt verið að við lausn kjarasamninga..ríkissjórnin er burðarafl við lausn þeirra ...og síðan verður haldið áfram.

Nú er bara að fylgjast vel með gangi mála...

Sævar Helgason, 3.1.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband