Leita í fréttum mbl.is

Verður ,,ráð"gjöfin endurskoðuð?

Uppbyggingarstarf stjórnvalda á þorskstofninum hefur alls ekki gengið upp á síðustu áratugum.  Nú stefnir í að þorskveiðin verði ríflega þrisvar sinnum minni en áður en kvótakerfið var tekið upp. 

Það er rétt að rifja það upp að aflareglan sem starfið hvílir á byggir ekki á nokkurri vistfræði heldur er hún afrakstur pólitískt skipaðara reiknimeistara sem hófu gerð allsherjar aflareglu árið 1992 en það ár var þorskaflinn 309 þúsund tonn. Nú eru sömu reiknimeistarar að leggja til að veiðihlutfallið verði minnkað og að þorskaflinn verði á næsta ári 130 þúsund tonn.  Þetta er galið.

Getur afrakstur kvótakerfisins og aflareglunar kallast árangur? Eflaust að mati Einars Kristins sjávarútvegsráðherra.

Ég vil taka undir með Kristni Péturssyni sem sagði í tilefni af þessari ,,ráð"gjöf að hún byggðist ekki á líffræði heldur miklu frekar einhverri reiknisfræðilegri fiskifræði sem gengur þvert gegn viðtekinni vistfræði.  Í skýrslu Hafró segir að orðrétt:

2.1.2. Meðalþyngd, kynþroski og holdafar

Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur lækkað verulega á síðustu árum og er meðalþyngd flestra aldursflokka í stofnmælingu að hausti (SMH) 2006, afla 2006 og stofnmælingu í mars (SMB) 2007 í eða við sögulegt lágmark (töflur 3.1.2. og 3.1.4.).

Hvað á það að þýða að ætla vernda í auknum mæli fisk sem ekki er að vaxa? Væri ekki miklu nær að veiða fiskinn?

Hvaða uppgötvun í náttúrufræði varð til þess að Hafró ákvað að leggja til að breyta aflareglu og lækka veiðihlutfall á þorski úr 25% í 20% af stofnstærð?

Hvaða líffræðilegu rök eru fyrir því að lagt er til að veiða miklu hærra hlutfall af ýsunni en þorskinum?

Það þarf að fara fram gagnrýnin umræða og athugun á þessari ráðgjöf sem hefur gríðarleg áhrif á þjóðarhag. Áður hefur farið fram endurskoðun og þá hafa oftar en ekki verið fengnir sérfræðingar sem koma úr sama skóla og þeir sem hafa ráðið för hjá Hafró, s.s. þegar A. Rosenberg var fenginn til að endurmeta aflaregluna eftir að Hafró hafði ,,ofmetið" þorskstofninn og tapað út úr fiskabókhaldinu mörghundruð þúsund tonnum af þorski. Í þeirri skýrslu er lítið sem ekkert um líffræðilegar skýringar heldur meiri umræða um reiknimódel sem hvíla á mjög veikum grunni líffræðilega. Niðurstöðuna af þessu endurmati sjáum við nú í enn einni ráðgjöfinni þar sem almenn líffræði er lögð til hliðar og vafasöm módel sett í öndvegi.
mbl.is Hafró leggur til þriðjungs samdrátt í þorskafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband