Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin og stjórnmálaklúbburinn - meðvirkt ástand

Íslenski stjórnmálaklúbburinn er áhugavert fyrirbæri, ekki einungis fyrir stjórnmálafræðinga heldur ekki síður atferlis- og félagsfræðinga.

Það er ákveðin hætta fyrir stjórnmalamenn að verða meðvirkir í algerlega ólíðandi ástandi þar sem þeir starfa á sama vettvangi og í návígi við þá sem þeir eiga að veita pólitískt aðhald.

Ég fann það á ýmsum úr liði stjórnarandstöðunnar að þeim fannst ótilhlýðilegt að við í Frjálslynda flokknum skyldum gagnrýna það opinberlega að Sólveig Pétursdóttir skyldi setjast í stól forseta Alþingis á sama tíma og ekki væri búið að rannsaka þátt hennar sérstaklega í olíusamráðssvikamálinu sem eiginmaður hennar Kristinn Björnsson var flæktur í.

Sólveig var ráðherra dómsmála og bar pólitíska ábyrgð á Landhelgisgæslunni og lögreglunni sem eiginmaðurinn svindlaði á. Í nágrannaríkjum væru þessi mál rædd opinskátt og Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að gera rækilega grein fyrir málinu.

Það er ekki gert hér heldur létu bæði Samfylkingin og VG það eiga sig að taka upp þessi mál, og ráðandi öfl og stjórnmálaklúbburinn reyndu hvað þau gátu til að þagga þessa umræðu niður.

Samtrygging stjórnmálaklúbbsins er með ólíkindum. Sjálfstæðisflokkurinn skipaði sendiherra í kippum og til þess að þagga niður gagnrýni á hinum pólitíska vettvangi er skipaður einn og einn sendiherra úr vinstri flokkunum, s.s. Guðmundur Árni Stefánsson og Svavar Gestsson. 

Nú er stelpan frá Stokkseyri Margrét Frímannsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar á ferðalagi á kostnað skattborgaranna með þingmönnum sem eru að láta af þingmennsku og með í för er Kristinn Björnsson sem tók þátt í að svindla á almenningi.

Óforskömmuglegheitin eru svo gegndarlaus að það er haldið áfram að storka fólkinu í landinu með svona ferðalögum og Samfylkingin veitir þessu heilbrigðisvottorð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband