Leita í fréttum mbl.is

Borgar Þór þruglar um sjávarútvegsmál á Sprengisandi

Ég hlustaði á Sprengisand á Bylgjunni í morgun en þar var merkilegt viðtal við Harald Líndal, þar sem að hann gerði ljóslega grein fyrir þröngri skuldastöðu landsins.  Niðurstaða hans var í stutti máli sú  að skuldirnar væru það miklar að þjóðarbúið sé nær ókleift að standa skil á vextagreiðslum og afborgunum  og málið sé að endursemja um skuldirnar.  Málflutningur hans er algerlega í samræmi við það sem Frjálslyndi flokkurinn boðaði fyrir kosningarnar vorið 2009. 

Jafn merkilegt og viðtalið við Harald Líndal var þá var viðtalið við Borgar Þór jafn dauða ómerkilegt, en þar tíundaði hann sigurför íslenska kvótakerfisins.  Á tali hans mátti ráða að þeir sem nú væru í útgerð hefðu keypt alla veiðiheimildirnar en það er alrangt en af 20 kvótahæstu fyrirtækjunum sem ráða yfir 84% kvótans, eru einungis 2 yngri en þrítug.  Togaraflotinn er við það úreldast sökum elli og ekki er séð að útgerðin sem sliguð er af skuldum sé á leiðinni að fjárfesta í skipum á næstu misserum.  Kerfið sjálft hefur skilað því, að veiðin nú er einungis þriðjungurinn af því sem hún var fyrir daga kerfisins.  Þetta minnir óneitanlega á yfirlýsingar SA, Hannes Hólmsteins ofl. þegar höfð voru uppi fögur orð um dásemdir íslensku útrásarinnar korter fyrir hrunið mikla.

Ef fólk hefur mikinn tíma aflögu þá er hér tengill á vitleysuna í Borgari Þór en ég mæli þó frekar með fróðlegu viðtali við Harald.  Í lokinn þá vil ég benda á stutt myndband sem ég setti saman um ónýtt kvótakerfi sem ég tel fulla þörf á að Borgar Þór horfi á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki vert að minna á að Íslenskir útgerðarmenn eiga fæstir fyrirtækin nema með táknrænum hætti.  Er það ekki Hollenskt risafyrirtæki, sem á Samherja t.d.

Svo á að demba þessum skuldum á Íslenskan almenning? 

Hvernig væri nú að henda saman í eins og eina rannsóknarskýrslu á kvótasukkinu? Hvert fóru þessir peningar? Hvert fer hagnaðurinn?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2011 kl. 00:05

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jú það er rétt sum þessara fyrirtækja eiga lítið annað en skuldir og gömul skip.

Sigurjón Þórðarson, 2.5.2011 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband