Leita í fréttum mbl.is

1. maí í skugga ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur

Baráttudagur launafólks er haldinn hátíðlegur í skugga ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.  Miklar vonir voru bundnar við að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur myndi fara í umfangsmiklar breytingar á þeim kerfum og vinnubrögðum sem ollu hruninu.  Óhætt er að fullyrða að ríkisstjórnin hefur brugðist þeim vonum sem bundnar voru við hana. Miklu frekar hefur verið hert á leyndarhyggjunni frekar en að aukið hafi verið á gagnsæi í samfélaginu.  Fréttir dagsins bera það með sér að Seðlabankinn sé genginn í lið með fjármálafyrirtæki um að leyna upplýsingum sem geta varpað ljósi á hvort að bankarnir hafi staðið í lögbrotum!  Bankaleyndin er fyrir suma en aðra ekki s.s. greina bankarnir skilmerkilega frá innistæðum lífeyrisþega svo hægt sé að skerða bætur þeirra frá almannatryggingakerfinu.  Stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vill leiða í lög að hægt sé að leyna opinberum gögnum í meira en heila öld og hefur nú þegar lögleitt vafasamt og kostnaðarsamt eftirlit með fjölmiðlum.  Nú þessa vikuna er ríkisstjórnin í leynimakki með SA um það hvernig tryggja megi að koma helstu auðlind landsmanna í varanlega eigu örfárra og halda óbreyttu kerfi við stjórn fiskveiða sem stórskaðað hefur hag landsmanna.

Öll loforð Vg og S um að reisa skjaldborg um heimilin reyndust orðin tóm en hins vegar hafa flokkarnir verið drjúgir við að setja milljarða tugi inn í fallin fjármálafyrirtæki.

Nú skiptir miklu máli að almenningur láti sig spillta stjórnarhætti varða og krefjist skilyrðislausra úrbóta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þau vilja að fólkið hafi það eins skítt og mögulegt er svo það verði ginnkeyptari fyrir töfralausninni um að ganga í ESB.  Fyrst fólk er á móti því þá skal reyna að svelta það inn.

Allt sem ríkistjórnin gerir miðar að þessu eina marki.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2011 kl. 14:17

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Talandi um spillta stjórnarhætti Sigurjón þá er nú Frjálslyndi flokkurinn ekki laus við spillingarstimpilinn. Á sama tíma og flokkurinn þóttist berjast fyrir afnámi kvótakerfisins, (sem var nú helst viku fyrir kosningar) þá var formaðurinn og er, á kafi í kvótabraski og útgerð. Og hvað með þráhyggju ykkar gagnvart fjárstyrk Reykjavíkurborgar, sem eyðilagði fyrir ykkur síðustu sveitastjórnarkosningar hér í Reykjavík?  Þessir peningar úr almannasjóðum til flokkanna, sem allir pólitíkusar bera ábyrgð á að hafa komið í gegn er eitt versta dæmið um sukk og svínarí sem ekki hefur verið tekið á hin síðari ár.

Varðandi hátíðarhöld dagsins þá eru þau hjáróma ómur alvöru verkalýðsbaráttu sem löngu hefur verið aflögð í þágu ólögmætts samráðs Gylfa Arnbjörnssonar og Vilhjálms Egilssonar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.5.2011 kl. 14:33

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes  Laxdal, voðalegt rugl er þetta í þér - finnst þér í raun réttlætanlegt að pólitískir andstæðingar s.s. Jón Gnarr skuli ekki fara að lögum og ítrekuðum tilmælum Innanríkisráðuneytisins um að Frjálslyndi flokkurinn fái sambærileg fjárframlög og aðrir flokkar. 

Sigurjón Þórðarson, 1.5.2011 kl. 17:02

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Sigurjón, það er nú varla málefnalegt að afgreiða gagnrýni með því að kalla hana rugl!! Þú ert partur af því sem ég gagnrýni, þess vegna skilurðu ekki hvað okkur gengur til sem gagnrýnum sjálftöku stjórnmálamanna úr opinberum sjóðum okkar allra. Og gleymdu ekki að það er ekki hægt að eyða sama peningnum tvisvar sinnum!!  Ólafur læknir tók þessa peninga og eyddi í eigin þágu og síns framboðs sem var borið uppi af frjálslynda flokknum. Við það verðið þið að sætta ykkur.  Þessi klögumál ykkar systkinanna eru ekki FF til framdráttar eins og ég hef margbent á. Ekki feta í fótspor annarra hrokafullra formanna að taka ekki mark á gagnrýni. Ef Jón Gnarr borgaði ykkur þessa peninga væri hann sennilega að fremja fjársvik

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.5.2011 kl. 18:33

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes Laxdal, bíddu nú við - ertu virkilega að halda því fram að ef Jón Gnarr fari að lögum og úrskurði Innanríkisráðuneytisins að þá muni hann fremja fjársvik - Ef þetta er ekki rugl þá veit ég ekki hvað það er.

Sigurjón Þórðarson, 1.5.2011 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband