Leita í fréttum mbl.is

Hvernig hljómar réttlćtiđ?

Í kjölfar kreppunnar hafa stjórnmálaöfl keppst viđ ađ benda á leiđir til ţess ađ afla meiri verđmćta til ţess ađ komast út úr samdrćtti og ţrengingum. Ađferđirnar hafa veriđ margvíslegar, s.s. ađ byggja fleiri álver, skera niđur opinber útgjöld, ýmist hćkka eđa lćkka skatta, afskrifa lán, auka ferđaţjónustu, borga Icesave til ţess ađ fá meira af erlendum lánum og styrkja skapandi greinar. Viđ í Frjálslynda flokknum höfum veriđ óţreytandi viđ ađ benda á auđveldustu leiđina til verđmćtasköpunar, ţá ađ sćkja aukin verđmćti í vannýtta sjávarauđlindina. Botnfiskveiđin nú er einungis helmingurinn af ţví sem hún var fyrir tveimur áratugum. Nú er lag, sama lagiđ og viđ höfum löngum bent á. Er ekki tímabćrt ađ leggja viđ hlustir?

Áđur en lengra er haldiđ í kapphlaupi verđmćtasköpunar er rétt ađ staldra viđ og gera sér grein fyrir ađ fáar ţjóđir eru eins stórtćkar í ađ framleiđa vörur til útflutnings og Íslendingar. Útflutningsverđmćti ţjóđarinnar samsvara um 1,6 milljón króna á hvern landsmann. Verđmćtin eru slík ađ ţau ćttu ađ vera ávísun á kóngalíf en ekki langar biđrađir eftir mat. Hlusta! 

Ţađ sem fór úrskeiđis var fyrst og fremst lögleysa, sóun og spilling en alls ekki skortur á útflutningsverđmćtum. Nauđsynlegt er ađ koma á samfélagssátt en til ţess ţarf fyrst og fremst ađ koma á réttlćti. Án réttlćtis og sanngjarnra stjórnarhátta má ganga ađ ţví sem vísu ađ aukin verđmćtasköpun muni ekki nýtast til ţess ađ bćta lífskjör landans. 

Fjórflokkurinn virđist enn berja taktfast og samtaka hausnum viđ steininn í ţví ađ taka ekki á ranglćti samfélagsins. Honum virđist líka hljómurinn í ţví en sá tónn er falskur.

Ekki er hćgt ađ búast viđ ţví ađ nokkur sátt verđi um ađ stritandi almenningur greiđi Icesave á međan ţeir sem eiga sök á bankablekkingum spranga um eins og fínir menn í London og fái í verđlaun skattaafslátt hjá stjórnvöldum. 

Ekki er hćgt ađ búast viđ ţví ađ nokkur sátt verđi međal almennings um ađ missa vinnuna á međan fjárglćframennirnir sitja sem fastast í bankakerfinu eđa eru ráđnir án auglýsingar inn í stjórnkerfiđ.

Ekki verđur nokkur sátt um ađ almennir lántakendur fái enga leiđréttingu á međan spilltir stjórnmála- og fjárglćframenn fá ţúsundir milljóna afskrifađar og hvađ ţá ađ útrásarslóđar eins og Ólafur Ólafsson ráđi helstu útgerđarfyrirtćkjum á međan stjórnvöld hirđa ekki um ađ koma á móts viđ álit mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna um jafna nýtingu borgaranna á sameiginlegum auđlindum ţjóđarinnar. Hvađ heyra menn eiginlega í turnunum sínum?

Engum vafa er undirorpiđ ađ tćkifćrin til verđmćtasköpunar eru svo sannarlega fyrir hendi á Íslandi. Algjör frumforsenda ţess ađ ţau nýtist Íslendingum til heilla er ađ koma á réttlátu samfélagi.  Stuđningsmenn Frjálslynda flokksins hafa lagt ţeirri baráttu liđ á umliđnum árum og munu gera ţađ áfram. Viđ kunnum rétta lagiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband