Leita í fréttum mbl.is

Þegar mínus verður plús

Steingríms J. Sigfússonar hefur snúið baki við öllum helstu baráttumálum Vg. Steingrímur J.; sótti um aðild að Evrópusambandinu, hefur barist á hæl og hnakka fyrir því að greiða Icesave, haldið uppi leyndarhyggju, greitt götu pólitískra gæðinga og sömuleiðis staðið vörð um illræmt kvótakerfi í sjávarútvegi. 

Núna dregur Steingrímur upp mjög brenglaða mynd af stöðu þjóðarbúsins með orðskrúði um væntingar um jákvæðan frumjöfnuð þjóðarbúsins á næsta ári.  Frumjöfnuður er skilgreindur sem jöfnuður tekna og gjalda ríkissjóðs að undanskildum vaxtatekjum og vaxtagjöldum.  Það er nú einu sinni svo að vaxtagjöld ríkisins eru einn helsti kostnaðarliður fjárlaganna upp á vel á áttunda tug milljarða króna á næsta ári sem eru mörgum tugum þúsunda milljóna hærri útgjöld en ríkið ver til menntamála.

Framganga og blaður Steingríms um að hann sé að koma þjóðarskútuna af strandstað eru vægast sagt brjóstumkennanleg.

 

 


mbl.is „Mikil ábyrgð að velta steinum í götuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Steingrímur hefði getað leyst fátæktar, byggða og atvinnuvanda

Íslendinga í einu lagi er hann var sjávarútvegsráðherra,

og leyft frjálsar handfæraveiðar!

Aðalsteinn Agnarsson, 23.12.2010 kl. 18:13

2 Smámynd: Björn Emilsson

Ekki má gleyma Magma málinu.

Björn Emilsson, 23.12.2010 kl. 18:38

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Steingrímur hefur fullkomnað þá list að leysa vind með öllum opum líkamans...

Haraldur Baldursson, 23.12.2010 kl. 22:37

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er vel orðað. Það virðist allt orðið einhvern veginn öfugt hjá honum.

Haukur Nikulásson, 24.12.2010 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband