Leita í fréttum mbl.is

Þorskurinn í betri stöðu en hommarnir

Ekki hefur farið fram hjá neinum að samkynhneigðir eiga undir högg að sækja hjá einstaka trúræknum færeyskum stjórnmálamanninum. Jóhanna Sigurðardóttir  gæti látið gott af sér leiða fyrir mannlíf Færeyja með því að senda sæmdarhjónin Gunnar Þorsteinsson og Jónínu Benediktsdóttur til eyjanna.  Eldklerkurinn Gunnar sem ætlaði sér á sínum tíma stóra hluti í afhommun hefur snúið af þeirri braut og hver veit nema að hann geti nýtt reynslu sína og snúið Jenis af Rana svo að hann gæti a.m.k. setið til borðs með samkynhneigðum.

Önnur frétt á fréttavef færeyska útvarpsins vakti athygli mína en það var fréttin af miklum uppgangi ýsu og þorskstofnsins við Færeyjar.  Það gerist þrátt fyrir áratuga meinta ofveiði samkvæmt furðulegri ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins.  Enn og aftur staðfestist í Færeyjum að veiðar umfram ráðgjöf reiknisfiskifræðinga sé í góðu lagi.  Um er að ræða stórfrétt sem ætti að fá mikið rými í íslensku samfélagi þar sem að hún staðfestir að vænlegt sé að fara leið Frjálslynda flokksins út úr kreppunni og stór auka veiðar en með því ætti hæglega að vera hægt að ná hundrað milljarða auknar gjaldeyristekjur árlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Fyrir utan 200 mílur í Færeyjum, hér fá verksmiðjuskipin

að hanga á 12 mílunum. Hvernig líst þér á, Sigurjón.

Aðalsteinn Agnarsson, 7.9.2010 kl. 20:22

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þessi frétt vakti einnig athygli mina Sigurjón þar sem ég fór einmitt inn fréttavefinn að skoða tilstandið kring um afstöðu þingmannsins til kvöldverðarboðsins, en sá fleira.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.9.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband