Leita í fréttum mbl.is

Verður að leita til alþjóðastofnanna?

Ísland hefur orðið fyrir miklum áföllum vegna samkrulls spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Nú í kjölfar rannsóknarskýrslu Alþingis hefði maður haldið að stjórnmálamenn sem viðriðnir voru hrunið skiptu um takt og leituðust við að vanda vinnubrögð sín sem aldrei fyrr. 

Ekki er því að heilsa þegar borgarstjórinn Hanna Birna Kristjánsdóttir fer ekki að áliti æðra stjórnvalds frá því 4. febrúar og dregur að greiða fjárframlög til Frjálslynda flokksins í samræmi við álitið.  

Ljóst er að sanngjarnar lýðræðislegar leikreglur standa völtum fótum þegar stjórnmálamenn beita grímulausum bolabrögðum í aðdraganda kosninga.  

Mér finnst vera orðið fullt tilefni til þess að benda alþjóðastofnunum s.s. Evrópuráðinu á ástand mála en vinnubrögð Reykjavíkurborgar eru hvorki í samræmi við úrskurð sveitarstjórnarráðuneytisins né ráðleggingar ráðherranefndar Evrópuráðsins. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Endilega haldið þessu áfram og enginn mun kjósa ykkur! Þið eigið enga kröfu á að skattfé okkar Reykvíkinga sé sóað á þennan hátt. Reynið frekar að afnema þessi framlög til stjórnmálaflokkanna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.5.2010 kl. 22:25

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes, hvað sem þér finnst um Frjálslynda flokkinn eða þá hvernig fénu er varið, þá hlýtur hver maður að sjá að það getur ekki verið líðandi að geðþóttaákvörðun eins stjórnmálamanns geti svipt stjórnmálahreyfingu fjárframlögum. 

Ég á frekar von á því að erlendum eftirlitsstofnunum þyki það ólýðræðislegt.

Sigurjón Þórðarson, 15.5.2010 kl. 22:51

3 identicon

Þessi lög brýtur Frjálslyndi flokkurinn með því að framvísa ekki endurskoðum reikningum árum saman. Á meðan flokkurinn fer ekkieftir þeim er hann ómarktækur og gjamm formannsins líka: 

Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra

2006 nr. 162 21. desember

IV. kafli. Reikningsskil og upplýsingaskylda stjórnmálasamtaka.
8. gr. Reikningsskil stjórnmálasamtaka.
Stjórnmálasamtök skulu halda samstæðureikning fyrir allar einingar sem undir þau falla, svo sem sérsambönd, kjördæmisráð, eignarhaldsfélög og tengdar sjálfseignarstofnanir. Heimilt er að halda flokkseiningum utan samstæðureikningsskila ef tekjur þeirra eru undir 300.000 kr. á ári. Við gerð ársreikninga skal farið að efnisreglum laga um ársreikninga eins og við á. Ríkisendurskoðun gefur út frekari leiðbeiningar um reikningshald stjórnmálasamtaka.
Stjórnmálasamtök skulu fela endurskoðendum að endurskoða reikninga sína. Endurskoðendur skulu starfa eftir leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar og sannreyna að samstæðureikningurinn sé saminn í samræmi við ákvæði laga þessara og almennar reikningsskilareglur og staðfesta það álit með áritun á reikninginn. Ríkisendurskoðun getur hvenær sem er kallað eftir öllum gögnum til að staðreyna að framlög einstaklinga og lögaðila séu innan þeirra marka sem greinir í III. kafla.
9. gr. Upplýsingaskylda um reikninga stjórnmálasamtaka.

Stjórnmálasamtök skulu árlega skila Ríkisendurskoðun reikningum sínum, sbr. 8. gr., árituðum af endurskoðendum. Ríkisendurskoðun skal í kjölfarið birta útdrátt úr ársreikningi stjórnmálasamtaka með samræmdum hætti. Þar skal greina a.m.k. heildartekjur og heildargjöld. Þá skal flokka tekjur eftir uppruna, þannig að greint sé á milli ríkisframlags, framlaga frá sveitarfélögum, framlaga frá lögaðilum, félagsgjalda og framlaga frá einstaklingum, ásamt helstu stærðum í efnahagsreikningi. Greina skal sérstaklega alla móttekna afslætti frá markaðsverði. Birta skal nöfn allra lögaðila sem veita framlög til stjórnmálastarfsemi.

endurskoðandinn (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 23:02

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svo þetta framboð til borgarstjórnar á semsagt að snúast um að komast að kjötkötlunum Sigurjón? Þið viljið þá enga siðbót?
Mér finnst persónulega ekki nokkur ástæða til að borgin sé að ausa skattfé í flokkana. Viða útá landi eru þessir styrkir mjög hófstilltir en hér í Rekjavík er þetta ekkert nema sjálftaka, slíkar eru upphæðirnar.  Hvað stal ólafur F. aftur miklu af framlaginu til ykkar sameiginlega framboðs, voru það ekki 4 milljónir?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.5.2010 kl. 23:08

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes, Frjálslyndi flokkurinn er svo sannarlega flokkur breytinga og hefur haft opið bókhald frá upphafi og hvorki verið á jötunni hjá útrásarliðinu né LÍÚ.  Vinur minn úr Hveragerði sem kallar sig endurskoðanda hér að ofan er víst ósammála þessu en það sýnir best hversu viðkvæm þessi umræða er fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Það má sömuleiðis benda á að kynning svokallaðs fjórðavalds á Frjálslynda flokknum hefur ekki verið mikil eða þá greiður aðgangur fyrir flokksmenn með greinaskrif í blöð.

Í lokinn má benda á að enginn stjórnmálaflokkur sem ætlar sér í raun breyta samfélaginu situr þegjandi undir grófri mismunun og órétti.

Sigurjón Þórðarson, 15.5.2010 kl. 23:27

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Af hverju ertu að kenna Hönnu Birnu um deilur ykkar Ólafs F?

Kristinn Pétursson, 16.5.2010 kl. 07:03

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er engar deilur lengur heldur er komið álit sveitarstjórnraráðuneytinu sem Hanna  Birna fer ekki að.

Sigurjón Þórðarson, 16.5.2010 kl. 10:40

8 identicon

Hvernig er það, var ekki verið að tala um að athuga með endurskoðendur í sambandi við hrunið? Ætli það sé ekki meiri ástæða til þess en brjóta a jafnrétti á milli flokka. Frjálslyndir verða áreiðanlega ekki á móti því að draga úr fjáraustri stjórnmálaflokka, og  það  er ekki sanngjarnt að brigsla þeim um að skila ekki ársreikningi vegna afglapa sjálfstæðismanna og Ólafs F. í borgarstjórn Reykjavíkur. Og þeir verða áreiðanlega ekki heldur á móti því að banna með öllu mútur sem viðgengist hafa í samskiftum íhaldsins og útrásarbjálfanna.

Pétur Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 10:55

9 identicon

Alir sem hafa rekið fyrirtæki vita að ef maður á útstandandi skuld einhvers staðar þá er að bókfæra hana í lok ársins. Það er ekki hægt að bera fyrir sig afsökun um að ekki hafi verið hægt að klára bókhald útaf ógreiddum styrk. Sú upphæð er bara bókfærslusett og skýringar látnar fylgja með reikningi. Uppúr stendur að Frjálslyndi flokkurinn hefur brotið lög um fjármál stjórnmálaflokka og bókhald flokksisn er óupgert frá árinu 2007. Þið brjótið lög og prinsíp sem þið sjálf eruð að boða og hreikja ykkur af. Þetta er bæði lögbrot og lýðskrum af verstu tegund. þið heimtið að fólk fari eftir lögunum og þegar það er bent á að þið eruð sjálf að brjóta þau þa´þykist við voða móðguð. Nú er reint að kenna Ólafi F. og sjálfstæðisflokknum um að þið skilið ekki endurskoðum og upp á skrifuðum árreikningum eins og lögin hér fyrir ofan krefjast. Það er ekki hægt að taka mark á svona fólki auðvitað á Hanna Birna ekki að láta ykkur fá krónu því þið haldið ekki bókhald. Þetta eru skattapeningar almennings en ekki einkapeningar ykkar þó þið haldð það.

enduskoðandinn (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 14:08

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hanna Birna á víða málssvara....það skiptir þá málssvara litlu máli um hvað málið snýst. Hanna Birna vísaði þessu máli sjálf til úrskurðar til Félagsmálaráðuneytisins til úrskurðar. Félagsmálaráðuneytið er æðsta úrskurðarvald um sveitastjórnarmál á Íslandi. Sá úrskurður féll á þann veg að Reykjavíkurborg bar að greiða þetta fé til Frjálslynda flokksins.

Mín spurning til þeirra sem mest unna Hönnu Birnu er sú : Hvernig er hægt að túlka undanvikningar (ég nota viljandi ekki orðið undanbrögð) hennar frá því að leiðrétta þennan órétt gegn flokknum á annan máta en ólýðræðsisleg vinnubrögð ? Það má flestum, sem yfirhöfuð hafa áhuga á virku lýðræði, vera ljóst að þetta er ekki til þess fallið að hefja hana til himins sökum lýðræðisástar.

Haraldur Baldursson, 16.5.2010 kl. 14:59

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Haraldur, þetta er Sjálfstæðisflokknum til mikillar minnkunar og sýnir að flokkurinn hefur ekkert lært af hruninu.

Sigurjón Þórðarson, 16.5.2010 kl. 15:28

12 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Þetta er pínlegt má fyrir Frjálslynda.

En ég spyr  hvers vegna er þessi reikningur ekki löngu kominn í innheimtu á hendur Ólafi F og til vara Borgarinnar?...

Fyrst þetta er svona borðleggjandi þá er ekki eftir neinu að bíða.

Gunnar Þór Ólafsson, 16.5.2010 kl. 20:59

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er fyrst og fremst skammarlegt fyrir stjórnsýsluna í landinu og ég er nokkuð viss um að Osce á eftir að furða sig á ólýðræðislegum vinnubrögðum borgarstjórans. 

Sigurjón Þórðarson, 16.5.2010 kl. 21:48

14 identicon

Ég hef lesið gegnum ábendingar sem hafa komið fram við þessa færslu hjá formanni Frjálslynda flokksins og þá sem síðast var birt hér á síðunni. Það eru þung vonbrigði að sjá að flokkurinn sem ég hef stutt og hugðist kjósa nú í vor hér í Reykjavík er uppvís að því að brjóta það sem forysta hans boðar. Þetta eru lög og reglur um fjármál stjórnmálaflokka. Það er mál sem ég hef alltaf talið að skipti miklu til að okkur megi betur farnast í íslensku samfélagi og hélt að þessi stjórnmálaflokkur væri forvígisafl um umbætur í þessum efnum. Nú kemur hins vegar á daginn að svo er ekki. Síðan er þungbært að sjá að formaður flokksins fellur á prófinu. Hann leggur ekki spilin strax á borðið heldur slær úr og í á flótta sínum í málinu  þar sem hann þyrlar upp moldviðri til að draga athyglina frá kjarna þess. Hann er sá að flokkur hans hefur orðið uppvís að alvarlegum lögbrotum og blekkingavaðli gagnvart kjósendum. Stuðningsfólk hans bætir svo um betur og heggur í sömu knérrun í sínum málflutning. Þetta eru mér þung vonbrigði. Frjálslyndi flokkurinn er ekki hótinu betri en hinn svokallaði fjórflokkur. Ég hef um áratuga skeið fylgst með íslenskum stjórnmálum og hef iðulega orðið vonsvikinn. Svo mun og fara nú. Hvorki ég né mitt fólk munum geta stutt svona vinnubrögð eða flokk undir forystu fólks sem hagar málum með þessum hætti. Virðingarfyllst,  

Pétur Ó. Ólafsson (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 13:09

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 Hanna Birna hefur brotið mörg af ákvæðum grundvallarviðmiða ÖSE um lýðræði og mannréttindi í þessu máli.

T.d. Þessi:

  • Lack of sufficient will to rectify identified shortcomings.  
  • ·        Attempts to limit competition of parties and candidates, and ultimately their ideas, which may result in diminished possibilities for voters' choices
  • ·        Misuse of state administrative resources by incumbents
  • ·        Complaints and appeals procedures that do not always permit a timely and effective redress of complaints


Tilgangur Sjálfstæðisflokksins með þessu framferði er að halda eðlilegri upplýsingamiðlun frá kjósendum og þrengja þar með valkosti þeirra í kosningum.

Það verður að vera vel varðveitt leyndarmál gagnvart kjósendum að Frjálslyndi flokkurinn hafnar því lénskipulagi og leiguliðakerfi sem fjórflokkurinn stendur fyrir á öllum sviðum atvinnulífs.

Það verður að þagga niður að Frjálslyndi flokkurinn er velferðarflokkur sem berst gegn spillingu og þeirri tilhneigingu til fasisma sem tíðkast af hálfu Sjáflstæðisflokksins. 

Þegar ríkisvaldið er selt í hendur stórfyrirtækja og fjármálakerfis heitir það fasismi en orðið þykir ekki fínt þannig að það er reynt að kalla þetta eitthvað annað, t.d. nýfrjálshyggju. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.5.2010 kl. 13:33

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gunnar Þór þetta er ekki deiluefni á milli Ólafs F og Frjálslynda flokksins heldur á milli Frjálalynda flokksins og borgarinnar. Borgin ber ábyrgð á því að greiða út þessa styrki til flokkanna eins og kemur skýrt fram í úrskurði ráðuneytissins. Það er síðan borgarinnar að eiga við Ólaf F sem hefur reyndar átt í daðursambandi við sjálfstæðisflokk.

Pétur Ó. Það væri ekki úr vegi að þú tækir eitthvað við þessu sem er að hrjá þig. Ég hef aldrei heyrt annað en að Frjálslyndi flokkurinn sé með opið bókhald. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.5.2010 kl. 13:41

17 identicon

Ég harma köpuryrði Jakobínu í minn garð. Þetta er leitt að sjá slikan kulda og yfirlæti frá hendi einnar af framákonum Frjálslynda flokksins. Ég er einungis venjulegur kjósandi sem dregið hefur ályktanir sínar af því sem fram hefur komið hér á þessari síðu. Hafi Jakobína betri heimildir en þar eru fram dregnar þá bið ég hana um að koma þeim á framfæri og vel að lifa. Meiri afskipti munum ég og mín kona ekki hafa af flokki Fjálslyndra. Með virðingu,

Pétur Ó. Ólafsson (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband