Leita í fréttum mbl.is

Verđur ađ leita til alţjóđastofnanna?

Ísland hefur orđiđ fyrir miklum áföllum vegna samkrulls spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglćframanna. Nú í kjölfar rannsóknarskýrslu Alţingis hefđi mađur haldiđ ađ stjórnmálamenn sem viđriđnir voru hruniđ skiptu um takt og leituđust viđ ađ vanda vinnubrögđ sín sem aldrei fyrr. 

Ekki er ţví ađ heilsa ţegar borgarstjórinn Hanna Birna Kristjánsdóttir fer ekki ađ áliti ćđra stjórnvalds frá ţví 4. febrúar og dregur ađ greiđa fjárframlög til Frjálslynda flokksins í samrćmi viđ álitiđ.  

Ljóst er ađ sanngjarnar lýđrćđislegar leikreglur standa völtum fótum ţegar stjórnmálamenn beita grímulausum bolabrögđum í ađdraganda kosninga.  

Mér finnst vera orđiđ fullt tilefni til ţess ađ benda alţjóđastofnunum s.s. Evrópuráđinu á ástand mála en vinnubrögđ Reykjavíkurborgar eru hvorki í samrćmi viđ úrskurđ sveitarstjórnarráđuneytisins né ráđleggingar ráđherranefndar Evrópuráđsins. 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Endilega haldiđ ţessu áfram og enginn mun kjósa ykkur! Ţiđ eigiđ enga kröfu á ađ skattfé okkar Reykvíkinga sé sóađ á ţennan hátt. Reyniđ frekar ađ afnema ţessi framlög til stjórnmálaflokkanna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.5.2010 kl. 22:25

2 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Jóhannes, hvađ sem ţér finnst um Frjálslynda flokkinn eđa ţá hvernig fénu er variđ, ţá hlýtur hver mađur ađ sjá ađ ţađ getur ekki veriđ líđandi ađ geđţóttaákvörđun eins stjórnmálamanns geti svipt stjórnmálahreyfingu fjárframlögum. 

Ég á frekar von á ţví ađ erlendum eftirlitsstofnunum ţyki ţađ ólýđrćđislegt.

Sigurjón Ţórđarson, 15.5.2010 kl. 22:51

3 identicon

Ţessi lög brýtur Frjálslyndi flokkurinn međ ţví ađ framvísa ekki endurskođum reikningum árum saman. Á međan flokkurinn fer ekkieftir ţeim er hann ómarktćkur og gjamm formannsins líka: 

Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóđenda og um upplýsingaskyldu ţeirra

2006 nr. 162 21. desember

IV. kafli. Reikningsskil og upplýsingaskylda stjórnmálasamtaka.
8. gr. Reikningsskil stjórnmálasamtaka.
Stjórnmálasamtök skulu halda samstćđureikning fyrir allar einingar sem undir ţau falla, svo sem sérsambönd, kjördćmisráđ, eignarhaldsfélög og tengdar sjálfseignarstofnanir. Heimilt er ađ halda flokkseiningum utan samstćđureikningsskila ef tekjur ţeirra eru undir 300.000 kr. á ári. Viđ gerđ ársreikninga skal fariđ ađ efnisreglum laga um ársreikninga eins og viđ á. Ríkisendurskođun gefur út frekari leiđbeiningar um reikningshald stjórnmálasamtaka.
Stjórnmálasamtök skulu fela endurskođendum ađ endurskođa reikninga sína. Endurskođendur skulu starfa eftir leiđbeiningum Ríkisendurskođunar og sannreyna ađ samstćđureikningurinn sé saminn í samrćmi viđ ákvćđi laga ţessara og almennar reikningsskilareglur og stađfesta ţađ álit međ áritun á reikninginn. Ríkisendurskođun getur hvenćr sem er kallađ eftir öllum gögnum til ađ stađreyna ađ framlög einstaklinga og lögađila séu innan ţeirra marka sem greinir í III. kafla.
9. gr. Upplýsingaskylda um reikninga stjórnmálasamtaka.

Stjórnmálasamtök skulu árlega skila Ríkisendurskođun reikningum sínum, sbr. 8. gr., árituđum af endurskođendum. Ríkisendurskođun skal í kjölfariđ birta útdrátt úr ársreikningi stjórnmálasamtaka međ samrćmdum hćtti. Ţar skal greina a.m.k. heildartekjur og heildargjöld. Ţá skal flokka tekjur eftir uppruna, ţannig ađ greint sé á milli ríkisframlags, framlaga frá sveitarfélögum, framlaga frá lögađilum, félagsgjalda og framlaga frá einstaklingum, ásamt helstu stćrđum í efnahagsreikningi. Greina skal sérstaklega alla móttekna afslćtti frá markađsverđi. Birta skal nöfn allra lögađila sem veita framlög til stjórnmálastarfsemi.

endurskođandinn (IP-tala skráđ) 15.5.2010 kl. 23:02

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svo ţetta frambođ til borgarstjórnar á semsagt ađ snúast um ađ komast ađ kjötkötlunum Sigurjón? Ţiđ viljiđ ţá enga siđbót?
Mér finnst persónulega ekki nokkur ástćđa til ađ borgin sé ađ ausa skattfé í flokkana. Viđa útá landi eru ţessir styrkir mjög hófstilltir en hér í Rekjavík er ţetta ekkert nema sjálftaka, slíkar eru upphćđirnar.  Hvađ stal ólafur F. aftur miklu af framlaginu til ykkar sameiginlega frambođs, voru ţađ ekki 4 milljónir?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.5.2010 kl. 23:08

5 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Jóhannes, Frjálslyndi flokkurinn er svo sannarlega flokkur breytinga og hefur haft opiđ bókhald frá upphafi og hvorki veriđ á jötunni hjá útrásarliđinu né LÍÚ.  Vinur minn úr Hveragerđi sem kallar sig endurskođanda hér ađ ofan er víst ósammála ţessu en ţađ sýnir best hversu viđkvćm ţessi umrćđa er fyrir Sjálfstćđisflokkinn.

Ţađ má sömuleiđis benda á ađ kynning svokallađs fjórđavalds á Frjálslynda flokknum hefur ekki veriđ mikil eđa ţá greiđur ađgangur fyrir flokksmenn međ greinaskrif í blöđ.

Í lokinn má benda á ađ enginn stjórnmálaflokkur sem ćtlar sér í raun breyta samfélaginu situr ţegjandi undir grófri mismunun og órétti.

Sigurjón Ţórđarson, 15.5.2010 kl. 23:27

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Af hverju ertu ađ kenna Hönnu Birnu um deilur ykkar Ólafs F?

Kristinn Pétursson, 16.5.2010 kl. 07:03

7 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Ţađ er engar deilur lengur heldur er komiđ álit sveitarstjórnraráđuneytinu sem Hanna  Birna fer ekki ađ.

Sigurjón Ţórđarson, 16.5.2010 kl. 10:40

8 identicon

Hvernig er ţađ, var ekki veriđ ađ tala um ađ athuga međ endurskođendur í sambandi viđ hruniđ? Ćtli ţađ sé ekki meiri ástćđa til ţess en brjóta a jafnrétti á milli flokka. Frjálslyndir verđa áreiđanlega ekki á móti ţví ađ draga úr fjáraustri stjórnmálaflokka, og  ţađ  er ekki sanngjarnt ađ brigsla ţeim um ađ skila ekki ársreikningi vegna afglapa sjálfstćđismanna og Ólafs F. í borgarstjórn Reykjavíkur. Og ţeir verđa áreiđanlega ekki heldur á móti ţví ađ banna međ öllu mútur sem viđgengist hafa í samskiftum íhaldsins og útrásarbjálfanna.

Pétur Guđmundsson (IP-tala skráđ) 16.5.2010 kl. 10:55

9 identicon

Alir sem hafa rekiđ fyrirtćki vita ađ ef mađur á útstandandi skuld einhvers stađar ţá er ađ bókfćra hana í lok ársins. Ţađ er ekki hćgt ađ bera fyrir sig afsökun um ađ ekki hafi veriđ hćgt ađ klára bókhald útaf ógreiddum styrk. Sú upphćđ er bara bókfćrslusett og skýringar látnar fylgja međ reikningi. Uppúr stendur ađ Frjálslyndi flokkurinn hefur brotiđ lög um fjármál stjórnmálaflokka og bókhald flokksisn er óupgert frá árinu 2007. Ţiđ brjótiđ lög og prinsíp sem ţiđ sjálf eruđ ađ bođa og hreikja ykkur af. Ţetta er bćđi lögbrot og lýđskrum af verstu tegund. ţiđ heimtiđ ađ fólk fari eftir lögunum og ţegar ţađ er bent á ađ ţiđ eruđ sjálf ađ brjóta ţau ţa´ţykist viđ vođa móđguđ. Nú er reint ađ kenna Ólafi F. og sjálfstćđisflokknum um ađ ţiđ skiliđ ekki endurskođum og upp á skrifuđum árreikningum eins og lögin hér fyrir ofan krefjast. Ţađ er ekki hćgt ađ taka mark á svona fólki auđvitađ á Hanna Birna ekki ađ láta ykkur fá krónu ţví ţiđ haldiđ ekki bókhald. Ţetta eru skattapeningar almennings en ekki einkapeningar ykkar ţó ţiđ haldđ ţađ.

enduskođandinn (IP-tala skráđ) 16.5.2010 kl. 14:08

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hanna Birna á víđa málssvara....ţađ skiptir ţá málssvara litlu máli um hvađ máliđ snýst. Hanna Birna vísađi ţessu máli sjálf til úrskurđar til Félagsmálaráđuneytisins til úrskurđar. Félagsmálaráđuneytiđ er ćđsta úrskurđarvald um sveitastjórnarmál á Íslandi. Sá úrskurđur féll á ţann veg ađ Reykjavíkurborg bar ađ greiđa ţetta fé til Frjálslynda flokksins.

Mín spurning til ţeirra sem mest unna Hönnu Birnu er sú : Hvernig er hćgt ađ túlka undanvikningar (ég nota viljandi ekki orđiđ undanbrögđ) hennar frá ţví ađ leiđrétta ţennan órétt gegn flokknum á annan máta en ólýđrćđsisleg vinnubrögđ ? Ţađ má flestum, sem yfirhöfuđ hafa áhuga á virku lýđrćđi, vera ljóst ađ ţetta er ekki til ţess falliđ ađ hefja hana til himins sökum lýđrćđisástar.

Haraldur Baldursson, 16.5.2010 kl. 14:59

11 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Haraldur, ţetta er Sjálfstćđisflokknum til mikillar minnkunar og sýnir ađ flokkurinn hefur ekkert lćrt af hruninu.

Sigurjón Ţórđarson, 16.5.2010 kl. 15:28

12 Smámynd: Gunnar Ţór Ólafsson

Ţetta er pínlegt má fyrir Frjálslynda.

En ég spyr  hvers vegna er ţessi reikningur ekki löngu kominn í innheimtu á hendur Ólafi F og til vara Borgarinnar?...

Fyrst ţetta er svona borđleggjandi ţá er ekki eftir neinu ađ bíđa.

Gunnar Ţór Ólafsson, 16.5.2010 kl. 20:59

13 Smámynd: Sigurjón Ţórđarson

Ţetta er fyrst og fremst skammarlegt fyrir stjórnsýsluna í landinu og ég er nokkuđ viss um ađ Osce á eftir ađ furđa sig á ólýđrćđislegum vinnubrögđum borgarstjórans. 

Sigurjón Ţórđarson, 16.5.2010 kl. 21:48

14 identicon

Ég hef lesiđ gegnum ábendingar sem hafa komiđ fram viđ ţessa fćrslu hjá formanni Frjálslynda flokksins og ţá sem síđast var birt hér á síđunni. Ţađ eru ţung vonbrigđi ađ sjá ađ flokkurinn sem ég hef stutt og hugđist kjósa nú í vor hér í Reykjavík er uppvís ađ ţví ađ brjóta ţađ sem forysta hans bođar. Ţetta eru lög og reglur um fjármál stjórnmálaflokka. Ţađ er mál sem ég hef alltaf taliđ ađ skipti miklu til ađ okkur megi betur farnast í íslensku samfélagi og hélt ađ ţessi stjórnmálaflokkur vćri forvígisafl um umbćtur í ţessum efnum. Nú kemur hins vegar á daginn ađ svo er ekki. Síđan er ţungbćrt ađ sjá ađ formađur flokksins fellur á prófinu. Hann leggur ekki spilin strax á borđiđ heldur slćr úr og í á flótta sínum í málinu  ţar sem hann ţyrlar upp moldviđri til ađ draga athyglina frá kjarna ţess. Hann er sá ađ flokkur hans hefur orđiđ uppvís ađ alvarlegum lögbrotum og blekkingavađli gagnvart kjósendum. Stuđningsfólk hans bćtir svo um betur og heggur í sömu knérrun í sínum málflutning. Ţetta eru mér ţung vonbrigđi. Frjálslyndi flokkurinn er ekki hótinu betri en hinn svokallađi fjórflokkur. Ég hef um áratuga skeiđ fylgst međ íslenskum stjórnmálum og hef iđulega orđiđ vonsvikinn. Svo mun og fara nú. Hvorki ég né mitt fólk munum geta stutt svona vinnubrögđ eđa flokk undir forystu fólks sem hagar málum međ ţessum hćtti. Virđingarfyllst,  

Pétur Ó. Ólafsson (IP-tala skráđ) 17.5.2010 kl. 13:09

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 Hanna Birna hefur brotiđ mörg af ákvćđum grundvallarviđmiđa ÖSE um lýđrćđi og mannréttindi í ţessu máli.

T.d. Ţessi:

  • Lack of sufficient will to rectify identified shortcomings.  
  • ·        Attempts to limit competition of parties and candidates, and ultimately their ideas, which may result in diminished possibilities for voters' choices
  • ·        Misuse of state administrative resources by incumbents
  • ·        Complaints and appeals procedures that do not always permit a timely and effective redress of complaints


Tilgangur Sjálfstćđisflokksins međ ţessu framferđi er ađ halda eđlilegri upplýsingamiđlun frá kjósendum og ţrengja ţar međ valkosti ţeirra í kosningum.

Ţađ verđur ađ vera vel varđveitt leyndarmál gagnvart kjósendum ađ Frjálslyndi flokkurinn hafnar ţví lénskipulagi og leiguliđakerfi sem fjórflokkurinn stendur fyrir á öllum sviđum atvinnulífs.

Ţađ verđur ađ ţagga niđur ađ Frjálslyndi flokkurinn er velferđarflokkur sem berst gegn spillingu og ţeirri tilhneigingu til fasisma sem tíđkast af hálfu Sjáflstćđisflokksins. 

Ţegar ríkisvaldiđ er selt í hendur stórfyrirtćkja og fjármálakerfis heitir ţađ fasismi en orđiđ ţykir ekki fínt ţannig ađ ţađ er reynt ađ kalla ţetta eitthvađ annađ, t.d. nýfrjálshyggju. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.5.2010 kl. 13:33

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gunnar Ţór ţetta er ekki deiluefni á milli Ólafs F og Frjálslynda flokksins heldur á milli Frjálalynda flokksins og borgarinnar. Borgin ber ábyrgđ á ţví ađ greiđa út ţessa styrki til flokkanna eins og kemur skýrt fram í úrskurđi ráđuneytissins. Ţađ er síđan borgarinnar ađ eiga viđ Ólaf F sem hefur reyndar átt í dađursambandi viđ sjálfstćđisflokk.

Pétur Ó. Ţađ vćri ekki úr vegi ađ ţú tćkir eitthvađ viđ ţessu sem er ađ hrjá ţig. Ég hef aldrei heyrt annađ en ađ Frjálslyndi flokkurinn sé međ opiđ bókhald. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.5.2010 kl. 13:41

17 identicon

Ég harma köpuryrđi Jakobínu í minn garđ. Ţetta er leitt ađ sjá slikan kulda og yfirlćti frá hendi einnar af framákonum Frjálslynda flokksins. Ég er einungis venjulegur kjósandi sem dregiđ hefur ályktanir sínar af ţví sem fram hefur komiđ hér á ţessari síđu. Hafi Jakobína betri heimildir en ţar eru fram dregnar ţá biđ ég hana um ađ koma ţeim á framfćri og vel ađ lifa. Meiri afskipti munum ég og mín kona ekki hafa af flokki Fjálslyndra. Međ virđingu,

Pétur Ó. Ólafsson (IP-tala skráđ) 17.5.2010 kl. 16:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband