Leita í fréttum mbl.is

Bréf til Ólafs Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins

Sæll Ólafur, Ég hef af og til skrifað greinar í Fréttablaðið og hafa þær oftar en ekki verið settar í salt og hef ég stundum furðað mig á forgangsröðun Fréttablaðsins.

Ég hef tekið eftir því að Helgi Áss Grétarsson sem skrifar um sjávarútvegsmál hefur verið í algjörum forgangi í Fréttablaðinu á meðan vel rökstuddar greinar hafa verið settar langt inn á lager blaðsins.  Í mínum huga er Helgi Áss lítið annað en kostaður áróðursmaður og mun ég rökstyðja það hér að neðan en eins þér ætti að vera ljóst þá kostar "LÍÚ" starf hans hjá HÍ.

Í greininni í Fréttablaðinu í morgun hafði Helgi stór orð uppi um rekstur atvinnuvegarins sem byggði upp Ísland síðari hluta 20. aldarinnar - Ekki ætla ég að fara mörgum orðum um þá greiningu öðrum en að það er ýmislegt til í því sem að hann fordæmir en niðurstaðan er röng a.m.k. ef innistæða efnahagslífsins á áttunda og níunda ártugnum er borin saman við loftbóluhagkerfi síðustu ára.

Helgi Áss fullyrðir að það hafi verið stunduð ofveiði um margra áratuga skeið? Mér finnst vert að velta fyrir sér framangreindri fullyrðingu en hún er röklaus og gengur ekki upp.  Meint ofveiði virðist ekki vera hættulegri en svo að hægt sé að stunda hana í marga áratugi og svo skilar hún þjóðinni miklum afla áratugum saman.

Helgi Áss lýsir veiðum landsmanna  á tímabilinu 1970-1990  sem ofveiðivítahring sem varð að stöðva. Að mati Helga breyttist allt til batnaðar árið 1990 en þá var víst gripið til róttækra ráðstafana til að stöðva vítahringinn.Þessi lýsing Helga stenst enga skoðun ef litið er til talna sem er að finna í skýrslum Hafró.

Skýrsla Hafró segir að hrygningarstofn þorsks hafi verið árið:

1971 - 242 þús tonn og veiðin árið 1971 - 453 þús tonn. 

1980 - 356 þús tonn  og veiðin árið 1980 - 434 þús tonn. 
kvótakerfið kemur 1983

1990 - 214 þús tonn og veiðin árið 1990 - 335 þús tonn.

2000  - 168 þús tonn og veiðin árið 2000 - 235 þús tonn.

2009 - 223 þús tonn og veiðin árið 2009 - 147 þús tonn

Að framansögðu má ljóst vera að ef tekið er mark á tölum Hafró þá er aflinn nú þriðjungur af því sem hann var árið 1980 hrygningarstofninn vel á annað hundrað þúsund tonnum minni nú en þegar allt var í voða að mati kostaða fræðimannsins.

Í lokin þá tel ég rétt að taka það fram að ég tek öllum tölum og útreikningum Hafró með mikilli varúð sérstaklega þegar verið er að spá um framvindu fiskistofna og er það gert í ljósi þess að umræddir útreikningar hafa ekki staðist hingað til.  Sömuleiðis þá hefur mér ekki alltaf tekist vel upp með að áætla kartöfluuppskeruna í garðinum mínum þó svo að ég viti nokkuð nákvæmlega hvað ég set niður og ber á.

Kveðja

Sigurjón Þórðarson

formaður Frjálslynda flokksins  

Sjá töflu 3.1.8 http://www.hafro.is/Astand/2009/34-AFLATOFLUR.pdf

---------------------------------------

Ég læt þennan bréfstúf hér á bloggið til fróðleiks og sömuleiðis vegna þess að ekki hafa enn borist neinar skýringar á því hvers vegna blaðið setur billega áróðursmenn sérhagsmuna í algeran forgang.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þess ber að geta að ég hef fengið vilyrði fyrir því hjá umsjónarmanni aðsendra greina í Fréttablaðinu að svargrein frá mér fái að birtast í Fréttablaðinu. 

Það eru líkur á því að ég nýti mér það kostaboð en ég tel litlar líkur á að til þess þurfi að koma, þar sem gagnrýnir blaðamenn Fréttablaðsins hljóta að setja í forgang í umfjöllun blaðsins að sérfræðingur  Háskóla Íslands sé staðinn að því að blekkja almenning.

Sigurjón Þórðarson, 3.5.2010 kl. 12:11

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessi pistill á erindi í Fréttablaðið, sem gefur sig út fyrir að vera fréttablað.

Sigurður Þórðarson, 5.5.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband