Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn ætti að biðja Grænlendinga afsökunar fyrir hönd þjóðarinnar

Þvinganir íslenskra stjórnvalda gagnvart Grænlendingum sem hugðust landa makríl á Íslandi eru með öllu óskiljanlegar og mjög ruddalegar. Að beita nágranna okkar Grænlendinga viðskiptaþvingunum vegna makrílveiða á sama tíma og því er mótmælt harðlega að ESB sé að íhuga slíkar aðgerðir gagnvart Íslendingum er vægast sagt stórundarlegt.

Grænlenska skipið Erika  sem vísað var frá höfn á Íslandi var  á rannsóknarveiðum í grænlenskri efnahagslögsögu.  Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að leggja stein í götu rannsókna á göngumynstri makrílsins - Það ætti miklu frekar að styrkja málstað Íslendinga að fá að veiða í eigin lögsögu að geta sýnt fram á að fiskurinn er ekki einhver séreign ESB og að mestu bundin við hafsvæði sambandsins. 

Ráðslag Steingríms J. Sigfússonar allsherjarráðherra má eflaust skýra út frá ESB-þjónkun þ.e. að vilja ekki styggja Evrópusambanið í miðju aðlögunarferli og svo má mögulega vera að hann finni til sín, að geta sýnt góðum grönnum í vestri vald sitt.  

Forsetinn ætti að íhuga að biðja Grænlendinga afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á verkum ríkisstjórnarinnar en það gæti lágmarkað skaðann á samstarfi þjóðanna, til framtíðar litið.  


Bloggfærslur 19. júlí 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband