Leita í fréttum mbl.is

ESB, ICESAVE og MAKRÍLL

Stjórnarliðar hafa undanfarna daga blásið það út að það verði að semja um veiðar á makríl við ESB og það ekki seinna en í haust.

Rökin sem stjórnarliðar hafa gefið upp sem ástæðu, er að um takmarkaða auðlind sé að ræða sem hætt er við að verði eyðilögð ef ekki verði gripið í taumana.  Umræddar röksemdir stjórnarliða s.s. Árna Þórs Sigurðssonar ganga engan vegin upp, þar sem að fiskveiðiauðlindin er ekki takmörkuð heldur endurnýjanleg auðlind.  Mælingar á hrygningarstofni makrílsins eru vægast sagt mjög ónákvæmar og byggja þær á mælingum á eggjum makrílsins í svifi, sem fram fara á á þriggja ára fresti á risastóru hafsvæði.  Makrílstofninn er talinn hafa stækkað gríðarlega á því tímabili sem veitt hefur verið rækilega umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins.  Það eitt ætti að kasta rýrð á ráðgjöfina og forsendur hennar og nauðsyn þess að fara í einu og öllu eftir henni. Fleiri fullyrðingar í grein Árna Þórs Sigurðssonar ganga ekki upp s.s. um að kolmunninn hafi verið leikinn grátt af óheftri veiði en það fór fyrst að halla undan fæti í mældri stofnstærð einmitt þegar samningar voru gerðir um veiðarnar.

Ástæðan fyrir skyndilegum samningsvilja ríkisstjórnarinnar í makrílmálinu gegn ósanngjörnum kröfum ESB um stjórn veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu er augljóslega að málið er þröskuldur í samningaviðræðum Íslands um inngöngu í sambandið. 

Þjóðin er minnug þess þegar samningamenn ríkisstjórnarinnar beygðu sig í duftið í Icesave-málinu vegna þrýstings ESB - Sama virðist því miður upp á teningnum nú.


Bloggfærslur 15. júlí 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband