Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur er talvél kerfisins

Steingrímur J. Sigfússon hefur reynt að gefa þjóðinni þá mynd af sér að hann væri maður breytinga og endurskoðunar.  Annað hefur heldur betur reynst raunin, en sjálfur er hann óspar á að hæla sjálfum sér fyrir það afrek að hafa bjargað fjármálakerfinu, sem er nánast jafn spillt og fyrir hrun.   

Sama á við um kvótakerfið, sem að hann þóttist ætla að breyta, en lagði til að yrði fest í sessi út öldina.  Leiðtogi VG er þaulvanur að hafa endaskipti á hlutunum og það gerir hann þegar hann fer í blindni eftir ráðgjöf Hafró án þess að fara með gagnrýnum hætti yfir ráðgjöfina og er málflutningur ráðherrans nánast eins og um sjálfvirka talvél kerfisins sé að ræða.

Gallinn á málflutningi Steingríms J. Sigfússonar er sá að ef  farið er yfir aflatölur á Íslandsmiðum þá er augljóst að fiskveiðiráðgjöfin hefur alls ekki gengið upp, en upphaflegt markmið hennar var að skila 500 þúsund tonna jafnastöðuafla í þorski árlega.  Ráðamenn og sjómenn, sem sættust með semingi á að setja kvótakerfið á á sínum tíma, grunaði ekki að afrakstur kerfisins áratugum síðar yrði helmingi minni þorskafli en fyrir daga kerfisins! Örgglega hefði enginn trúað þeim fáránleika sem Steingrímur J. býður upp á að fagna ægilega að leyft verði að veiða tæplega 200 þúsund tonn af þorski á næsta ári. Staðan er sú að við erum að nálgast 200 þúsund tonna aflamarkið í annað sinn neðan frá,  frá því að kerfið var tekið upp og það eftir að hafa skorið aflaheimildir gríðarlega niður.

Fiskveiðiráðgjöfin byggir vel að merkja ekki á neinum líffræðilegum forsendum heldur aflareglu sem sett var á tíunda áratugnum. Aflareglan var endurskoðuð upp úr aldamótum þegar ráðgjöfin gekk augljóslega ekki upp. Endurskoðaða aflareglan gekk ekki heldur upp og voru fengnir hagfræðingar í Hagfræðistofnun Háskóla Íslands ásamt upphaflegum höfundum reglunnar til að yfirfara endurskoðaða ráðgjöf enn á ný.  

Núna segja Steingrímur og kerfið að það sé að nást einhver árangur, þrátt fyrir þá staðreynd að þorskafli verði áfram innan við 200 þúsund tonn!

Allir sem hafa gripsvit á líffræði vita að sá árangur er skammgóður þar sem að fiskistofnar halda áfram að sveiflast og það óháð reiknireglum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands .


mbl.is Plúsarnir fleiri en mínusarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband