Leita í fréttum mbl.is

Almenningur grípur til varna fyrir íslenska hagsmuni þegar Jóhanna og Steingrímur bregðast

Það var aldeilis uppi á þeim typpið, samstarfsmönnunum, í kosningabaráttunni í vor en eftir að þau voru komin í stjórn féll þeim allur ketill í eld. Þau hafa lyppast niður og eru tilbúin að taka á sig allar þær skuldbindingar sem útlendingar krefjast af framtíð Íslands. Þá er gott að vita til þess að fólk á götunni grípur til varna og skrifar Alþjóðagjaldeyrissjóðnum bréf til að útskýra þrönga stöðu landsins.

Ég vek athygli lesenda á síðu Láru Hönnu sem birtir bréf frá almennum borgurum til framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ég vona að litlu þingmennirnir í Samfylkingu og Vinstri grænum fari nú betur yfir málið og spyrji sig þeirrar spurningar hvort leið þeirra Jóhönnu og Steingríms sé ekki algerlega ófær.

Það er ekki hægt að samþykkja Icesave-frumvarpið. Það er ekki flóknara en það.


Bloggfærslur 29. nóvember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband