Leita í fréttum mbl.is

Augljós árangur en samt spurning um líf eða dauða

Það var nokkuð mótsagnakennt viðtalið við forstjóra Hafró í gær á Stöð 2, en þar fullyrti stjórinn að uppbyggingastefnan hefði skilað árangri en samt mátti skilja á honum að allt færi í voða ef veiðar yrðu auknar eitthvað!

Nú er rétt fyrir þjóð sem stendur illa að fara yfir meintan árangur en hann hlýtur að mælast í magni aflans sem berst á land.  Fyrir daga kvótakerfisins var aflinn að meðaltali ríflega 400 þúsund tonn.

Árið 1992 var aflinn kominn niður í 268 þúsund tonn.

Árið 2003 var aflinn kominn niður í 207 þúsund tonn.

Árið 2008 var aflinn kominn niður í 147 þúsund tonn.

Ef að ofangreindar tölur eru til vitnis um mikinn árangur - hvað eru þá mistök?

Í viðtalinu var sömuleiðis fullyrt að fiskurinn væri þyngri en áður en það stangast verulega á við nýjustu ástandsskýrslu Hafró en þar segir orðrétt:

2.1.2. Meðalþyngd og holdafar

Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur lækkað

verulega á síðustu árum og er undir meðaltali í

öllum aldursflokkum (töflur 3.1.2 og 3.1.3). Meðalþyngd

eftir aldri í afla hækkaði hinsvegar nokkuð

árið 2008 miðað við sögulega lága þyngd árið 2007.

 


Bloggfærslur 24. nóvember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband