Leita í fréttum mbl.is

Prúðir og hógværir útgerðarmenn

Íslenskir útgerðarmenn eru fram úr hófi prúðir og hógværir.  Þeim virðist ekki koma til hugar að spyrja nokkurrar gagnrýnnar spurningar þegar kemur að vægast sagt sérkennilegri veiðiráðgjöf Hafró s.s. friðun á sýktri og dauðvona síld. 

Hvernig væri nú að spyrja örfárra spurninga s.s.: 

1) Hverju skilaði síldveiðibannið sem skellt var á  snemma á árinu?

2) Breiðafjörðurinn er fullur af síld - hvaðan kom síldin ef að stór hluti af stofninum mældist dauðvona fyrir fyrir um ári síðan?

3)  Hvað missti þjóðarbúið af miklum verðmætum við að stöðva síldveiðarnar?

4) Hverju breytir það að veiða sýkta síld til bræðslu sem hvort eð er, er sögð dauðvona?

Útvegsbændur landsins eru eins og áður segir mjög hógværir og eru almennt á móti gagnrýnni hugsun og má vera að sú sé skýringin á því þegar þeir afþökkuðu návist Finnboga Vikars Guðmundssonar á LÍÚ þinginu.  Finnboga Vikari hafði nefnilega orðið á að skrifa skýrslu sem dró í efa að íslenska kvótaerfið væri alveg gallalaust og jú svo hafði honum ekki verið boðið á fundinn.


Bloggfærslur 2. nóvember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband