Leita í fréttum mbl.is

Guðfaðir hrunsins gefur Evrópusambandinu föðurleg ráð

Fyrrum forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson - sá sem einkavinavæddi bankana og fiskimiðin, stóð fyrir umtalsverðri spillingu sem nú er til rannsóknar og hefur nánast komið þjóðinni á hausinn ásamt því að skaða orðspor þjóðarinnar þegar hann lýsti því yfir við annan mann að lýðveldið Ísland styddi innrásina í Írak - sér ástæðu til að vaða fram á ritvöllinn í blaði pólitísks bandamanns síns um árabil. Halldór kvótapabbi vill gefa Evrópusambandinu ráð um hvernig eigi að breyta fiskveiðistefnunni frá og með árinu 2013, og þá eigi að leita í smiðju norrænnar fiskveiðistjórnunar.

Í greininni er m.a. gefið í skyn að stefna Íslendinga og Færeyinga byggi á sömu grunngildum. Það er vitaskuld alrangt en ég er mest hissa á því að íslenska stjórnmálastéttin skuli ekki sjá til þess að fulltrúi nýja Framsóknarflokksins í norrænni samvinnu skuli ekki hafa hægt um sig.


Bloggfærslur 18. nóvember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband