Leita í fréttum mbl.is

Var Stöð 2 sigað af LÍÚ

Í kvöld var vægast sagt furðuleg umfjöllun í fréttum Stöðvar 2, um frumvarp sem felur í sér smávægilegar breytingar á fiskveiðilöggjöfinni.  Fiskveiðilöggjöfin hefur verið afar umdeild  og deilur staðið annars vegar um eignarétt á auðlindinni og hins vegar um vafasama fiskveiðiráðgjöf. Í stað þess að fréttamaður Stöðvar 2 setti málið í samhengi við hvort að málið kæmi á móts við jafnræði þegnanna og álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um brot á á atvinnuréttindum sjómanna, þá var lagabreytingin sett í samhengi við að Grétar nokkur Mar hefði keypt sér bát!

LÍÚ hefur tekið þá óskiljanlegu afstöðu að vera móti frumvarpinu þó svo að það feli ekki í sér að það sé verið að skerða nýtingarétt nokkurs félagsmanns LÍÚ.  Útbreiðsla skötuselsins hefur breyst frá því að hann var illu heilli settur í kvóta en þá veiddist hann einungis fyrir Suðurlandi.  Nú veiðist fiskurinn  í miklum mæli fyrir norðan og vestan og er 1.000 tonna aukning aflaheimilda ætlað að mæta breyttu veiðimynstri.  Með andstöðu sinni afhjúpast berlega að LÍÚ er að taka  afstöðu með afar þröngum sérhagsmunum og á móti þjóðarhagsmunum.  Tekjur þjóðarinnar af aflaaukningunni sem barist er gegn er vel á annan milljarð króna árlega og beinar tekjur ríkisins 240 milljónir. LÍÚ ætti að hafa ríkan skilning á að nauðsynlegt er að auka framleiðslu og tekjur ríkisins - nú þegar kúlulánaþegar bíða í röðum eftir afskriftum lána sinna.

Sjónarhorn Stöðvar 2 á þessu litla frumvarpi sem skilar þó dágóðri summu í þjóðarbúið er svo furðulegt að maður hlýtur að spyrja hvort að ágætur fréttamaður Stöðvar 2 hafi orðið fórnarlamb þess að vera sigað af þröngum sérhagsmunasamtökum. 

 Eitt er víst að ekki var um mjög gagnrýna og hvað þá upplýsandi fréttamennsku að ræða.


Bloggfærslur 11. nóvember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband