Leita í fréttum mbl.is

Deilt um kofa í Reykjavík og fjárhús á Siglufirði

Skipulagsmál geta valdið hörðum deilum, bæði varðandi uppbyggingu og niðurrif húsa. Í Reykjavík er hart deilt um niðurrif húsa við Laugaveginn en á Siglufirði er deilt um uppbyggingu fjárhúsa. Mín skoðun er sú að það geti verið réttlætanlegt að rífa gömul hús, þ.e. ef eitthvað kemur í staðinn sem er smekklegt og fallegt og passar inn í götumyndina. Við höfum svoleiðis dæmi gegnt Hjálpræðishernum, Hótel Reykjavík Centrum, en hið sama verður ekki sagt um margar byggingar sem hefur verið þröngvað inn í götumyndina á Laugaveginum, þær eru langt frá því að vera vel heppnaðar.

Ef til vill gildir það sama um fjárhúsin á Siglufirði, ef myndarlega verður staðið að búskapnum og byggingu fjárhúsanna er ekkert slæmt um þær að segja, þær geta þá orðið Siglfirðingum til sóma. Einnig verður að líta til þess að það er meira frelsi í fjárbúskap en í sjósókn. Það má kannski segja að það séu tákn hafta og atvinnubanns í sjávarútvegi að Siglfirðingar leiti í búnaðarstörf á árinu 2007.

Það er alltaf áhugavert að velta fyrir sér hinum ýmsu deilum. Ég minnist þess að nú í haust þegar deilt var af offorsi um réttmæti vítaspyrnu í leik Chelsea og Liverpool var afar heitt mál í pottunum á Sauðárkróki réttmæti hrútadóma, þ.e. um að dómaramistök hefðu orðið í hrútadómum á landbúnaðarsýningunni á Sauðárkróki. Viðmælanda mínum í pottinum var mikið niðri fyrir og taldi að hrútarnir sem röðuðu sér í efstu sætin hefðu verið ófríðir, illa af guði gerðir og ullin í henglum (minnir mig).

Hvar er rannsóknarblaðamennskan á Íslandi í dag? 


Bloggfærslur 10. september 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband