Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Þegar bíllinn er bilaður þá fer maður ekki með tölvuna í viðgerð

Umræðan um efnahagsmál er vægast sagt undarleg.  Augljóst er að helsti vandi íslensks efnahagslífs eru gríðarlegar erlendar skuldir þjóðarbúsins. Skuldahlassið verður til þess að íslenska krónan fellur í verði, þrátt fyrir gengishöft og jákvæðan vöruskiptajöfnuð.  Málið er að vextirnir af skuldahlassinu eru allt of þungur baggi að bera fyrir þjóðfélagið. Borðleggjandi er að vandinn verður einungis leystur með því annars vegar að auka verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun samfélagsins og hins vegar að semja um niðurfellingu á erlendum skuldum.     

Fjórflokkurinn og álitsgjafar hans, fyrir utan helst liðsmenn Vg, láta í það skína að hægt sé að leysa öll vandræði með því að skipta um mynt. Umræðan ruglast síðan um hvort að betra sé að taka upp evru eða eitthvað annað.  Eitt er víst að erlendu skuldirnar gufa ekki upp við það eitt og ef þær eru ósjálfbærar halda þær áfram að draga efnahagslegan mátt úr samfélaginu.     

Sérkennilegt er að fylgjast með einlægri Þórðargleði Evrópusinna yfir óförum og gengisfalli íslensku krónunnar.  Vissulega er íslenska krónan hálfgerður Trabant sem þarf að skipta út. Hvert svo sem tækið verður, sem Íslendingar hyggjast notast við í vöru og þjónustuskiptum í framtíðinni, þá er ljóst að forgangsverkefnið ætti að vera að  ryðja í burt ófærum í íslensku efnahagslífi. 

Augljóst er að erlendu skuldirnar eru meginn vandinn og þröskuldurinn sem taka þarf á. 


mbl.is Þurfum alþjóðlega peningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband