Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Rigndi síldinni niður?

Það að stofninn skuli mælast 100.000 tonnum stærri en hann mældist fyrir örfáum mánuðum með sömu aðferðum staðfestir hversu ónákvæmar mælingarnar eru.

Burtséð frá því hljóta allir sem gripsvit hafa á líffræði að setja spurningarmerki við að það eigi að halda áfram að vernda sýkta síld sem sögð er dauðvona. Í framhaldinu er rétt að huga að því að þegar staðfest hefur verið hversu ónákvæm mælingin er, hvort það eigi ekki einnig við stofnstærðarmælingar á þorskinum. Það ætti að vera miklu auðveldara að fá nákvæmari mælingu á síldinni þar sem ekki einungis eru notaðar sambærilegar aldursaflaaðferðir og í þorskinum heldur einnig bergmálsmælingar á síldinni sem eru þá bein mæling á fiskitorfunum en þeim er ekki hægt að koma við hvað varðar þorskinn.

Það vill svo til að ég ræddi í vikunni við þó nokkra sjómenn sem róa fyrir norðan og þeim bar saman um að þorskurinn væri í góðu standi en það eina sem vantaði væru auknar veiðiheimildir.

Væri ekki ráð fyrir þessa aumingjans ríkisstjórn að fara í gegnum málefnalega gagnrýni á reiknisfræðilega ráðgjöf Hafró? Þessi reiknilíkön um sveiflur dýrastofna, hvort sem er rjúpan eða þorskurinn, sem eiga að spá fyrir um vöxt stofnanna ár og jafnvel áratugi fram í tímann hafa einfaldlega ekki gengið upp og geta ekki gengið upp þar sem þau stangast á við lögmál viðtekinnar vistfræði.


mbl.is 40.000 tonna síldarkvóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrann sem mælir einungis fyrir illræmdum lögum

Vinstri grænir boðuðu breytingar og gagnsæi en reyndin hefur verið stöðnun og leynd. Eitt af því sem stjórnarflokkarnir boðuðu og skráð var í stjórnarsáttmálann voru breytingar á fiskveiðilöggjöfinni. Ef litið er yfir frumvörp sem hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram er þar einungis eitt, frumvarp um matvælalöggjöf - sem Jón Bjarnason kallaði sjálfur illræmt og barðist hatrammlega gegn þegar hann var í stjórnarandstöðu.

Ekki bólar á nokkurri breytingu á fiskveiðilöggjöfinni. Ef hann er spurður hvað tefji orminn langa fer hann undan í flæmingi, rétt eins og hver annar sem á sitthvað sökótt við tilveruna.


Prúðir og hógværir útgerðarmenn

Íslenskir útgerðarmenn eru fram úr hófi prúðir og hógværir.  Þeim virðist ekki koma til hugar að spyrja nokkurrar gagnrýnnar spurningar þegar kemur að vægast sagt sérkennilegri veiðiráðgjöf Hafró s.s. friðun á sýktri og dauðvona síld. 

Hvernig væri nú að spyrja örfárra spurninga s.s.: 

1) Hverju skilaði síldveiðibannið sem skellt var á  snemma á árinu?

2) Breiðafjörðurinn er fullur af síld - hvaðan kom síldin ef að stór hluti af stofninum mældist dauðvona fyrir fyrir um ári síðan?

3)  Hvað missti þjóðarbúið af miklum verðmætum við að stöðva síldveiðarnar?

4) Hverju breytir það að veiða sýkta síld til bræðslu sem hvort eð er, er sögð dauðvona?

Útvegsbændur landsins eru eins og áður segir mjög hógværir og eru almennt á móti gagnrýnni hugsun og má vera að sú sé skýringin á því þegar þeir afþökkuðu návist Finnboga Vikars Guðmundssonar á LÍÚ þinginu.  Finnboga Vikari hafði nefnilega orðið á að skrifa skýrslu sem dró í efa að íslenska kvótaerfið væri alveg gallalaust og jú svo hafði honum ekki verið boðið á fundinn.


« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband