Leita í fréttum mbl.is

Almenningur grípur til varna fyrir íslenska hagsmuni þegar Jóhanna og Steingrímur bregðast

Það var aldeilis uppi á þeim typpið, samstarfsmönnunum, í kosningabaráttunni í vor en eftir að þau voru komin í stjórn féll þeim allur ketill í eld. Þau hafa lyppast niður og eru tilbúin að taka á sig allar þær skuldbindingar sem útlendingar krefjast af framtíð Íslands. Þá er gott að vita til þess að fólk á götunni grípur til varna og skrifar Alþjóðagjaldeyrissjóðnum bréf til að útskýra þrönga stöðu landsins.

Ég vek athygli lesenda á síðu Láru Hönnu sem birtir bréf frá almennum borgurum til framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ég vona að litlu þingmennirnir í Samfylkingu og Vinstri grænum fari nú betur yfir málið og spyrji sig þeirrar spurningar hvort leið þeirra Jóhönnu og Steingríms sé ekki algerlega ófær.

Það er ekki hægt að samþykkja Icesave-frumvarpið. Það er ekki flóknara en það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi far þau Jóga og Grímur betur yfir málið.

En þú gleymir karna málsins. Fyrri ríkistjórn skrifaði undir samnig. það er eingöngu verið að reyna að milda samning sem búið er að skrifa undir.

Undrandi (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 03:05

2 identicon

Já þau skrifuðu undir samning, en með fyrirvara um samþykki alþingis.

ÁH.

Ármann Hauksson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 13:48

3 identicon

Alveg rétt Ármann, Bill Clinton skrifaði t.d. undir Kyoto-bókunina á sínum tíma. Hefur enga þýðingu hvað Steingrímur eða Svavar Gestsson skrifa undir, þeir hafa ekki vald til þess.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Jonni

Ég hélt alltaf að tippi væri skrifað með einföldu.

Jonni, 30.11.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jonni. Þetta má rita á báða vegu ef ég man rétt. Og ekki ósennilegt að það val fari þá eftir stærðinni sem höfð er í huga. En þetta er orðið raunalegt á að hlýða þarna á Alþingi og bjartsýnin þverr með hverjum degi. Þau ráða ekki við þetta blessaðar manneskjunnar og að sama skapi eykst þeim ásmegin sem alla ábyrgðina báru á hruninu ásamt Samfylkingunni að ómældum hlut. Ég sakna Steingríms J, sem ég sá oft í ræðustóli Alþingis þar sem hann stóð og sallaði menn niður á báða báða bóga. Í staðinn er kominn Steingrímur heitinn frá Gunnarsstöðum og gerir það eitt sem Jóhanna sáluga segir honum.

Árni Gunnarsson, 30.11.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sjaldan hefur til dæmis, verið ærnara tilefni til að efla Sparisjóðina en nú, eða viljum við að allt fjármálakerfi Íslands verði í erlendri eigu ? Teljum við lánveitingavaldinu farnist betur í Frankfurt en á Íslandi ?

Það er verið að telfa stórhættulega leiki á skákborði Íslands... sjálfstæði og framtíð landsins er stærra fjöregg en svo að AGS sé treystandi fyrir því.

Haraldur Baldursson, 1.12.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband