Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn vill bæta fyrir gamalt slugs

Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis leggur ofuráherslu á að funda á kvöldin og um helgar til þess að koma  Icesave-málinu í gegnum þingið.  Sérstaklega þegar haft er í hugað að  ekki á að fara að greiða af okurláninu fyrr en eftir nokkur ár og að sjálf Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra hefur fullyrt að landsmönnum beri ekki lagalega að taka á sig byrðarnar.  Sömuleiðis hafa virtir fræðimenn greint frá því að nær útilokað sé að þjóðin standi undir því að greiða af skuldunum.

Ég hallast frekast að því að Ásta Ragnheiður sé að bæta upp fyrir gamalt slugs þegar hún gaf sér ekki nokkurn tíma til að pæla í skuldum heimilanna þar sem að hún var í góðu og skemmtilegu fríi. 

Það er í sjálfu sér gott að vilja bæta fyrir gamlan slóðaskap en það verður þó að vera með einhverri forsjá.

 


mbl.is Deildu um þingsköp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Af hverju mætir þetta lið ekki bara fyrr á morgnanna og heldur betur áfram við vinnu sína? Það myndi spara þessa kvöldfundi sem liðið er örugglega líka á yfirvinnukaupi við að sitja.

, 28.11.2009 kl. 23:49

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góður Sigurjón,

Ásta var ekki sátt við að þingmenn færu út á Austurvöll í dag, hún virðist ekki hafa miklar áhyggjur af skuldum svona almennt. Meirihlutinn ætti að minnast þess þegar þau kvörtuðu og vældu yfir yfirgangi meirihluta Alþingis. Það er greinilegt að Steingrímur ætlar að njóta þess að vera í meirihluta, loksins, meðan lýðveldið okkar tórir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.11.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

við fáum ALDREI borgaða yfirvinnu Dagný mín... við erum yfirleitt á nefndarfundum á morgnana...

skemmtilegur pistill hjá þér Sigurjón....

Birgitta Jónsdóttir, 29.11.2009 kl. 11:08

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Dagný, það sem hægt væri líklegast að spara er Samfylkingin en flokkurinn virðist vera orðinn viljalaust verkfæri Evrópusambandsins.

Það er gaman að vita til þess Gunnar Skúli og Birgitta að þið hafið gaman af en ég vil hvetja þig Birgitta til að standa þína vakt óhikað og pína fram nákvæma áætlun um hvernig í ósköpunum stjórnarmeirihlutinn ætlar að fara að því að greiða Icesave-¨samninginnn¨.  

Þegar maður heyrir í þingmönnum Samfylkingarinnar s.s. Magnúsi Orra, fullyrða að lykillinn að því að fá meiri lán og erlenda fjárfestingu inn í landið að það sé að skrifa upp á gjaldþrot þjóðarinnar, þá fær maður kjánahroll og fyllist hálfgerði örvæntingu um nánustu framtíð. 

Sigurjón Þórðarson, 29.11.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband