Leita í fréttum mbl.is

Jón sterki Bjarnason

Það er örugglega leitun í mannkynssögunni að stjórnmálaafli sem hefur étið jafn mikið ofan í sig og Vinstri grænir. Það er ekki eitt, heldur nánast allt, Icesave, Evrópusambandið og það að taka föstum tökum á spillingunni.

Ég heyrði í Jóni Bjarnasyni í morgun á Útvarpi Sögu. Hann talaði gleiður fyrir kosningar um gjörbreytta fiskveiðistjórn og frjálsar handfæraveiðar en núna þegar hann er kominn í stjórn er afraksturinn af stóru orðunum rýr í roðinu. Leyfðar hafa verið handfæraveiðar með miklum takmörkunum til eins árs, þær eru ekki frjálsari en svo að magnið verður brot af því sem veiddist á handfæri þegar raunverulegt frelsi ríkti.

Þegar sjávarútvegsráðherra er spurður út í hvort leyfa eigi auknar veiðar leitar hann í skjól fiskifræðinganna og þykist stikkfrír. Þegar hann er spurður út í hvað dvelji innköllun aflaheimilda leitar hann í skjól nefndar hagsmunaaðila sem vitað er að ekki vilja breytingar.

Sjávarútvegsráðherrann sem var svo ægilega sterkur fyrir kosningar virðist þrotinn að kröftum og þori þegar á hólminn kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist vera að það gangist ALLIR ráðherrarnir við nafninu "The transformers" og virðist þetta sérstaklega eiga við ráðherra VG.

Jóhann Elíasson, 25.6.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhann, já þetta eru ótrúlegir umskiptingar.

Sigurjón Þórðarson, 25.6.2009 kl. 17:19

3 identicon

Þetta er sorglegur brandari,þjóðarbúið er að hruni komið og verðmætin synda allt i kring um okkur...nánast ósnert,furðuleg þessi pólitík.

Björn.

Bon Scott (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já þetta er virkilega sorglegt að ekki megi ná í aukna fjármuni úr hafinu en ég tók eftir því að ríkisblaðamaðurinn Helgi Seljan spurði Jóhönnu ekkert út í þann möguleika sem ætti þó að vera nærtækastur fyrir fiskveiðiþjóðina að fara í.

Sigurjón Þórðarson, 25.6.2009 kl. 22:37

5 Smámynd: Sigmar Þormar

Það er gaman að blogga og blaðra Sigurjón. Vinstri grænir eru að taka við ótrúlega erfiðu búi; margra ára rugli athafnamann og spilltra stjórnmálamanna.

Allt í lagi að gefa okkur smá séns til að taka á þessum málum með okkar ágæta samstarfsflokki Samfylkingunni. Fólk má svosem segja hvað sem það vill. En þessi gagnrýni þín er bara ekki smekklega eða uppbyggileg við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu nú.

kveðja

Sigmar Þormar

Sigmar Þormar, 25.6.2009 kl. 22:46

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vg er einfaldlega í tómu rugli en flokkurinn var kosinn á allt öðrum forsendum s.s. að sprona við AGS, Evrópusambandinu, Icesave og taka á spillingunni en ekki að ráða spillingarkálfanna inn í ráðuneytin.

Ef við höldum okkur við sjávarútveginn og sanngjarnan séns sjávarútvegsráðherra þá er rétt að benda á það ráðherrann hefur valið að fylgja í einu og öllu ráðgjöf reiknisfiskifræðinganna sem hefur engu skilað síðan hún var tekin upp nema auknum niðurskurði og neitað að hlusta á önnur rökstudd sjónarmið.  Við fyrirhugaðar breytingar á kerfinu hefur hann valið fulltrúa sérhagsmunaaðila sem hafa rekið áróður hérlendis sem erlendis fyrir gjaldþrota kerfi.

Eitt er rétt að hafa í huga við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu að það er vitavonlaust að ætla að nota sömu kerfin, leikreglurnar og aðalleikara sem ollu hruninu, með nýju erlendu lánsfé.

Svona í lokin Sigmar þá vil ég þakka fyrir ábendingu um að vera ekki með eitthvert blaður en ég tel þó nærtækara að beina þessum orðum til formanns Vg sem hefur sýnt af sér að vera lítt mark takandi á.

Sigurjón Þórðarson, 25.6.2009 kl. 23:32

7 identicon

það mætti önuglega nota bjartsýniskálfa einsog þig á þing til að pempa upp liðið bara ef þú lofaðir að orða ekki fiskveiðar eða líffræði.Einn reiknisfiskifræðingurinn sagði her fyrir sex árum,við Íslendingar erum að veiða miklu meira af loðnu en þorski,það er fullkomlega eðlilegt því loðnan er einu fæðuþrepin neðar en þorskurinn og þá ætti alltaf að vera 5 - 10 sinnum meira af henni ern þorskinum. Við veiðum líka u.þ.b. eina milljón tonna af loðnu á ári á íslandsmiðum. Látum þorskinn njóta vafans. Íslendingar eru moldríkir, þó er við töpum einhverjum peningum vegna óveidds fisk (ef stofn er vanmetinn) þá er það smáræði miðað við það sem getur gerst ef við veiðum of mikið ef stofninn er ofmetinn.Ef ég væri Jón sterki stoppaði ég fiskveiðar meðan verð eru svona lág.Sigurjón hversvegna veiddum við ekki loðnu nú í fébrúar einsog tvö árin þar á undan?þú manst hún var veidd allt árið,einsog norðmen gætu gert nú en hafa hætt loðnuveiðum fyrir alllöngu og íslenski þorskstofninn snar að finna æti enda stuttur sundsprettur til norge þú sundkappinn yrðir á undan honum með froskfætur.

Lúðvík (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 01:25

8 identicon

Það er nú stórhættulegt að hætta sér út í umræðum um fiskveiðimál og fiskveiðistjórnun, en af því hér er minnst á loðnuveiðarnar, þá hefur mig lengi grunað að við höfum gengið fram með of mikilli græðgi hvað þær snertir. Mann grunar að þar hafi átt sér stað alltof umfangsmikið inngrip í fæðukeðju hafsins. Ég er ekki á móti loðnuveiðum út af fyrir sig, en held að við höfum veitt langt til of mikið, þ.e. skilið of lítið eftir handa þorskinum, sem étur loðnuna lifandi og ýsunni og öðrum kvikindum sem éta hana dauða. - Varðandi aukningu á fiskveiðum við landið, verðum við líka að vera svolítið raunsæir og haga okkur eftir verði á mörkuðum. Fiskseljendur viðurkenna það ekki nema í einkasamtölum að þegar Einar Kristinn jók 30.000 tonnum við þorskkvótann s.l. vetur, hafi verð á mörkuðum fyrir þorsk snarlækkað.

Trillukarl (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 07:57

9 identicon

Ég held reyndar að stærsta inngripið hafi verið að hætta veiðum á hvölum.  Aukningin á þeim er að skila sér í minni fæðu fyrir nytjafiskinn okkar.

Brynjar (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 09:18

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég sé það að það er nokkur skílningur á því að dýr sem eru í fæðuþrepi fyrir ofan og nærast á þorskinum s.s. hrefnan og fiskar sem eru í þrepi fyrir neðan hafi áhrif á þorskinn. 

Það er því rétt að huga að þeim fiskum sem eru á sömu hillu og þorskurinn og er að nærast á sömu fæðu.  Þorskurinn sjálfur er í innbyrðis samkeppni og étur þar að auki undan sér.  Það er ýmislegt sem bendir til þess að sú samkeppni sé mjög hörð þar á meðal segja mælingar að þorskurinn nú sé að meðaltali bæði léttari og styttri en áður.  Auðvelt er að reikna út hvað fækkar í þorskstofninum við það að hver þorskur étur einn minni þorsk á ár og svo mánuði. 

Ég tók hér saman einhvern tíman áhrif loðnuveiða:

Ef ákveðið er að sleppa því að veiða 500 þúsund tonnum af loðnu þá er vel í lagt að helmingurinn fari í þorskinn og það skulum við við gefa okkur í þessu dæmi en það eru þá 250 þúsund tonn. 

Þumalputtaregla í vistfræði segir að einungis 10% af því sem innbyrgt er nýtist til beins vaxtar þannig að áætla má að þorskstofninn vaxi um 25 þúsund tonn og samkvæmt veiðireglu Hafró þá er veitt um 20 % af stofni árlega sem gerir í þessu dæmi 5 þúsund tonn.

Ef að framangreindar forsendur eru réttar þá má ætla að valið standi á milli þess að veiða 5 þúsund tonn af þorski og 500 þúsund tonn af loðnu.

Það er ýmislegt sem bendir til þess að áhrifin séu í raun minni s.s. vegna þess að stofnstærð þorsks og náttúrulegur dauði sé vanáætlaður í því reiknilíkani sem notað hefur verið við uppbyggingu þorskstofnsins með engum árangri eða mínus árangri á umliðnum árum.

Sigurjón Þórðarson, 26.6.2009 kl. 09:35

11 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Það er örugglega mjög erfitt að geta sér til um hvað er rétt og hvað rangt í fisveiðistjórnuninni. Enda er líffræðin torræð gáta í þessu máli. En lausnin að drepa meira af hval, til þess að geta drepið meira af þorski, og þar með meira af loðnu, er ekki mjög sannfærandi. Það er nefnilega ekki bara þessar lífverur sem þurfa á hver annarri að halda til fæðuöflunar. Við vorum á góðri leið með að útrýma þessum tegundum ásamt síld, svartfugli, kríu og ásamt fleiri tegundum sem ég kann ekki að telja. Og ekki var það gert til þess að lifa af. Fyrst í stað jú, og þá voru engin problem. Svo þurfti að fara að eignast einbýlishús og jeppa, heimilstölvur og græjur. Ganga í móðins taui, og kaupa allskonar drasl, sem fór nánast beint á haugana. Þeir sem vinna í sorpu vita allt um þetta. Menn ættu kannski að fara að byrja á réttum enda til þess að leysa þessi mál. Hætta þessari sóun. Það mundi skila sér ótrúlega fljótt. Ef eitthvað bilar á heimilinu, farið með það í viðgerð. Skapar vinnu fyrir okkur. Ef þú hendir því á haugana og kaupir nýtt, þá er það vinna fyrir aðra en okkur. Og hana nú.

Guðjón Emil Arngrímsson, 26.6.2009 kl. 11:22

12 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Guðjón Emil, hvenær vorum við að útrýma síld, svartfugli, kríu og fleiru ég veit ekki betur en að fjöldi þessara dýra sé talinn í milljónum?

Sigurjón Þórðarson, 26.6.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband