Leita í fréttum mbl.is

Seiðið Gunnar Birgisson

Mér finnst umhugsunarvert hve mál Gunnars Birgissonar fá mikið vægi í umræðunni miðað við alvarlegri mál sem hafa sett þjóðfélagið nánast á hausinn. 

Ekki veit ég betur en að hundruðamilljóna kúlulánabankastjórar og kúlulánaráðherra gegni enn trúnaðarstörfum fyrir almenning.  Sama á við um ráðherrann sem bar pólitíska ábyrgð á Icesave- klúðrinu en hann er enn einn valdamesti landsins.  Tortólaglæpamenn ferðast enn á lúxusfarrými inn og út úr landinu á meðan allur almenningur sem er alvarlega særður eftir fjármálaglæpina, kemst hvorki lönd né strönd.

Mál Gunnars Birgissonar fá jafnvel meira vægi í umræðunni, en sú skelfilega staða sem uppi er á þjóðþinginu, að mögulega sé meirihluti fyrir samþykkt Icesave nauðasamningsins. 

Alltaf kemur betur og betur í ljós að Íslendingar geta ekki staðið við samninginn og að hann vegur að fullveldi þjóðarinnar.


mbl.is Samstarfið heldur í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sammála þér.  Gunnar er bara þessi venjulegi spillti og siðblindi sjálfstæðismaður og algjör óþarfi að leggja alla fréttatíma undir um enhver spillingarmál hjá Sjálftökuflokknum.  Þetta er daglegt brauð á þeim bæ. 

Nær væri, eins og þú bendir réttilega á, að fjalla um það sem meira máli skiptir. 

Guðmundur Pétursson, 23.6.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þörf ábending.

Helga Þórðardóttir, 23.6.2009 kl. 01:01

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón, ég hef nú ekki verið mjög trúaður á samsæriskenningar, en var viðstaddur mjög merkilegan fyrirlestur í dag. Þar var fjallað um eignartengsl fjölmiðla hér á landi og þá umfjöllun sem nú á sér stað. Þetta var mjög vel rökstutt hjá þessum krökkum, hvernig fréttum er raðað saman og tímasetningar. Fjölmiðlafrumvarpið sér maður í nýju ljósi í framhaldinu.

Svo kemur þú með þetta innlegg í dag. Er þetta umræðan í háskólasamfélaginu? Þarf þá ekki að opna umræðuna. Er lán Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs ef til vill stærsti glæpurinn sem framinn hefur verið í bankahruninu.?Glæpurinn þar sem erfitt verður að sjá hver hafi tapað.

Sigurður Þorsteinsson, 23.6.2009 kl. 01:10

4 identicon

 Já eða segðu allar fréttirnar af þessum löggubana sem átti eitthvað sökótt við allar hurðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíðinni, það verður eflaust áfram í fréttum út vikuna. Annars var ég að hlusta á góðan pistil endurtekinn áðan á Rás 2 með Sigrúni Davíðsdóttir um hvernig bæði bresk og hollensk yfirvöld segja núna að þau hefðu ekkert getað gert til að stöðva icesave áður en hrunið varð. Svo var góður þessi punktur hjá þér um daginn hvert þessir peningar hefðu farið sem að ísl bankarnir fengu lánaða, ef þeir væru hér væru allar götur marmaralagðar og ljósastaurarnir úr gulli, er ekki verið að tala um andvirði ca 10 Kárahnjúkavirkjana eða meira ?  15 þús milljarða?

eyjaskeggi (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 01:13

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Blessaður vertu þetta er bara týpiskt dæmi um umræðu sem kynt er undir á sama tíma og menn vilja drepa málum á dreif sem menn vilja ekki þurfa að svara fyrir í Samfylkingunni sem nú fer með forsvar í ríkísstjórn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.6.2009 kl. 02:00

6 identicon

Heill og sæll; Sigurjón - sem þið önnur; hér á síðu hans !

Þakka þér; stórskotahríð góða, sem oftar reyndar, ágæti Skagfirðingur.

Einnig; vil ég taka undir, með fólkinu hér að ofan, alfarið.

Með beztu kveðjum; sem oftar og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 02:18

7 Smámynd: B Ewing

Er það ekki bara þannig að Gunnar var stórtækur í spillingunni en er núna bara smápeð og má þá fá alla umfjöllunina í fréttatímunum svo að stóru málin í dag séu áfram falin.  Það er ekki eins og Gunnar hafi verið rétt að byrja í sjálftökunni.....

B Ewing, 23.6.2009 kl. 13:21

8 Smámynd: Björn Finnbogason

Þessi spilling fannst nefnilega -á Veðurstofunni held ég örugglega:-S

Það er bara verið að slá ryki í augu fólks.  Er ekki Gunnar búinn að vera þarna frá 1990? Með þetta stanslaust á bakinu!  Það er ekki eins og þetta sé eitthvað nýtt.

Guðrún hérna ofar segir þetta vel.

Björn Finnbogason, 23.6.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband