Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Reykás Steingrímsson

Ragnar Reykás, heimilisvinur þjóðarinnar, hefði ekki toppað þessa mótsagnasteypu hins nýkjörna þingmanns Framsóknarflokksins í umræðu um stjórn fiskveiða:

Ég er t.d. þeirrar skoðunar og þannig manneskja að mér finnst alveg þess virði að skoða hvort kerfi sem er þannig gert að þeir sem vilja ekki, geta ekki eða sjá sér einhverra hluta vegna ekki lengur fært að vera í greininni selji veiðiheimildir til þeirra sem vilja vera í greininni eða vilja fara inn í hana. Þetta er kallað markaðshagkerfi. Það er ekkert því til fyrirstöðu og ég tel raunar alveg skýrt að þjóðin eigi þessar veiðiheimildir þó að kerfið sé svona.

Annars er merkilegt hvað þingmenn eru uppteknir af kvótanum sem stjórntæki til að stýra fiskveiðum en vinir okkar, Færeyingar, gáufst fyrir löngu upp á kvótanum og stjórna með sóknarstýringu sem tryggir að allur aflinn komi á land.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála þér !

Ína (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Að henda vondu kvótakerfi og taka upp pólitískt kvótakerfi í staðinn, eru það góð skipti? Held að "færeyska fiskidagakerfið" sé vel þess virði að skoða það.

Haraldur Hansson, 28.5.2009 kl. 18:49

3 identicon

Guðmundur Reykás Steingrímson er enn ein lúser-leiguliði kvóta-greifanna. Tvær fullyrðingar geta ekki stangast meira á en í ræðunni hjá þessum auma þingmanni:

"þeir sem vilja ekki, geta ekki eða sjá sér einhverra hluta vegna ekki lengur fært að vera í greininni selji veiðiheimildir til"

svo kemur:

"ég tel raunar alveg skýrt að þjóðin eigi þessar veiðiheimildir"

Ég spyr: Hvernig geta kvótagreifar sem fengu aflaheimildirnar úthlutað á endurgjalds, selt aflaheimildir og fengið söluvirðið óskipt í eigin vasa, ef þjóðin á aflaheimildirnar?

Mögulegt er að þingmaðurinn sé svo heimskur að hann hafi láti plata sig til að fara með þennan teksta úr ræðustól á hinu háa Alþingi. Hinn möguleikinn er að þingmaðurinn trúi að landsmenn séu flestir nógu heimskir til að gleypa þessar rangfærslur.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband