Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. Sigfússon tvöfaldur

Frjálslyndi flokkurinn fagnar öllum breytingum á illræmdu kvótakerfi í frjálsræðisátt en það hlýtur að vekja upp spurningar hvers vegna Steingrímur J. boðar breytingu á kerfinu með því að segjasta ætla að leggja fram frumvarp þess efnis eftir kosningar.

Staðreyndin er sú getur hæglega opnað fyrir frjálsar handfæraveiðar með því einu að gefa út reglugerð.  Það er engin ástæða til þess að binda veiðarnar við ákveðið magn þar sem þær fóru sjaldnast yfir 20 þúsund tonn fyrir daga kerfisins þegar frelsi til veiða ríkti. 

Eftir hverju er verið að bíða?


mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég thakka thér fyrir thitt starf í thessu réttlaetismáli.  Ég vil thakka öllum sem starfa fyrir og stydja Frjálslyndaflokkinn thví sá flokkur vinnur ad hagsmunum allra íslendinga.

Ég vona ad hid illraemda kvótakerfi verdi uppraett eins fljótt og audid er.

Audlindir sjávar eru SAMEIGN ÍSLENDINGA.

Issi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Mofi

Það er það stutt til kosninga að ég skil að menn sjá sér ekki fært að gera þetta fyrir kosningar. Það hefði samt verið gaman að sjá þetta koma fyrr fram og þá komið til framkvæmda svo að þetta yrði að veruleika þetta sumarið. 

Ég efast um að Steingrímur er hérna að blekkja einhvern en það kemur allt í ljós eftir kosningar, ef hann verður þá ennþá í stjórn. 

Mofi, 16.4.2009 kl. 15:35

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mofi, Steingrímur er búinn að hafa nokkra mánuði og hefur þær heimildir í lögum sem hann þykist ætla að ná í gegn með frumvarpi eftir kosningar.

Sigurjón Þórðarson, 16.4.2009 kl. 15:40

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hvaða máli skiptir hvenær þetta er sett af stað f. eða e. kosningar...aðalatriðið að byrja og byrja strax... viðmiðið um að byggðakvótinn dekki þetta....er of lítið að mínu mati. Hví ekki tvöfalda þetta ?

Haraldur Baldursson, 16.4.2009 kl. 16:06

5 identicon

Af hverju fagna menn ekki framförum í stað þess að vera í kosningaleik ?

Getið þið séð fyrir ykkur að þetta yrði gert með Sjálfstæðisflokkinn við stjórn ?

Nei það yrði aldrei gert enda lítur sá flokkur á Sjávarútveginn sem eign sína.

Már (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:09

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sammála Haraldur en málið er að Steingrímur J. hefur allar heimildir og þarf enga lagasetningu eins og hann gefur í skyn!

Ég vil minna á að VG samdi greinargerð um állit mannréttindanefndar SÞ fyrir um ári síðan sem flokkurinn hefur ekkert gert með þegar hann komst til valda og hefur Steingrímur eytt öllu tali um að koma á móts við álitið m.a. á fundi á Akureyri fyrir skömmu.

Sigurjón Þórðarson, 16.4.2009 kl. 16:13

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hann hlýtur að þurfa lagaheimildir Sigurjón fyrst hann tekur byggðakvótann í þetta.

Haraldur Bjarnason, 16.4.2009 kl. 16:16

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Neib Haraldur einmitt ekki og Steingrímur getur þess vegna tekið fisktegundir út úr kvóta án þess að breyta lögum s.s. steinbít skötusel.

Það má þó þakka Frjálslynda flokknum fyrir að VG ætli eða stíga þetta hænuskref eftir kosningar en Frjálslyndi flokkurinn hefur flutt þingályktun þess efnis að hanfæraveiðar verði gerðar frjálsar um árabil.   

Sigurjón Þórðarson, 16.4.2009 kl. 16:25

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég tek undir það Sigurjón að þið eigið heiður skilinn fyrir staðfastann á setngin um að knýja fram breytingar á kvótanum...þetta er hænuskref...leiðin er löng, en með föstum ásetningi næst að snúa ofan af þessu....

Haraldur Baldursson, 16.4.2009 kl. 16:36

10 Smámynd: Hlédís

Tek undir orð Haraldar!

Hlédís, 16.4.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband