Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin er á móti togveiðum

Talsmaður Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, Þórður Már Jónsson, birti nýlega hreinskiptna grein undir fyrirsögninni Sóun á sameign þjóðarinnar en skrifin bera með sér að Samfylkingin sé í harðri andstöðu við togveiðar. Sagt er berum orðum að togveiðar séu þjóðhagslega óhagkvæmar, nýti fiskinn illa og valdi hrikalegum spjöllum á lífríki hafsins auk mikillar mengunar! Ekki er hægt að segja annað en að skrifin séu beinskeytt skilaboð til sjómanna um hvað verða vill ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn að afloknum kosningum.


Einn af hinum vondu fylgifiskum kvótakerfisins er að tefla mismunandi útgerðarflokkum hverjum gegn öðrum þar sem kerfið virkar á þann hátt að einn fiskur er frá öðrum tekinn. Þorskur sem veiddur er við Grímsey dregst frá því sem má veiða á Breiðafirði og við Vestmanneyjar. Hið sama á við um þorskana sem Kristján Andri dregur á Ísafirði og Ragnar Sighvatz í Skagafirði, þeir tittir dragast frá því sem togarar mega veiða á hefðbundnum togaramiðum tugi sjómílna frá landi. Þetta er líffræðileg víðáttudella en virkar ágælega í stílabókinni sem notuð er til að búa til regluverkið utan um núverandi kvótakerfi.


Það er greinilegt að kerfið hefur mengað hugsanagang vel meinandi fólks, s.s. téðs Þórðar Más Jónssonar sem telur í greininni að minnkaðar togveiðar valdi sjálfkrafa aukningu á handfæraveiðum.
Staðreyndirnar tala sínu máli í þessum efnum. Greinilega er um misskilning að ræða þar sem togveiðar á þorski hafa aldrei verið minni en nú. Tölur Hagstofunnar sýna að togveiðin árið 2007 er rúmlega helmingi minni en togveiðin var árið 1992. Eflaust gleðst margur samfylkingarmaðurinn yfir gríðarlegum samdrætti í hrikalegum togveiðum en þrátt fyrir þennan mikla samdrátt togveiða segja sömu heimildir að handfæraveiðar hafi minnkað enn meira og eru einungis fjórðungur af því sem þær voru fyrir einum og hálfum áratug!

Það er varla rétt að tala um sjávarauðlindina sem takmarkaða, heldur er um að ræða endurnýjanlega auðlind sem flest teikn eru á lofti um að sé vannýtt. Í fyrsta lagi segir áratugareynsla fyrir daga kvótakerfisins að hægt er að veiða að jafnaði margfalt meira en gert er nú og í öðru lagi gefa útreikningar til kynna að maðurinn tekur í raun til sín lítinn hluta af því sem fuglar himinsins og spendýr hafsins taka til sín af næringu úr hafinu. Í þriðja lagi sýnir góð reynsla Færeyinga af því að veiða tugi prósenta umfram það sem hefðbundnir reikningsfiskifræðingar leggja til að ekki sé einungis óhætt að veiða umfram ráðgjöf, heldur ábyrgðarlaust að gera það ekki eins og nú háttar til í efnahag þjóðarinnar.


Frjálslyndi flokkurinn vill stórauka veiðar en það yrði til mikilla hagsbóta fyrir sjómenn, sjávarbyggðirnar og þjóðarbúið ef meira frelsi yrði gefið til fiskveiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

stuttu máli sagt. að sjómenn við Breiðarfjörð verði verkefna lausir á haustinn og síðan allir aðrir á vorin?

segðu nú okkur Sigurjón, í tölum svart á hvítu, hvernig er aflinn á þorski í Færeyjum? hversu miklu munar oft á milli ára? þ.e.a.s. hversu stór eru hoppinn í afla? kannski úr 40.000 tonnum niður í 6.000 

já þér er ekki umhugað um viðurværi landverkafólks ef þú vilt sóknarmark. enda yrði þá vinna landverkafólks óstöðug og kjör þess rýr. 

Fannar frá Rifi, 31.3.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég á nokkuð góð gröf yfir botnfiskaflann þ.e. Ýsu þorsk ufsi og karfi er samtals í kringum 120 þúsund tonn en það er mjög stöðugur afli.

Það er samt sem áður mjög mismunandi hvað hver og ein tegund veiðist í miklu magni eins og þú bendir á.  Það að ætla að hafa alla stofna í toppi eins og stefna stjórnvalda hér er með sinni "uppbyggingu" meiri segja fiskistofna sem éta hverjir aðra og eru í beinni samkeppni, er náttúrulega víðáttu vitleysa.

Það er gaman af því að talan sem þú vitnar til 6.000 tonnin er ef mig brestur ekki minni einmitt árið sem þeir reyndu kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd en þá skröpuðu þeir botninn eins og við gerum núna.

Sigurjón Þórðarson, 31.3.2009 kl. 21:06

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Höfuðvöxtur minn leifir ekki annað , en að hafi trollin minnkað með árunum , þá rústi þau ekki lífinu á sjávarbotni þar sem þau eru dregin þ.e.a.s. sannleikur þessarra beggja fullyrðinga sé jafn "stór" .

Hörður B Hjartarson, 31.3.2009 kl. 21:09

4 identicon

Nokkrar spurningar til þín Sigurjón.

Veistu hvað botntroll er þungt. t.d. toghlerarnir?

Veitstu hvað olíueyðsla er á sólahring á veiðum hjá bottvörputogara?

Veistu að  yfir 1000 líffræðingar hafa skorað á SÞ. að banna togveiðar?

Svona gæti ég haldið áfram lengi en læt þetta duga.

Ég fékk byrta grein í mbl. undir heitinu Vistvænar veiðar. Ég skora á þig að lesa hana og hrekja þær fullyrðingar sem þar eru settar fram.

Örlítil kynning á sjálfum mér. Fæddur 1931 kláraði styrim.sk. 1951 og var á togurum og fleiri fiskiskiðum.

hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:17

5 Smámynd: Einar Ben

Sigurjón, Samfylkingin er ekki á móti togveiðum.

Það er ljóst að þú miskilur grein Þórðar Más allverulega, annaðhvort viljandi eða ekki, ég hallast nú að því fyrrnefnda þar sem það lítur út fyrir að þú sért að verða komin með bakið upp að vegg í skrifum þínum gegn Þórði, rakalaus eða það sem jafnvel er enn verra jafnvel sammála honum (og þá á sama tíma Samfylkingunni, eftir þínum skilningi) að miklu leyti.

Hvergi minnist Þórður á að hann sé á móti togveiðum né að það sé stefna Samfylkingarinnar að banna þær með öllu, hann er einungis að benda á muninn á handfæraveiðum og togveiðum, bæði frá umhverfis sjónarmiðum séð sem og hagkvæmnis sjónarmiðun.

Þórður Már er einungis að taka sem dæmi hver munurinn er ef allur afli er veiddur á handfæri eða í troll, hann nefnir hvergi að minnkandi togveiði afli þýði aukinn handfæra afli.

Ég á bágt með að trúa því Sigurjón, að þú teljir togveiðar vistvænni en handfæraveiðar.....

Sigurjón ég vil benda þér á að lesa aftur yfir grein Þórðar, en hana má finna hér

kv.

Einar Ben, 31.3.2009 kl. 23:26

6 identicon

Alveg magnað að einhver afdankaður pólitíkus á Íslandi viti betur en allir vísindamenn heims sem hafa veitt málinu athygli. Fiskur er ekki ótæmandi auðlind. Ofveiði er á flestum stofnum og nú er talið að um 90% af þeim fiski sem var til í kringum 1950 sé horfinn. Þetta þýðir að við erum að göslast í um 10% af því magni sem var til hér áður fyrr.

Leyf mér að spyrja þig að þessu: Hver var kvótinn árið 1984 af þorski hér í íslenskri landhelgi? Var það ekki um 380.000 tonn? Hver var hann árið 2008? Ekki eitthvað í kringum 130.000 tonn? Hvað gerðist í millitíðinni? Vanveiði?

Ægir

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:32

7 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Má þá ekki segja að FF sé á móti innflytjendum af því að Magnus Þór er það. Værir þú á móti því Sigurjón ef ná mætti sama afla með vistvænum veiðum að leggja af togveiðar.

Þorvaldur Guðmundsson, 31.3.2009 kl. 23:35

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er spurður um hversu þungt veiðarfæri botnvarpa sé?

Ætli það sé ekki nokkuð misjafnt hversu þungt veiðarfærið er og sömuleiðis hver olíunotkun togara sé.  Það er orðið nokkuð langt um liðið síðan ég lærði margt gagnlegt um notkun veiðarfæra hjá mjög góðum kennara Guðna Þorsteinssyni svo að ég get hér og nú sagt lítið um þyngd veiðarfæra og olíunotkunina. Ég get þó fullyrt að botnvörpuveiðar ganga alls ekki út á það að merja botninn eins og talsmaður Samfylkingar í sjávarútvegsmálum virðist telja.  Hlerarnir gegna því hlutverki að halda vörpunni opinni en ekki að plægja botninn eins og haldið er oft á tíðum fram og síðan eru flotkúlur sem lyfta vörpunni upp og síðan þyngri gúmmíbobbingar sem halda vörpunni við botninn.

Það gefur auga leið að veiðar ganga betur eftir því sem veiðarfærið svífur betur yfir botninum og afl skipsins nýtist til þess að draga veiðarfærið og orkan fer einfaldlega til spillis ef hún fer í að merja og plægja botninn.

Varðandi það að einhver fjöldi segi þetta eða hitt og skori á SÞ segir nú ekki mikið.  Það ættum við Íslendingar að vita manna best að hrefnan sem að Samfylkingin vill vernda fækkar ekkert við það þó svo að þúsundir fræðimanna fullyrði að hvalir séu útrýmingarhættu.  Við sáum anga af þessari umræðu í sænska áróðursþættinum á móti fiskeldi í kvöld.

Sigurjón Þórðarson, 1.4.2009 kl. 00:31

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Einar mér finnst ákaflega gott til þess að það séu ekki allir í Samfylkingunni sem séu andsnúnir togveiðum, þó svo að andinn í nokkrum athugasemdum hér á síðunni gefi til kynna að andstaðan sé nokkuð almenn.

Ég tel að ég hafi alls ekki misskilið þann rauða þráð í grein Þórðar Más sem gengur út á að togveiðar séu þjóðhagslega óhagkvæmar enda er það margtekið fram í greininni sem ber fyrirsögnina "Sóun  á sameign þjóðarinnar"

Mér finnst þessi tilvitnun í grein Þórðar lýsa mjög neikvæðum vihorfum og andstöðu við togveiðum:

Nýtingin á þorskinum er innan við helmingur af heildarþyngd á frystitogurum en hinu er hent í sjóinn þannig að einungis það verðmætasta er nýtt, hrikaleg spjöll á lífríki hafsins sem risavaxin trollin valda þegar þau eru dregin með gríðarþungum lengjum og hlerum á fullri ferð eftir hafsbotninum, auk mengunarinnar sem af þessu hlýst.

Sigurjón Þórðarson, 1.4.2009 kl. 00:50

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hr. Ægir Sævarsson, ekki taka of mikið mark á sænska þættinum sem sýndur var í kvöld í rúv en vísindamaðurinn Daniel Pauly sem vitnað var hvað mest í er á mála hjá græningjum.  Auðvitað er fiskurinn endurnýjanleg auðlind en orkuuppsprettan er ekki hjá litlu fiskunum sem vondu Íslendingarnir veiddu heldur sólinni sem kveikir líf í gróðri hafsins sem krabbadýr éta sem verða síðan bráð seiða og minni fiskar.  Reyndar fannst mér merkilegt hvað græningjarnir gerðu mikið úr því að það fengist ekki einungis 1 kg. af laxi úr 2.5 kg af loðnu.  Það er gríðarlega góð nýting en ætli það þurfi ekki að jafnaði 10 kg af loðnu í náttúrunni til þess að fá 1 kg. vöxt.

Varðandi spurningu þína um þróun fiskveiðiheimilda þá er mjög deilt um hvort að mælingar á fiskistofnum gefi raunsanna mynd og þá þarf ekki einungis afdankaðan stjórnmálamann til heldur fjölmarga líffræðinga og sjómenn sem efast stórlega um áreiðanleika þeirra útreikninga.  Mér sýndist í þeirri mynd sem sýnd var í sjónvarpinu í kvöld að sem að graf sem sýnt var um ráðlagða veiði og síðan umframveiðina á kolmunanum, að rálögð veiði fiskifræðinga yxi á tímabili þrátt fyrir stórfellda umfram veiði! Þetta er alls ekki einsdæmi heldur eru fjölmörg dæmi um það m.a. í Færeyjum sérstaklega hvað varðar ufsann að ráðgjöf reiknisfiskifræðinga elti gríðarlega umframveiði.

Annars tel ég þessi kafli úr grein sem ég skrifaði í fyrra svara þessari athugasemd  Ægis:

Sagan skoðuð

Frá árslokum 1976 hafa Íslendingar haft stjórn á veiðunum og voru menn nokkuð bjartsýnir á að með betri stjórn, einkum minni smáfiskaveiði, næðist fljótlega fram jafnstöðuafli, 400-500.000 tonn eins og áður segir.

Í lok 8. og byrjun 9. áratugar voru jafnan veiddir tugir þúsunda tonna ár hvert umfram ráðgjöf Hafró á Íslandsmiðum og dæmi voru um að veiðarnar færu vel á annað hundrað þúsund tonn umfram ráðgjöfina. Veiðarnar gengu sinn vanagang þrátt fyrir svartar skýrslur og það sem meira var, ráðgjöfin elti veiðina ef hún reyndist meiri, t.d. voru árið 1980 veidd 135.000 tonn umfram ráðgjöf Hafró og ráðlagði Hafró árið eftir 100.000 tonna aflaaukningu.
Fiskistofnar sveiflast eðlilega ekki einungis upp á við heldur einnig niður á við en annars væri eflaust hægt að ganga þurrum fótum á milli heimsálfa. Í niðursveiflum fá svartar skýrslur Hafró aukið vægi og í kjölfar „aflabrests“ 1982 var kvótakerfinu komið á með auknum takmörkunum. Það er rétt að geta þess að á aflabrestsárinu 1982 var þorskaflinn þrefalt meiri en þorskkvóti næsta árs hljóðar upp á.

Þrátt fyrir að kvótakerfinu væri komið á var aflinn að jafnaði tugi þúsunda umfram ráðgjöf og fiskveiðarnar og aflinn að jafnaði um 300.000 tonn.

Árið 1991 verða þáttaskil þegar nýr sjávarútvegsráðherra Þorsteinn Pálsson ákveður að fara nánast í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró til þess að veiða meira seinna. Þetta seinna lét bíða eftir sér, ráðgjöfin var komin niður í 130.000 tonn og Þorsteinn gerði nánast alltaf eins og Hafró lagði til - rétt eins og núverandi ráðherra gerir.

Undur og stórmerki urðu árið 1996 þegar Hafró lagði til aukningu á þorskafla. Varði það til ársins 2000. Á þessum árum voru þeir sem fylgdu „uppbyggingarstefnunni“ sigurreifir og fullyrtu að stefnan hefði sannað ágæti sitt.

Á árinu 2000 lagði Hafró til mikinn niðurskurð sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ástæðan var að stofnunin hefði reiknað vitlaust árin á undan og hefði stofninn verið minni en fyrri útreikningar gáfu til kynna. Ekki voru fréttir þó eingöngu neikvæðar heldur var reiknað út að ef farið yrði að tillögunum myndi stofninn stækka strax á næsta ári og enn meira árið þar á eftir.

Boðuð stækkun hefur látið bíða eftir sér. Frá árinu 2000 hefur eingöngu verið boðaður aukinn niðurskurður á afla - með einni undantekningu, Davíð Oddsson lagði til á fundi í Sjallanum að þorskkvótinn yrði aukinn um 30.000 tonn kosningaárið 2003. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró staðfesti síðan fljótlega að í góðu lagi væri að veiða þann fisk sem Davíð fann í Sjallanum.

Nú á árinu 2008 er enn og aftur boðað að veiða 130.000 tonn af þorski sem er liðlega þrefalt minna magn en áður en uppbyggingarstarfið hófst þrátt fyrir að búið sé að fara nánast í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró í 15 ár.

Hvernig getur það verið rétt ákvörðun að fara eftir ráðgjöf sem hefur sýnt sig að vera röng í vel á annan áratug? Það er löngu tímabært að stjórnvöld fari nú á síðustu og verstu tímum yfir rök þeirra sem hafa haldið uppi fræðilegri gagnrýni á ráðgjöf Hafró.

---------------

Þorvaldur, Magnús þór hefur ekkert á móti útlendingum. Ég hef ekkert á móti því að veitt sé með svokölluðum vistvænum veiðum en ég veit að ekki er hægt að ná mörgum sporðum af karfa svo dæmi sé tekin ef einungis er veitt með kyrrstæðum veiðarfærum og ekki er heldur hægt að tryggja að hráefni berist á land í risjóttu tíðarfæri og hvað þá að nýta öll fiskimið á landgrunninu.

Sigurjón Þórðarson, 1.4.2009 kl. 01:31

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ægir: Hver stundaði rányrkju á Íslandi á áttunda tug átjándu aldar?

Sumarið 1774 veiddust 193 þorskar fyrir öllu Norðurlandi á stærsta skipi Íslendinga, 70 tonna skútu sem gerð var út á handfæri.

Við lestur annála og árbóka má sjá að rétt eins og nú skiptust á góð aflaár og fiskileysisár. Stundum komu löng tímabil og sundum skemmri. Og þetta var löngu áður en líffræðingar fóru að mæla "nýliðun" í fiskistofnum.

Árni Gunnarsson, 1.4.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband