Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin játar á sig mannréttindabrot

Það er rétt að hrósa mótframbjóðanda mínum Þórði Má Jónssyni í Norðvesturkjördæminu fyrir hreinskiptna grein um sjávarútvegsmál í Skessuhorni í gær en í henni gengst þessi frambjóðandi Samfylkingarinnar við skýlausri ábyrgð Samfylkingarinnar á mannréttindabrotum á íslenskum sjómönnum. 

 

Í fimlegri vörn fyrir níðingsverkum Samfylkingarinnar þar sem mannréttindi eru fótumtroðin og ekkert gert með álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er reynt að skella allri þeirri skuld á samstarfsflokkinn, þ.e. fyrst Sjálfstæðisflokkinn og síðan væntanlega VG, að ekkert skuli þokast í átt til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þetta er auðvitað mjög billegur málflutningur þar sem ríkisstjórnin ber sameiginlega ábyrgð á stjórnarathöfnum ráðherra. Málflutninginn hefur Samfylkingin stundað í tíma og ótíma, ekki aðeins varðandi mannréttindabrotin, heldur sömuleiðis varðandi afstöðu flokksins til hrefnuveiða.

Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti fyrir fólk sem telur sig vilja tilheyra stjórnmálaafli sem beitir sér fyrir jöfnuði og mannréttindum að hafa ekki einu sinni fyrir því að setja sig í samband við þá sem brotið hefur verið á og hafa leitað út fyrir landsteinana eftir réttlæti og halda því á sama tíma fram að eitthvað sé verið að gera, þessi mál séu á hreyfingu með því að setja eitthvert merkingarlaust gúmmíákvæði inn í stjórnarskrána.

Það væri eftir Samfylkingunni að gera með því lítið úr stjórnarskránni og blása merkingarlausar sápukúlur sem hefðu nákvæmlega enga þýðingu fyrir atvinnuréttindi fólksins sem hyggst sækja í sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Það er rétt að taka það fram að þingmenn Samfylkingarinnar eiga gríðarmikla sök á því hvernig kerfið hefur þróast. Í því samhengi má nefna að heilög Jóhanna var meðal þeirra þingmanna sem samþykktu það óhæfuverk að heimila framsal veiðiheimilda og gera atvinnuréttindi landsmanna vítt og breitt að söluvöru og verðfella með því eignir og fyrirtæki fólksins í sjávarbyggðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Samfylkingin hefur engin mannréttindabrot framið og er þessi ásökun verulega ósmekkleg.

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 00:00

2 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Ég held að þú Sigurjón, verður að breyta um takt í þínum skrifum . Í aðdraganda þingkosninga 25 apríl , ef að þú ætlar að lyfta fylgi Frjálslyndra upp fyrir fimm prósent . Fólk er ekki að taka mikið mark á þessari tuggu úr þér . Gagn vart mannréttindabrotaum á sjómenn . Ég á tvo kvótalausa báta . Skrifaðu frekar um hvernig þú ætlar að koma níliðum inn í þessa grein .Og opna þetta kerfi .

Vigfús Davíðsson, 26.3.2009 kl. 09:11

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég veit að sumir Samfylkingarmenn vilja að ég skrif um eitthvað annað en mannréttindabrot flokksins þar sem um er að ræða hræðileg verk sem flokkurinn hefur unnið gegn þjóðinni.

Vel að merkja Vigfús verkin snúast ekki einungis um að hafa hunsað þá tvo sjómenn sem hafa sótt rétt sinn út fyrir landsteinana og alls ekki heldur brot gagnvart sjómönnum eingöngu heldur komandi kynslóðum þorra Íslendinga.

Með því að hunsa álitið er Samfylkingin og VG að taka þann rétt frá Íslendingum að geta skotið málum til Mannréttindanefndar Sameinuð þjóðanna þar sem enginn mun verja fjármunum og fyrirhöfn til að fá álit sem íslensk stjórnvöld hafa sett fordæmi um að vanvirða.

Sigurjón Þórðarson, 26.3.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vigfús mér finnst stórmerkilegt að þú sjáir ekki samhengið á milli þess að koma á nýliðun og jafnræði í sjávarútvegi.

Sigurjón Þórðarson, 26.3.2009 kl. 09:33

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vigfús hér eru játningar helsta talsmanns Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum Þórðar Más en virðist ekki hafa hugmynd um að hvorki ráðherrar Samfylkingar né VG hafi haft fyrir því að hafa samband við reyna ná sáttum við þá sem brotin voru á mannréttindi að mati Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.:

Sigurjón heldur því fram að Samfylkingin hafi ákveðið að hafa að engu álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Staðreyndin er sú að Samfylkingin fékk litlu ráðið í þessum málaflokki í ríkisstjórnarsamstarfi sínu með Sjálfstæðisflokknum. Það náðist því miður ekki annað en að samþykkja sérstaka athugun á reynslunni á fiskveiðistjórnunarkerfinu og síðar var ákveðið að skipuð yrði nefnd til þess að gera tillögur til að bregðast með fullnægjandi hætti við áliti mannréttindanefndar SÞ um fiskveiðistjórnunarkerfið. Það var hægagangur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Einars K. Guðfinnssonar, sem og bankahrunið sem varð til þess að ekki reyndist unnt að ljúka þessari vinnu.

Sigurjón Þórðarson, 26.3.2009 kl. 09:51

6 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Rétt er það Sigurjón hjá þér , og ég er þér sammála um að þetta er brot á mannréttindum . En það sem ég er að fiska eftir hjá þér . Hvernig þú ætlar að opna þetta rangláta kerfi fyrir nýliðun . Þú ert að bjóða þig fram til þings . Ekki ég . Ég er flokksbundin í Samfylkingunni , en ég get alveg skipt um flokk . ( Eins og alþingismenn ) . Ég sé ekki þetta kvótakerfi afnumið  á næstunni . Þess vegna verða frambjóðendur að koma með lausnir .

Vigfús Davíðsson, 26.3.2009 kl. 10:57

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Frjálslyndi flokkurinn vill opna strax fyrir frjálsar handfæraveiðar og auka fiskveiðheimildir um 100 þúsund tonn deila þeim út með jafnræði að leiðarljósi og þannig að ríkið hafi tekjur af. 

Sigurjón Þórðarson, 26.3.2009 kl. 11:28

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þessi síðasta athugasemd er laukrétt. Við verðum að horfa á þessar fiskveiðar eins og nágrannar okkar í Færeyjum gera. þeir fengu nýja sýn á möguleikana eftir að hafa þegið ráðgjöf af Jóni Kristjánssyni.

Árni Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband