Leita í fréttum mbl.is

Er ekki rétt að fara yfir lausnirnar Egill?

Ég horfði á áhugaverðan þátt Egils Helgasonar en þar bar margt á góma sem að Frjálslyndi flokkurinn hefur sett á oddinn s.s. einkavinavæðinguna, afnám verðtryggingar og hrikalegt kvótakerfi í sjávarútvegi.

Það sem skorti á var að fjallað væri um eru þær lausnir sem boðaðar hafa verið til að skrúfa ofan af mestu vitleysuna í sjávarútvegi.  Frjálslyndi flokkurinn hefur um árabil flutt þingmál um aðskilnað veiða og vinnslu. Ef að málið hefði fengið brautargengi þá hefði greinin ekki lent í skuldafeninu og sömuleiðis tryggir þessi leið meira jafnræði og kemur til með að koma sjávarútveginum út úr mestu ógöngunum.

Frjálslyndi flokkurinn hefur sömuleiðis boðað að auka strax frelsi minni báta til sjósóknar og koma flotanum í sóknarstýringu og losna þar með við brottkast.

Mér finnst vera orðið löngu tímabært að farið verði rækilega yfir tillögurnar en þjóðin hefur ekki efni á viðvarandi sóun og óréttlæti sem viðgengst í sjávarútvegi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ég ekki bara að bjóða þér í þáttinn Sigurjón, þess vegna um næstu helgi. mbk Egill

Egill Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 14:48

2 identicon

Það er auðvitað mjög gott að FF hafi reynt að sporna við kvótakerfinu. En hingað til hafa allir komið að læstum dyrum. Þöggun höfnun. Hlutunum sópað undir teppið af stjórnvöldum. Margir hafa gefist upp á að gagnrýna þetta kerfi vegna þess að það virðist ekki hafa borið árangur.

Mannréttindadómstóllin dæmdi á móti kerfinu eins og allir vita sem vilja vita eitthvað. En stjórnvöld skella skollaeyrum við því eins og svo mörgu öðru. Nú er tækifæri til að taka þetta kvótamál til endurskoðunnar ásamt öllum hinum málunum sem þarf að grafa í.

Bryndís (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er sammála Agli Helgasyni í því efni að þeir sem hæst hafa talað fyrir hönd mótmælenda eiga eftir að benda á lausnir. Ef við sleppum öllu trúboðinu fyrir umsókn í EB.

Reyndar hafa talsmenn Framtíðarlandsins lengi boðað "eitthvað annað." Það er að minni hyggju afar athygliverð tillaga að leyfa fólkinu í þessu landi að takast á við verkefni samtíðarinnar án forræðishyggju stjórnvalda. Þegar pólitíkusar taka ákvörðun um stórframkvæmdir til að glæða atvinnuástand er ævinlega fyrsta hugsunin sú hverjir eigi að græða á verkinu.

Mér finnst einsýnt að þú þiggir boð Egils Sigurjón minn. 

Árni Gunnarsson, 30.11.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Egill, ég þakka gott boð og þigg það með þökkum.

Sigurjón Þórðarson, 30.11.2008 kl. 15:50

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Menn tengja umræðuna um ESB yfirleitt fyrst af öllu við fiskveiðistjórn. Í stjórnmálayfirlýsingu FF er talað um mikilvægi EES samningsins. Hafa atburðir síðustu átta vikna haft áhrif á stöðu FF í málum varðandi ESB? Framsókn gæti breytt áherslum og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að "taka málið á dagskrá", en hvað vill FF?

Punkturinn um þjóðaratkvæði á fullan rétt á sér en undirskriftir frá 10% kjósenda er kannski of hár þröskuldur. 

Haraldur Hansson, 30.11.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Starbuck

Vantar lausnir?  Eru ekki flokkarnir sem eru í stjórnarandstöðu, allavega VG og FF með margar fínar lausnir.  Það er áberandi þema í mótmælunum að fólk vill kosningar og margir vilja þær vegna þess að þeir hafa meiri trú á lausnum þessara flokka en þær sem ríkisstjórnarflokkarnir bjóða upp á.  Einnig er krafist meiri og betri upplýsinga um ástandið frá stjórnvöldum en til þess að geta fundið raunhæfar leiðir út úr kreppunni verða menn að hafa sem mestar upplýsingar um eðli vandans. 

Starbuck, 30.11.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Líst vel á að fá þig í Silfrið næstu helgi, og sannarlega mikið rétt að það vantar að fá fram lausnir sem Frjálslyndi flokkurinn hefur fram að færa um umbreytingar á fiskveiðistjórninni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.12.2008 kl. 00:10

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Talar Jón Magnússon þingflokksformaður Frjálslyndra fyrir flokkinn þegar hann lýsir yfir stuðningi við þá afstöðu að hefja beri aðildarviðræður að ESB? Er endurmat í gangi? 

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.12.2008 kl. 00:57

9 identicon

Sæll Sigurjón

Skv skoðannakönnunum eruð þig ekki að ganga í takt við þjóðina einungis 4% fylgi, getur verið að forusta ykkar þe þingmenn séu það daprir að það nenni enginn að hlusta á þá. Enginn af þeim nema Guðjón Arnar hefur þokka til að bera og mér sýnist hann vera sá eini sem þjóðinn hlustar á

 Eigi máefni ykkar að komast á legg, verðið þið að skipta út og menn með hryfningu og þokka koma í staðinn

Hlýri

Hlýri (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband