Leita í fréttum mbl.is

Erfið fæðing

Almenningur hlýtur að velta því fyrir sér hvers vegna það hafi tekið þennan óratíma fyrir ríkissstjórnina að samþykkja að flutt yrði frumvarp að skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka aðdragandann að hruni bankanna. Nefndin á að skila svörum eftir ár.

Almenningur hlýtur sömuleiðis að vera furðu lostinn yfir því hvers vegna engin lögreglurannsókn hafi farið fram þó svo að staðfest hafi verið að stofnuð hafi verið félög sem fengju tug milljarða lán og leppuðu kaup á hlutabréfum sem voru í eigu eigenda bankanna.

Eina fólkið sem hefur verið hótað málsókn eru blaðamennirnir G. Pétur Matthíasson og Agnes Bragadóttir fyrir það fægja ekki glansmynd Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Auðmennirnir halda áfram að storka almenningi með nýjum kauptilboðum í banka og tryggingafélög á sama tíma og það berst út fyrir þagnarmúra skilanefndanna að sömu aðilar hafi misfarið með peningamarkaðsbréf og afskrifað skuldir sínar skömmu fyrir hrunið.

 


mbl.is Rannsóknarfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta hefði átt að gerast strax eftir hrun.........þessi töf gerir allt og alla tortryggilega

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er mjög seint fram komið og ég undrast líka að þriggja manna nefnd eigi að eyða tíma í að gera úttekt á lagarammanum íslenska og bera hann að auki saman við það sem tíðkast í öðrum löndum. Hefði haldið að beinar rannsóknir væru meira en nóg verkefni fyrir þessa nefnd.

Haraldur Hansson, 26.11.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Einmitt, ég var að grínast með það að nú gerðist allt á ógnarhraða eftir Háskólabíósfundinn. Þó ber að halda því til haga að það er að komast skriður á málið. Lögreglurannsókn væri sjálfsagt komin í gang ef það væri öruggt að enginn "þóknanlegur" tengdist hneykslinu. Staðreyndin er nefnilega sú að það tengjast margir fjölskylduböndum þarna þvers og kruss og á meðan ráðamenn sjá ekki að sér og lýsa sig vanhæfa í þannig aðstæðum geta þeir tafið málin.

Það er ljótt að segja svona en sannleikurinn er oft ljótur!

Kannski fæ ég á mig hótun um málsókn vegna þessarar athugasemdar?

Vilborg Traustadóttir, 26.11.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hafþór, athugun á Ríkisendurskoðunar á einkavæðingu bankanna og sömuleiðis Íslenskum aðalverktökum var ekki merkileg en stofnunin gaf sölunum heilbrigðisvottorð.  Athyglisvert er að það féll dómur um söluna á ÍAV í Hæstarétti á þá leið að embættisfærslur Geirs Haarde  voru dæmdar ólöglegar.  Þegar dómur Hæstaréttar féll þá var forsætisráðherra spurður út í málið og hann svaraði á þá leið að hann væri mjög hissa og undrandi á dómi Hæstaréttar. Málið var nefnilega að menn voru staðnir að því að selja sjálfum sér eigur ríkisins.

Hólmdís, málið er vægast sagt tortryggilegt hvernig staðið hefur verið að málum og sérstaklega að það eru alltaf sömu nöfnin í umræðunni hringinn í kring.  Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri sem forðaði milljónunum mörgu hefur verið um árabil í einkavæðingarnefndinni alræmdu sem hlotið hefur dóm eins og áður segir og sömuleiðis Glitnis- og þingmaðurinn Illugi Gunnarsson.  Auðvitað vilja þessir menn enga rannsókn.

Haraldur í sjálfu sér sýnist mér sem þessi nefnd geti unnið ágætt starf en það sem vantar er auðvitað alvöru lögreglurannsókn strax og sem ætti að taka til ráðuneytisstjórans og milljarðafærslna skömmu fyrir hrunið.  Ef allt væri með felldu þá ættu menn á borð við ráðuneytisstjórann og Birnu í Glitni að láta hæst í sér heyra og heimta rannsókn.

Vilborg ég tek undir með þér þetta er ljótt en það verður erfitt fyrir Samfylkinguna að taka áfram þátt í þessum yfirhylmingum mikið lengur þar sem margir þeir sem greiddu flokknum atkvæði sitt töldu sig vera að greiða breytingum atkvæði sitt en ekki spillingu.

Sigurjón Þórðarson, 27.11.2008 kl. 00:07

5 identicon

Svo situr sama liðið í bönkunum og er á fullu í pappírstætaranum að fela slóðina eftir sjálfa sig og vini.

Mbk Siggi 

sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:17

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Þetta er mesta rán Íslandssögunar það er ekki nokkur spurning. Svik komast alltaf upp um síðir Sigurjón.  Það þarf að fá aðra en Agnesi gjammara til að fletta ofan af auðmönnunum. Við þurfum að fá erlenda aðila til að rannsaka allt frá upphafi til enda, þó það tæki mörg ár. Annars er spaugstofan sennilega best þegar upp er staðið. Við getum alla vega skellihlegið felst okkar hið minnsta.. ekki alveg allir. Er það ekki gott rannsóknar efni. ( borsleysi gæti komið upp um einstaklinga græðginnar ) Ljós og vinátta til þín yfir heiðina, og smá dansspor

Sigríður B Svavarsdóttir, 27.11.2008 kl. 11:29

7 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

ÆÆ... þetta átti að vera bros.. ekki bors. Hvað er það á milli vina.

Sigríður B Svavarsdóttir, 27.11.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband