Leita í fréttum mbl.is

Söknuður að Bjarna

Eitt er víst, margir gamlir, góðir og gegnir framsóknarmenn munu sakna Bjarna Harðarsonar því að þeir sáu í honum von til þess að bjarga gömlu góðu Framsókn frá spillingaröflunum sem kennd hafa verið við fyrrum formann flokksins.

Nú er hætt við að armur Björns Inga og Valgerðar sem ber ábyrgð á ráðstöfun bankanna, „markaðsvæðingu raforkukerfisins“ og almennri óráðsíu nái undirtökunum. Ég tek undir með formanni Frjálslyndra á Austurlandi sem skrifaði í athugasemd hjá mér við síðustu færslu að nú sé tími til kominn að fara að skoða efni bréfsins sem Bjarni sendi til fjölmiðlanna í gær.

Hver er ábyrgð fyrrum bankamálaráðherra á stöðu bankanna og öðru?

Ef Framsóknarflokkurinn á eitthvert framhaldslíf sprettur Bjarni væntanlega aftur fram á sjónarsviðið.

 


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hann mætti gera það, þ.e.a.s. lognast út af

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér finnst það frekar ömurlegt að hann sé að axla ábyrgð og segja af sér fyrir gjörðir Valgerðar, það er ekki eins og þetta hafi verið leynilegt plagg.

Sævar Einarsson, 11.11.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband