Leita í fréttum mbl.is

Hvað var Konráð Alfreðsson að meina þá?

Í gær birtist Konráð Alfreðsson í fjölmiðlum landsmannaþar sem að hann fullyrti að Seðlabankinn væri vísvitandi að koma af stað fjöldagjaldþrotum í sjávarútvegi meðal sterkustu fyrirtækja í greininni.

Margur taldi fyrir víst að Konráð ætti við Samherja sem hefur löngum talist til sterkari fyrirtækja í sjávarútvegi.  Í ársreikningum Samherja fyrir árið 2006 sem eru þeir síðustu sem fyrirtækið hefur birt kemur fram að skuldir félagsins séu um 32 milljarðar á meðan tekjur af veiðum og vinnslu voru um 17 milljarðar. Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið gefið laxeldið upp á bátinn og sömuleiðis herma fréttir að ekki hafi allar fjárfestingar í Færeyjum gengið upp.

Það er þó ekki allt svart sem betur fer þar sem bleikjueldið gengur ágætlega. Eitt er víst að mun aldrei geta náð sér út úr skuldafeninu með núverandi fiskveiðistjórn þar sem leyfður þorskafli er einungis þriðjungur af því sem hann var áður en svokallað uppbyggingarstarf hófst. 


mbl.is Segja stöðu Samherja sterka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband