Leita í fréttum mbl.is

Setur Samfylkingin bráðabirgðalög á ísbjörninn?

Samfylkingin er vön að bregðast skjótt við málum sem henni finnast brýn, s.s. þegar bráðabirgðalög voru sett á raflagnir á Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar. Að vísu er hún lítið að flýta sér í málum sem flokknum þykja ónauðsynleg, eins og að bæta mannréttindabrot á sjómönnum.

Úti á Skaga er stórt mál, ísbjörn kominn á land öðru sinni í mánuðinum og er lagstur í æðarvarpið. Það er öldungis ljóst að bóndinn á Hrauni væri í fullum lagalegum rétti til að fara út í æðarvarpið sitt og verja það með því að fella dýrið, skv. 16. gr. villidýralaganna. Það eina sem bóndinn þarf að gera er að taka upp símann og hringja án tafar í umhverfisráðherra eftir að hafa fellt dýrið.

Réttur bóndans er mikill í þessu máli, æðarbóndi við Breiðafjörðinn var sýknaður af því að spilla arnarvarpi í Breiðafirði, þrátt fyrir að hafa viðurkennt verknaðinn, á grundvelli neyðarvarnarsjónarmiða, þ.e. bóndinn hafði rétt til að verja varpið sitt þótt það kostaði líf fágætara dýrs en ísbjarnarins sem þar að auki er ekki aðskotadýr í náttúru Íslands.

Það kæmi mér ekki á óvart þótt ráðherra jafnaðarmanna beitti bráðabirgðalögum til að koma í veg fyrir mögulegar aðgerðir bóndans, sér í lagi þegar milljarðamæringur lætur sér nú annt um rándýrið.


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikil dramatrík hjá þér.. en er ekki Samfylkingunni líka í lófa lagið að bæta bóndanum áætlað tjón af völdum bangsa ?

Óskar Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Calvín

Athyglisverður punktur. Þetta sýnir hins vegar fórnfýsi bóndans á Hrauni að þyrma lífi bjarnarins á kostnað æðavarpsins. Ættu stjórnvöld ekki að bæta honum skaðann?

Calvín, 16.6.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er enginn spurning í mínum huga að bóndinn á að fá bætur..

Óskar Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Áttu sjómennirnir ekki að fá bætur? Ekki fannst Samfylkingunni það og þá er ómögulegt að segja hvort henni finnst rétt að bæta bóndanum sannanlegt tjón.

Sigurjón Þórðarson, 16.6.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jú jú að sjálfsögðu koma spurningar sem slíkar upp í hugann að gefinni reynslu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.6.2008 kl. 23:23

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hmm sjómenn að fá bætur.. á ég þá inni pening hjá ríkinu ??? Ég meina ég og pabbi áttum bát og fiskuðum eins og lífið væri ða veði (sem það var stundum) .. annars er þetta orðið þreitt hjá þér sigurjón.. sérstaklega þegar þú ert ða kenna samfylkingunni um gerðir sjálftektarflokksins og framsóknar..

Óskar Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 23:28

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég var nú að tala við sjómann í dag og hann var ekki þreyttur á þessu tali þó svo að léttadrengir Samfylkingarinnar sumir séu orðnir það. 

Viðkomandi var ekki að óska eftir því að fá pening heldur jafnræði á við aðra að sækja í sameiginlega auðlind þjóðarinnar.  Ég skil ekki þessa viðkvæmni svokallaðra jafnaðarmanna til að ræða það hvers vegna íslensk stjórnvöld vilja ekki fara að niðurstöðu Mannréttindanefnda Sameinuðu þjóðanna.

Sigurjón Þórðarson, 16.6.2008 kl. 23:33

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er líka alveg sammála þessum sjómanni Sigurjón, ég er bara ekki að skilja þetta tuð út í samfylkinguna því hún átti engan hlut að máli sem slík.. þótt eflaust séu menn innan hennar sem voru á þingi á sínum tíma þegar þessi ólög voru samþykkt..

Beindu spjótum þínum að þeim sem virkilega ráða í þessum málaflokk.. hver er td sjávarútvegsráðherra í dag ? er það ekki einn af sjálftektarliðinu ?

Óskar Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 23:37

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þú ættir að skilja það að hún ber fulla ábyrgð á því hvernig ríkisstjórnin hunsaði álit Mannréttindanefndar Sameinuðuþjóðanna.

Pófessor í HÍ Þorvaldur Gylfason sagði svarið siðblint og hrokafullt.  Margir frambjóðendur Samfylkingarinnar boðuðu breytingar s.s. Karl Valgarður Matthíasson og þess vegna er siðleysi Samfylkingarinnar síst betra en þeirra sem sögðu kjósendum fyrir kosningar að þeir ætluðu ekki að breyta vondri stefnu þjóðarinnar í sjávarútvegsmálum.

Það er algerlega út í hött að ætla að hætta að ræða sök Samfylkingarinnar á sama tíma og utanríkisráðherra þykist vera að boða mannréttindi fyrir þjóðir heims.

Sigurjón Þórðarson, 16.6.2008 kl. 23:45

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ekki get ég séð nokkur skapaðan hlut að því að gagnrýna flokkinn sem boðaði breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu ef þeir kæmust til valda. Það vantaði ekkert upp á það hjá sumum flokksmönnum samfylkingarinnar standandi upp á fiskikössum og körum í kosningabaráttunni að boða breytingarnar.

Nú stendur ekkert á þeim að kokgleypa vitleysuna og boða áframhaldandi mannréttindabrot. Tillögur samfylkingarinnar upp á fyrningarleið er afsláttur á mannréttindi og ættu þeir að skammast sín fyrir þann aumingjahátt.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.6.2008 kl. 23:49

11 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Lög um stjórn fiskveiða.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Þetta til dæmis er ekki í einkaeign, það sem á vantar eru stjórnmálamenn sem þora að fara að lögum í þessu landi. Því miður eru við að hengslast með huglausa ónytjunga í stjórn eins og málum er háttað í dag. 

Hallgrímur Guðmundsson, 16.6.2008 kl. 23:56

12 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þakka þér fyrir spurninguna Gunnlaugur Hólm það var einkar einfalt að svara henni.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.6.2008 kl. 23:58

13 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eru ekki nokkur egg létt í maga ísbjarnar? Verður hann ekki svangur með morgninum - eða fyrr, bara þegar hann ákveður að fara á stjá? Varpið allt getur verið í hættu. Og slangur af fólki.

Berglind Steinsdóttir, 17.6.2008 kl. 00:19

14 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Drepa bersa strax, hvet bóndann á Hrauni að taka upp riffilinn og verja sitt land. Alveg sama hvort samfylkingin er á móti eða ekki. Sigurjón Þ. er því marki brenndur að vilja vera atvinnupólitíkus.

Valmundur Valmundsson, 17.6.2008 kl. 04:03

15 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Og Hallgrímur vill KVÓTA

Valmundur Valmundsson, 17.6.2008 kl. 04:04

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin hefur aldrei boðað aðrar breytingar en þær að ríkið þjóðnýti aflaheimiladirnar ao setji þær á uppboð.í sjálfu sér þýðir það ekki neinar breytingar á kvótakerfinu.Það verður aðeins um breytingar á nýtingarréttinum að ræða sem færist frá útgerðarmönnum til ríkisins.Það verður áfram kvóti á tegundum og kvóti á hvert skip eftir uppboð.Þetta þýðir kauplausa sjómenn og gjaldþrota útgerðir, og algjört hrun landsbyggðarinnar.Umhverfisöfgaliðið á Tjarnarbakkanum, innan Samfylkingarinnar og VG mun ekki gráta það,með umhverfisráðherrann fremstan meðal jafningja.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2008 kl. 05:39

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því miður virðist Fjálslyndiflokkurinn vera að fóta sig inn á þá braut að ríkið hirði veiðiréttinn.Sjómenn hafa notið þess  í formi eignarhlutar í afla að ríkið hefur ekki haft veiðiréttinn og getað selt kvótann á uppboði.Erlendir sjómenn á lágu tímakaupi verður framtíðin ef ríkið hirðir kvótann.Það verður að sjálfsögðu kært til Mannréttindanefndarinnar og Mannréttindadómstóls Evrópu af sjómannasamtökunum,þeim verður varla stætt áöðru.Frjálslyndi flokkurinn var ekki stofnaður ti að ganga veg þjóðnýtingar og ríkisþjónkunar.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2008 kl. 05:59

18 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ, hó jibbí jei og jibbi jerí jei .....

Leit hér inn eftir nokkura daga fjarveru. Yndislegt að sjá að Samfylkingin á enn sviðið, reyndar nú undir ísbjarnarvinkli. Það er greinilega þar sem að lífið og gróskan er mest og best. Ekkert spennandi gerist í Frjálslynda flokknum. Þarf ekki að fara að gefa út eitt kröftugt útlendinga statement til að tolla inn í myndinni?

Óska sjómönnum nær og fjær, landsmönnum öllum, samkynhneigðum, frjálslyndum og réttlátum til hamingju með daginn!  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.6.2008 kl. 10:38

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sf var, er og verður stefnulaus flokkur. Er tilbúinn að eyða milljónum í að bjarga rándýri. Finnst ekkert að því að bregða fæti fyrir fyrirætlanir manna sem vilja koma með ný fyrirtæki inn í sitt sveiðarfélag. Er ég að tala um vatnsverksmiðjuna í Ölfusi, já.

Óðinn Þórisson, 17.6.2008 kl. 12:07

20 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Til hamingju með daginn Gulli og öll hin

Sigurjón Þórðarson, 17.6.2008 kl. 13:26

21 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Valli hvernig getur þú fengið það út að ég vilji kvóta?

Til hamingju með daginn. 

Hallgrímur Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband