Leita í fréttum mbl.is

Eini hleraði þingmaðurinn Árni Páll tók ekki þátt

Á Alþingi er það þannig eins og á öðrum góðum vinnustöðum að menn reyna að nýta þá þekkingu og reynslu sem þeir búa yfir til að leysa ólík verkefni. Á Alþingi er ekki óalgengt að þingmenn sem hafa reynslu úr heilbrigðisgeiranum, s.s. Ásta Möller og Þuríður Backman, og Katrín Fjeldsted á sínum tíma, einbeiti sér að málefnum þar að lútandi. Sjómenn Frjálslynda flokksins láta sig ekki vanta í umræður um sjávarútvegsmál.

Þess vegna kom á óvart að þegar Samfylkingin boðaði til sérstakrar utandagskrárumræðu um hleranir og sérstaklega var spurt hvort hleranir stæðu enn yfir skyldi ekki mæta til umræðunnar eini þingmaður þjóðarinnar sem hefur staðfest opinberlega að hann hafi verið hleraður. Við nánari rannsókn málsins bar hann því við að hann gæti ekki greint satt og rétt frá vegna einhvers þagnarskylduákvæðis um öryggismál þjóðarinnar. Nú hljóta að vera breyttir tímar, þingmaðurinn nýtur friðhelgi og varnarsamstarf og öryggismál eru allt önnur og gjörbreytt frá þeim árum þegar atburðurinn á að hafa átt sér stað. Varla geta þessar upplýsingar talist viðkvæmar. 

Það er spurning hvort framhald hafi orðið á umræðum utan þingfundar, kannski í þingflokksherbergi Samfylkingarinnar, og þá öllu hreinskilnari og meira upplýsandi en hin opinbera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Spurning um hvort ekki sé betra að við hjá frjálslynda flokknum þurfum ekki að fara að hafa varann á okkur og senda bréfdúfur á milli okkar frekar en að hringja

Jóhann Kristjánsson, 29.5.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það mætti halda að Samfylkingin hefði aldrei um málið rætt nú um stundir he he....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.5.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta er með flottari punktum sem ég hef séð lengi. Honum ætti jú ekki að vera Skotaskuld úr því að kanna málið á vettvangi Utanríkisráðuneytisins.

Gestur Guðjónsson, 29.5.2008 kl. 08:55

4 identicon

Hér er ókunnleikinn að leika þig grátt Sigurjón. Í utandagskrárumræðum er samið um tíma og ræðumenn. Sérlega þegar þröngt er á þingi. Eða vissirðu þetta en þyrlaðir samt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:16

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gísli þetta er einhver misskilningur hjá þér en það hefði vel verið hægt að velja þann þingmann sem þekki þessi mál hve best.

Sigurjón Þórðarson, 29.5.2008 kl. 17:18

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Árni Páll var einfaldlega að koma sér á framfæri í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og það heppnaðist ágætlega hjá honum. Mér fannst hann afar ótrúverðugur í viðtölum um málið, enda var þetta mjög óljóst hjá honum allt saman. Einhver maður á götunni aðvaraði hann!

Á tímabili var enginn maður með mönnum nema hann hefði verið hleraður á sínum tíma. Nýgræðingurinn Árni Páll var fljótur að átta sig á því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband