Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin æsti til vörubílstjórauppreisnarinnar - Grein sem birt var í DV

Ég hef orðið var við það í ágætum athugasemdum  við skrif mín hér á síðunni að talsmenn Samfylkingarinnar botna ekkert í óánægju vörubílstjóranna og  finnst mér því vel við hæfi að birta grein sem birtist í DV á dögunum. 

Það virðist sem ráðamenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar telji það fyrir neðan virðingu sína að setja sig inn í umkvartanir bílstjóranna - andinn frá stjórnarliðinu er að bílstjórarnir séu ekki nógu fínt fólk og kunni ekki að mótmæla með nógu penum og áhrifaríkum hætti líkt og samkynhneigðir og náttúruverndarsinnar eiga víst að kunna. Eflaust væri þægilegra ef Sturla Jónsson læsi ljóð á Austurvelli og héldi með bílstjórana sína í gleðigöngu í stað þess að þeyta lúðra og trufla tigna Palestínumenn í að heimsækja ráðherraliðið.

Ég legg það til að stjórnvöld komi á viðræðum við bílstjórana sem fyrst og fari yfir málið af alvöru og sýni annað en belging og sinnuleysi. Vandamál ríkisstjórnarinnar er að almenningur skynjar að ríkisstjórnin er ekki að gera neitt annað en að flögra um heiminn.

Stjórnvöld tóku nýlega upp á arma sína útgerðarmenn sem urðu fyrir niðurskurði í besta fiskveiðistjórnarkerfi í  heimi og síðan bankastjórana sem eru með tugi ef ekki hundrað millur á mánuði en bílstjórarnir virðast ekki vera nógu fínt fólk fyrir Samfó og Sjálfstæðisflokkinn.

Greinin í DV:

Samfylkingin æsti til vörubílstjórauppreisnarinnar

Nú hafa ýmsir meðreiðarsveinar Samfylkingarinnar, s.s. Dofri Hermannsson og Egill Helgason, reynt að útmála mótmæli vörubílstjóranna sem einhvern asnalegan misskilning, þ.e. að bílstjórarnir fatti ekki að heimsmarkaðsverð á olíu fari hækkandi. Það er auðvitað ekki svo, bílstjórarnir eru eflaust margir hverjir að borga af erlendum lánum sem þeir hafa tekið til að fjármagna bílakaup sín. Þeir þurfa að greiða æ hærra verð fyrir olíuna til að knýja tækin áfram á meðan margur hefur boðið í verk þar sem forsendur eru allar aðrar, enda ekki gert ráð fyrir að ríkisstjórnin missti algjörlega tökin á efnahagsmálum með frægri stefnu forsætisráðherra, stefnunni að-gera-ekki-neitt.

Reyndar hefur forsætisráðherrann okkar ferðaglaði áður komið fram með nýstárlegar hugmyndir í efnahagsmálum, eins og þegar hann ætlaði sér að slá á þenslu með því að fresta framkvæmdum á Vestfjörðum, í þeim landshluta þar sem samdráttur ríkti. Ein krafa vörubílstjóranna er að lækkaðar verði álögur á olíu. Ef eitthvert mark ætti að vera hægt að taka á ráðherrum Samfylkingarinnar, t.d. samgönguráðherra og utanríkisráðherra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, hefðu þau strax átt að taka undir kröfu bílstjóranna þar sem það eru ekki nema örfá misseri síðan núverandi samgönguráðherra sem þá var í stjórnarandstöðu sendi frá sér ákall til ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um lækkun álaga hins opinbera vegna þess að dísilolían nálgaðist að kosta 120 kr., lítrinn. Ef farið er í gegnum þingræður núverandi samgönguráðherra á umliðnum árum blasir við að þetta var hans helsta baráttumál auk þess að jafna flutningskostnað. Í þessum ræðum hans kemur greinilega fram að hann telji að skattlagning umferðar sé margfalt meiri en varið er í uppbyggingu vegasamganga.

Þessi áhugi Samfylkingarinnar og barátta tók á sig þá mynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti sérstaka tillögu um lækkun olíugjalds um 15%, úr 41 kr. í 35 kr.Það er aumt að horfa upp á þingmenn Samfylkingarinnar skilja vörubílstjórana eftir á berangri þegar þeir krefjast þess að farið sé að tillögum sem Samfylkingin sjálf lagði til. Þeim er att á foraðið og síðan fá forystumenn Samfylkingarinnar minni spámenn flokksins til að hía á þá.Það væri meiri bragur að því að flugkapparnir í ríkisstjórninni settust að viðræðum við bílstjórana til að leita leiða um að leysa úr málum á farsælan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nokkuð mikið til í þessu.  Samfylkingin þarf að hysja upp um sig brækurnar.. ég hef orðið illkilega svekktur yfir sinnuleysi þeirra og undirlægjuhátt við sjálftektarflokkinn.. allt fyrir stólana !

Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 13:20

2 identicon

Rétt hjá þér Sigurjón,það eru stjórnvöld sem hafa brugðist hinum venjulega launamanni í þessu landi.Skömm Samfylkinguna er stærst vegna þess hún er að bregðast stórum hluta sinna kjósenda .Flokkurinn er sem fyrr trúr sínum gæðingum og skildi það ekki koma nokkrum á óvart en að Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin skildu hlaupa undir bagga með Flokknum eru svik við kjósendur Samfylkinguna af verstu sort og því er núna reiði í fólki sem telur sig svikið af þeim sem það taldi sínir.

Jon Mag (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 14:22

3 identicon

Ekki ætla ég að fjölyrða um viðbrögð stjórnmálamanna við uppþotum vörubílstjóra. Aftur á móti tel ég bílstjóranna hafa slæman málstað og nota vondar aðferðir við að koma honum á framfæri.

 

Kröfur vörubílstjóra eru tvær. Annars vegar að fá að keyra dauðþreyttir og stórhættulegir um þjóðvegina. Hin er að álögur á eldsneyti verið lækkaðar. Á Íslandi er eldsneytisverð og álögur á eldsneyti með því lægsta sem gerist. Það er mikil nauðsyn að draga úr eldsneytisnotkun. Það rétta væri að taka annað hvort upp sérstakann umhverfisskatt á eldsneyti eða að krefjast þess að keyptur losunarkvóti fylgdi allri sölu á eldsneyti.

 

Aðferðir vörubílstjóra eru einfaldlega þær að trufla og skemma fyrir samborgurum sínum. Það væri nær að Sturla læsi ljóð.

 

Og til hvers er þetta? Bílstjórarnir böðlast áfram bara til að græða meira. Til að geta keypt stærri flatsjá og stærri dekk undir jeppann. Ég hef litla samúð með þeirra málstað og aðferðum.

Hinni (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:40

4 identicon

Heill og sæll; jafnan, Sigurjón og aðrir skrifarar !

Þetta er kjarni málsins; Sigurjón, eins og varst vís með, að benda svo rækilega á. Nafni minn; Óskar Þorkelsson, segir einuigis, ''mikið til í þessu'', en,, af einhverjum furðulegum ástæðum, segir hann ekki skilið, enn, við Aumingjafylkinguna (''Samfylkinguna''.

Einhver tryggð, einhver hollusta, sem við hin fáum ekki séð, að réttlæti fylgispekt nafna, við þennan óþverra.

Sem fyrr, beztu þakkir enn, Sigurjón minn.

Með beztu kveðjum, sem oftar / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:39

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:).. ég er næstum því farinn Nafni en vegna skorts á öðru betra hef ég staldrað við um sinn..

Óskar Þorkelsson, 24.4.2008 kl. 19:53

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

"Kröfur vörubílstjóra eru tvær. Annars vegar að fá að keyra dauðþreyttir og stórhættulegir um þjóðvegina." Þetta meðal annars segir Hinni í sinni athugasemd. Hvað réttlætir að þessi sami Hinni megi keyra eftir þess vegna 24 stunda vinnu hvert og hvað lengi sem honum sýnist? Síðan segir þessi Hinni "Á Íslandi er eldsneytisverð og álögur á eldsneyti með því lægsta sem gerist." Jahá svona eru rökin, en vil þessi Hinni ekki þá í leiðinni bera saman samgöngukerfin í löndunum í kringum okkur og útskýra í leiðinni hvernig þær eru. Einnig má til gamans geta þess að í löndunum sem við berum okkur saman við þá eru þessi lönd með heilu herina sem þau reka, einnig flug og þyrlu björgunarsveitir og strandgæslu sem eru margfalt öflugri en við höfum.

Hallgrímur Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 22:39

7 Smámynd: Himmalingur

kæri Sigurjón:Hvernig mundir þú leysa þetta mál?Væri ekki nær að  við gerðum öryrkjum og ellilífeyrisþegum lífið örlítið léttara.Þeir lepja dauðan úr skel meðan við hin sem erum að drepast úr sjálfelsku erum að berja mann og annan fyrir hvað?Það kom mér ekki á óvart að stjórnmálamenn kæmu fram eins og frelsandi englar og hefðu svo gríðarlegan skilning á reiði bílstjóra.Hvílík hræsni.það er nokkuð ljóst að sami rassinn er undir ykkur öllum!Gleymum bara þeim sem minnimáttar eru,húsnæðislausir,matarlausir,jafnvel klæðalausir.JÁJÁ við hin sem höfum það svo gott eigum hús,bíla,fjórhjól,og fleira verðum að fá bensínlækkun.Sjáðu bara:Hefur fólk kyrrsett bíla sína og notað þess í stað strætó?Ónei.Skrítin er hún orðin forgangsröðin í þessu landi okkar.Við ættum að skammast okkar.Það er verið að væla um að bil milli ríkra og þá sem ekki eiga nóg af peningum(en vildu eiga meira)sé orðið svo mikið.EINMITT:En það er allt í lagi að bilið milli þeirra sem ekkert eiga og þeirra sem eiga þó eitthvað sé meira.Þvílík hræsni sem orðin er hjá einni þjóð!!

Himmalingur, 24.4.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Tókstu eftir hvatningarhrópum vörubílstjóranna sem voru staddir á planinu til árásarmannsins í upphafi árásarinnar?  Það mætti endurtaka sýningu upptökunnar og hafa hljóðið þá aðeins hærra!  Ég mana sjónvarpsstöðina sem á myndbandið að gera það.

Ætli að Lára Ómarsdóttir hjá Stöð 2 hafi átt einhvern þátt í árásinni og hvatningarhrópunum?  Neeeei.  Hún segir að hún hafi bara verið að grínast varðandi eggjakastið.  Það gerir jú fólk í þessari stöðu á svona stundum.  Kannski er hún bara að "segja satt" eins og Sturla þegar hún ber þetta af sér?  Þar hafið góðan stuðningsmann.

Sigurbjörn Friðriksson, 25.4.2008 kl. 00:59

9 identicon

Þú veist betur Sigurjón. Í raun lækkar olíugjald á næstu árum sbr. vegaáætlun.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:40

10 Smámynd: ragnar bergsson

Já ég held að Samfylkingin sé að sýna hvers konar rekahald þessi flokkur er, stefnulaus tækifærissinnaður og vanbúin til stjórnarsetu. Einnig veldur mér áhyggjum hversu takmarkalaus persónulegur metnaður Ingibjargar Sólrúnar er og hann á eftir að verða skattgreiðendum þungbær.

ragnar bergsson, 25.4.2008 kl. 11:43

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar þessi mál eru skoðuð þá má ljóst vera að það voru mikil mistök  fjármálaráðherra og samgönguráðherra að hafa ekki boðið talsmönnum mótmælanda á sinn fund til að fara yfir stöðu mála yfir kaffi og góðu meðlæti. Alltaf er slæmt þegar menn geta ekki talað sig saman, hlustað á sjónarmið annarra og leggja e-ð til málanna sem leyst gæti óánægjuna.

En ráðamenn á Íslandi í dag eru því miður alltof uppteknir af að reyna að leysa helst öll vandræði heimsbyggðarinnar en nota aðferð strútsins hér heima: að aðhafast ekkert fyrr en allt er komið í óefni.

Þessi mótmæli voru auðvitað óvenju hörkuleg og því var ástæðan meiri að ráðamenn stigu stundarkorn ofan úr fílabeinsturninum og ljá máls á að ræða við mótmælendur. En kannski það hafi ekki verið unnt á neinum friðsemdarnótum en viðleitni hefði verið betra en þessi ósköp sem dundu yfir síðasta vetrardag.

Sennilega hefði mátt nota annað en piparúða á mótmælendur. Þeirri aðferð á einungis að beita í sjálfsvörn en ekki til „árásar“. Hyggilegra hefði verið að hafa slökkvibíl með háþrýstidælu en fara þarf mjög varlega í að beita slíkri aðferð því lífshættulegt kann að vera fyrir hendi ef slíkri sprautu er beint af fullum krafti. Saklaust hefði verið að senda eina smágusu upp í loftið þó ekki væri nema til að kæla menn örlítið niður og til aðvörunar! Lögreglan hefur heilmikið vald sem allir eiga að taka tillit til en auðvitað er valdið alltaf vandmeðfarið og því á aldrei að beita nema með mjög mikilli varkárni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.4.2008 kl. 11:57

12 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll Sigurjón! 

Þú segir að fulltrúar ríkistjórnarinnar hafi ekki rætt við bílstjóra og sýni ekkert annað en belging og sinnuleysi.  Ég var búinn að heyra í fréttum að fjármálaráðherra og samgönguráðherra áttu oftar en einu sinni fundi með bílstjórum.  Það voru sem sagt rangar fréttir?

Sturla Jónsson hefur tjáð sig um þessa fundi of sagt að þeir hefðu verið tilgangslausir.  Af hverju hann sagði það veit ég ekki.  Hins vegar benda þessi orða hans til að viðræður hafi farið fram, ekki satt?

Ég las af því frétt að samgönguráðuneytið er að undirbúa breytingu á ákvæðum um hvíldartíma bílstjóra.  Er það ekki til að bregðast við málflutningi atvinnubílstjóra?

Kæri Sigurjón.

Það er ágætt hjá þér að tjá þig um þessi mál, en ég held að ofsagt sé að Samfylkinga hafi æst til uppreisnar.

Ég held líka að það sé ósatt að stjórnvöld vilji ekki ræða við þessa menn eða gera neitt.  Þessi óvandaði málflutningur þinn er þér alls ekki samboðinn.  Þú ert alltof klár og réttsýnn maður til þess.

Orðfæri stjórnmálamanna þarf að vera málefnalegt og vandað og þetta mál er svo viðkvæmt að það er enn mikilvægara að menn gæti hófs í málflutningi.

Mér finnast þessi átök sorgleg og tel að ekki sé sanngjarnt að halda fram að Samfylking sé að æsa til uppreisnar.

Mér brá líka er ég las hatursbréf til dómsmálaráðherra. sem birt hafa verið á netinu.  Slík bréf eru túlega sprottin af hinni hörðu gagnrýni sem ýmsir aðilar hafa beint að þeim manni.

Þess vegna held ég að við ættum að hugleiða það að sleggjudómar og upphrópanir okkar geta leitt til slæmra hluta.

Jón Halldór Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 12:24

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ægir og Jón Halldór ef að farið í gegnum þingræður Ingibjargar Sólrúnar og Kristjáns Möllers auk margra viðtala við Kristján þá ætti að vera fullljóst að Samfylkingin gaf fyrirheit um lækkun olíuverðs auk þess að taka á ýmsum umkvörtunum bílstjóranna.

Það er lítið vit í því fyrir Samfylkinguna að sýna bílstjórunum ekki meiri sveigjanleika og vilja til alvöru viðræðna og ætla síðan út til Palestínu til að greiða úr heldur stærri málum.  Bílstjórarnir hafa haldið því fram að lítil meining hafi verið í viðræðum og þær hafi verið beint tilgangslausu hjali fyrir 3 árum.

Inn í þetta mál blandast auðvitað að bílstjórarnir sem og almenningur allur er að fara illa út úr efnahagsástandinu og mörgum finnst sem að ríkisstjórnin sé í furðulegum leiðöngrum út um allan heim s.s. að redda herþotum frá Danmörku, Noregi, Frakklandi Kanada og Bretlandi til þess að fljúga yfir landið en þetta er eflaust stefna Ingibjargar Sólrúnar sem að sannir og heilir flokksmenn munu verja fram í rauðan dauðann þó svo að þeir hinir sömu hafi rölt nokkrar Keflavíkurgöngur.

Sigurjón Þórðarson, 26.4.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband