Leita í fréttum mbl.is

Brýtur Alþingi kjarasamninga á saumakonum?

Það er margt mjög merkilegt í Morgunblaðinu og rannsóknarblaðamenn þess fara víða í að upplýsa ýmislegt sem betur má fara í samfélaginu. Ég man ekki betur en að Morgunblaðið hafi tekið upp hanskann á sínum tíma fyrir blaðburðarbörn sem voru án kjarasamninga. Blaðið hefur þó lagt minni áherslu á að smábátasjómenn eru án kjarasamninga.

Morgunblaðið hefur vökult auga fyrir mörgu því sem þarf að lagfæra í íslensku samfélagi. Í blaðinu mínu sem kom inn um lúguna á Skagfirðingabrautinni kom í ljós í gagnrýninni umfjöllun um Skólaþing - þar sem tekið var fram að þingflokkarnir væru fjórir en ekki fimm eins og þeir eru í verunni - að saumakonur á Alþingi sem höfðu starfað af alúð við að bródera í næturvinnu fengu ekki greitt fyrir vinnu sína. Nú er að vita hvort jafnréttissinnaður og velmeinandi forseti þingsins, Sturla Böðvarsson, kippi þessu ekki í liðinn.

Þegar hann er búinn að því getur hann farið að beina sjónum sínum að kjörum smábátasjómanna en hann sýndi það í ræðu 17. júní sl. að honum er ekki alls varnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sigurjón það er bráðum 17. júni aftur, kannski kemur hann með annan brandara þá !!

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.4.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband