Leita í fréttum mbl.is

Gjaldeyri hellt í vaskinn

Það er athyglisverð færsla sjómannasamtakanna Framtíðar sem sýnir svo að ekki verður um villst greinilegan hvata til þess að henda fiski en útreikningarnir sýna að oftar en ekki borgi sig að henda verðminni fiski.

Það er vonandi að harðir rannsóknarblaðamenn Ríkisútvarpsins kafi ofan í þetta mál en þeir vilja jú hafa flest ef ekki allt uppi á borðinu - nema þá helst launin sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður er fjórða valdið svokallaða "pressan" veikasti hlekkurinn í okkar lýðræðisþjóðfélagi. Þess vegna gengur svo margt í þjóðfélaginu sem aldrei mundi lýðast á hinum Norðurlöndunum eða Bretlandi svo dæmi séu tekin.

Jón Magnússon, 26.3.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Halla Rut

Ég ræddi einmitt við höfund greinarinnar í dag og sagði hann mér að með þessari fiskveiðistefnu væri að ríkið gera glæpamenn úr strangheiðarlegum mönnum því ekki væri hægt að lifa af nema að stunda brottkast.

Halla Rut , 26.3.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Hagbarður

Fjórða valdið er allt of veikt hérna. Engir almennilegir og harðir fréttamenn til hér eða þættir sem kryfja pólitík eða viðskipti.

Hagbarður, 26.3.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það segir sína sögu um kraft íslenskra fjölmiðla í þessum málaflokki, sjávarútvegsmálunum, að Morgunblaðið sem er eins og ein af stofnunum samfélagsins er einna gagnrýnast á kvótakerfið ef frá er talið DV.

Sigurjón Þórðarson, 26.3.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Við vitum nú alveg hvernig það hefur gengið að reyna að koma inn leiðréttingu varðandi mál þar á bæ.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.3.2008 kl. 00:09

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þá bara öxlum við okkar byrði sem fimmta valdið, auma moggeríibloggeríið & höldum áfram að kvarta & kveina & suða smotterí.

Fyrir þann vilja er ég Frjálslyndur núna.

Steingrímur Helgason, 27.3.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband