Leita í fréttum mbl.is

Børsen á bömmer

Ég les Børsen einstaka sinnum og mér áskotnaðist eintak um daginn. Þá varð mér ljóst að ritstjórinn er meira og minna á bömmer yfir stöðu efnahagsmála. Það er leitun að jákvæðum fréttum í þessu ágæta blaði. Þeir eiga erfitt með að sjá ljósið þessa dagana.

Það er eðlilegt að það sé umfjöllun um Ísland í Børsen vegna þátttöku Íslendinga í dönsku efnahagslífi og er hún neikvæð og í samræmi við aðra umfjöllun blaðsins. Íslendingar virðast vera viðkvæmir fyrir því að lenda í þessu kastljósi Børsens og jafnvel lesa í umræðuna meira en efni standa til, s.s. að Danir séu afbrýðisamir út í velgengni Íslendinga og að verið sé að nota neikvæða umfjöllun sem lið í samkeppni sem sé aftur liður í að koma höggi á samkeppnisaðila.

Það er ekki gert lítið úr því verkefni sem er framundan hjá íslensku bönkunum við að lækka skuldatryggingarálagið heldur er það verkefni sem bankarnir þurfa að fara skipulega í með því að bæta rekstur sinn, lækka kostnað og auka trúverðugleika sinn.


mbl.is Nordea: Varað við Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Skýringarnar á þessari ofurviðkvæmni þjóðarinnar fyrir neikvæðri umfjöllun einhverrra erlendra blaða kann að felast í því að við séum haldin ´"krónískri" minnimáttarkennd eða það sem vonandi er líklegra að við höfum ekki nema nokkurra ára reynslu í alvöru "bisness" og skrápurinn því enn viðkvæmur.

Ég held að það sé síst meira fjallað í Börsen um hugsanlega erfiðleika fyrirtækja í eigu Íslendinga eða annarra útlendinga en fyrirtækja í eigu Dana. Ég held að við megum ekki gera okkar góðu frændum það upp að þeir horfi á viðskiptalífið með þeim augum. Aftur á móti hlýtur að vera fréttnæmt að fylgjast með hvernig þeim fyrirtækjum reiðir af sem landinn keypti sig inn í með svonefndri "Víkingainnrás" fyrir fáum misserum. Það hlýtur að vera fréttnæmt.

Hagbarður, 27.2.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alltaf viðkvæðið hjá okkur Íslendingum, ef kemur eitthvað "neikvætt" frá Dönum um Íslenska banka eða útrás, þá séu þeir bara "öfundsjúkir" og þoli það ekki ef Íslendingar "gera það gott".  Ég spyr þá bara á móti:  Hafa allir sem gagnrýna okkur Íslendinga, í efnahagsmálum og fjárfestingum, rangt fyrir sér?  Ég held ekki.

Jóhann Elíasson, 27.2.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Haffi

Kostnaðarhlutfall Íslensku bankanna er langtum betra en hjá Nordea og öðrum sambærilegum bönkum. Varðandi öfundina, þá er það staðreynd að mikil samkeppni er um innlánin heiminum þessa dagana og ef maður stendur sig ekki í eðlilegri samkeppni þá er hægt að koma höggi á andstæðing sinn með slæmu umtali. -tilbúnu.  Varðandi skuldatryggingaálagið, spyr maður þingmennina á Alþingi, af hverju hafa þeir ekki boðist til að ábyrgjast lán til bankanna? sbr. lán til Ísl. erfðagreiningar.  Svo þegar sjómenn væla hér á landi þá er ok að fella niður álögur á þá.  Er sannfærður um að fjármálageirinn aflar þjóðarbúinu meiri tekjur en sjávarútvegurinn.  Svo annað.  Hefur almenningar kost á því að eignast hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum eins og bönkunum, með því að kaupa hlut í þeim? Nóbb.

Sigurjón þú mátt eiga að sumar greinar eru góðar hjá þér en þessi flokkast ekki sem ein af þeim.

Haffi, 27.2.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Danir eru naskir á glannaskap, hverskonar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2008 kl. 21:07

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mig minnir að 3% skattgreiðenda vinni hjá fjármálastofnunum sem greiða 6% af heildarlaunagreiðslum í landinu. Mig minnir að ég hafi séð þetta í skýrslunni um Ísland sem fjármálamiðstöð.

Sigurjón Þórðarson, 28.2.2008 kl. 11:21

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kannski það þurfi að fara að endurskoða það hvaða atvinnugrein "leggur" hlutfallslega mest til þjóðarbúsins ég man nú ekki betur en að fyrir nokkrum mánuðum væri verið að tala um að fjármálageirinn legði mest til þjóðarbúsins.

Jóhann Elíasson, 28.2.2008 kl. 14:10

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Jóhann ég held að það sé rétt að það sé rétt að taka það tal ekki allt of hátíðlega.

Sigurjón Þórðarson, 28.2.2008 kl. 16:53

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er á bls. 12 í skýrslunni: 

Eins og sakir standa starfa um 3% vinnuafls landsins við fjármálaþjónustu en hafa ríflega 6% launatekna landsins.

Sigurjón Þórðarson, 29.2.2008 kl. 09:26

9 Smámynd: Haffi

Sigurjón, þessi 3% sem vinna í fjármálageiranum og greiða 6% launatekna landsins segir ekki alla söguna. Hvað með skattgreiðslur fyrirtækja í fjármálageiranum vs. fyrirtæki í sjávarútvegi? Eins og staðan er í dag, þá er sjávarútvegur fyrir útvalda, þá sem eiga kvóta. Þessir aðilar fá auðlind þjóðarinnar gefins

Haffi, 1.3.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband