Leita í fréttum mbl.is

Hvað verður ákveðið næst? - Mikill hringlandi á hálfu ári

Það er nokkuð snúið að átta sig á því hvert HB Grandi ætlar sér í reksti félagsins en fyrir rétt um hálfu ári tilkynnt félagið að það hygðist alfarið hætta allri fiskvinnslu í Reykjavík og þess í stað byggja upp á Akranesi.

 Yfirlýsing Granda frá 10. ágúst sl.

Landvinnsla botnfisks verður því fyrst og fremst á karfa og ufsa.  Til þess að haga henni á sem hagkvæmastan hátt verður hún öll sameinuð í einu nýju fiskiðjuveri, sem áformað er að reisa á Akranesi.  Stjórn HB Granda hefur sent stjórn Faxaflóahafna ósk um samstarf í þessu skyni, m.a. í því fólgið að Faxaflóahafnir flýti gerð nýrrar landfyllingar og hafnargarðs á Akranesi.  HB Grandi stefnir að því að reisa á þeirri uppfyllingu nýtt fiskiðjuver, sem verði tilbúið síðla árs 2009.  Þegar starfsemi í nýju húsi á Akranesi hefst, verði fiskvinnsla félagsins í Reykjavík lögð af.

Yfirlýsing frá Granda í september sl.

Hætt við að reisa nýtt fiskiðjuver á Akranesi Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að falla frá fyrirætlunum um að reisa á Akranesi nýtt fiskiðjuver, sem skyldi verða tilbúið árið 2009, enda hafa Faxaflóahafnir sf. ekki talið sér fært að uppfylla óskir félagsins, m.a. um gerð nýrrar fiskihafnar á Akranesi.  

Nýja yfirlýsingin nú í janúar 2008 er svo fyrir þess efnis að það eigi að leggja af hefðbundna vinnslu og fækka störfum í fiskvinnslu HB Granda á Akranesi um 2/3 á næstu mánuðum.   

Hvað verður næst?


mbl.is Grandi hættir landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Held að Guðlaugur hafi rétt fyrir sér.. við veiðum allt ætið frá bolfisknum og því fer sem fer

Óskar Þorkelsson, 21.1.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband