Leita í fréttum mbl.is

Er Samfylkingin fyrir venjulega Íslendinga?

Samfylkingin gaf út stefnuskrá fyrir síðustu kosningar þar sem gerð var grein fyrir stefnu flokksins í velferðarmálum Íslendinga. Í nýlegri blaðagrein gerði gamli eðalkratinn Björgvin Guðmundsson grein fyrir því að Samfylkingin væri langt frá því að efna loforð sín. Allir framhaldsskólanemar vita að Samfylkingin hefur svikist um að skaffa þeim ókeypis kennslubækur.

Nú ætti tími Jóhönnu og Samfylkingarinnar að vera kominn og rétt að huga að því hvort flokkurinn væri í þann mund að ná einhverju fram í velferðarmálunum, s.s. í hækkun vaxta- og barnabóta. Jóhanna Sigurðardóttir hefur löngum lagt gríðarlega mikla áherslu á þessa málaflokka og haldið langar ræður í talnabundnu máli þar sem þungar áherslur voru lagðar á misgengi verðlags og bóta og hnykkt á með tilvitnunum í prósentur í þátíð, nútíð og framtíð. 

Í fjárlagafrumvarpinu er ekki að sjá þess nokkur merki að umtalsverð hækkun verði á þessum málaflokkum og eru í raun áhöld um að þeir haldi í við verðlags- og mannfjöldaþróun.

Þó að tími Jóhönnnu virðist samkvæmt öllum sólarmerkjum ekki vera kominn þrátt fyrir að hún sé sest í stól ráðherra, þá birtist skýrt í fjárlagafrumvarpinu að tími Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er svo sannarlega kominn. Hún nær að hækka svo um munar fjárframlag til sinna hugðarefna, s.s. þróunarsamvinnu í útlöndum um 35%, 770 milljónir, og nemur hækkunin hærri upphæð í krónum talið en sú sem lögð var í að hækka barna- og vaxtabætur til almennings sem glímir bæði við hærri vexti og verðbólgu.

Þessi skyndilegi fjáraustur verður á sama tíma og virðulegur landlæknir Sigurður Guðmundsson kemur ásamt Sigríði Snæbjörnsdóttur konu sinni til landsins á ný eftir ársdvöl í Malaví við hjálparstörf. Hjónin fluttu þann boðskap til Íslendinga eftir dvölina þar syðra að óheftur fjáraustur vestrænna ríkja skilaði engu. 

Eina leiðin til að skilja þessi skyndilegu útlát Samfylkingarinnar er að á sama tíma sækist lýðveldið Ísland eftir setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og hér sé um að ræða einhvern herkostnað því samfara.

Er nema von að spurt sé hvort Samfylkingin sé fyrir Íslendinga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Samfylkingin sér um sína.  Þetta aukna framlag til þróunarsamvinnu var til þessa að skaffa Sighvati Björgvinssyni og öðrum eðalkrötum áframhaldandi vinnu úti í útlöndum. 

Ég bíð spenntur eftir því, hvaða vinkona ISG fær starfið hans Ólafs Arnar hjá Ratsjárstofnun.  Það verður einhver vinkona hennar úr gamla Kvennalistanum.  Samfylkingin er að verða ein stærsta atvinnumiðlun landsins fyrir sína vini og stuðningsfólk!  Er þetta ekki spilling???

Össur, sem á að heita iðnaðar- og byggðamálaráðherra hefur farið mikinn úti í Indónesíu og Filipseyjum fyrir einhverja auðmenn hér á landi og virðist vera að flytja út störf héðan til þróunarlanda.   Í staðinn fyndist mér að hann ætti frekar að einbeita sér að því að byggja upp atvinnustarfsemi úti á landi þar sem að mörg byggðalög eru í sárum eftir niðurskurð ríkisstjórnarinnar á þorskveiðiheimildum.  Ekkert af viti hefur komið frá honum varðandi þetta.  Þessar fáránlegu mótvægisaðgerðir voru einungis mjúkur pakki sem þær Þorgerður og Jóhanna sömdu með aðstoð nokkurra vinkvenna sinna, pakki sem kemur engum að gagni nema einhverjum sérfræðingum sem búa á Höfuðborgarsvæðinu og fá vinnu við að mennta landsbyggðarlýðinn svo hann geti flutt suður á mölina og leitað sér að vinnu.

Önundur Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 08:51

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég el þá von með þér Sigurjón minn að Samfylkingin nái fram meiru af sínum kosningaloforðum.

Ég reyndar hef ekki þá tröllatrú á jafnaðarmannaflokknum að hann komi öllu í verk á hálfu ári.  En það er ósanngjant að segja að mikið hafi áunnist.

Jóhanna er svo sannarlega að sýna það þessa dagana að hennar tími er kominn, og það er skrýtið að þú skulir gera hennar hlut lítinn, því ég finn að þú átt í málefnum mikla smaleið sem Samfylkingunni. 

En þú ert nú einu sinni flokksmaður stjórnarandstöðu og þitt hlutverk og skylda er að veita aðhald, og er það vel.

Að lokum þetta:  Þú vekur athygli á orðum Sigurðar Guðmundssonar, þar sem hann segir að gegndarlaus fjáraustur vesturlanda skili engu í þriðja heiminum.  Skilur þú þessi orð svo að Sigurður sé alfarið að leggjast gegn hjálparstarfi og þróunaraðstoð?  Vilt þú draga úr slíkri starfsemi íslendinga?  Það er sjónamið líka, en athyglisvert væri að vita hvar áherslur Frjálslyndaflokksins liggja í þesusm efnum.

Með bestu kveðju,

Jón Halldór Guðmundsson, 27.11.2007 kl. 09:09

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Halldór það kom mér nokkuð á óvart að Samfylkingin beitti sér ekki fyrir hækkun vaxta- og barnabóta eins og málflutningur Jóhönnu hefur verið á undanförnum árum en hún hefur þá væntanlega orðið undir ef hún hefur á annað borð meint eitthvað með því sem hún sagði á sínum tíma.

Það er athyglisvert að aldraðir fá ekki sín kjör bætt í ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í samræmi við tillögur sem fráfarandi stjórnarandstaða sameinaðist um og samtök aldraðra studdu.

Það er rétt að skoða það að Samfylkingin ákveður að sniðganga þessa málaflokka á sama tíma og ríkisútgjöld þenjast gífurlega út en þeir peningar eiga sem sagt ekki að lenda hjá tekjulágum sem eru að festa kaup á húsnæði, barnafólki og öldruðum.

Sigurjón Þórðarson, 27.11.2007 kl. 09:48

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Sigurjón, Samfylkingin virðist leggja til hliðar flest sín stefnumál og svo virðist vera að þótt þeir stæðu með þáverandi stjórnarandstöðum um að bæta hag alædraðra og öryrkja,þá hefur ekki verið að marka eitt einasta orð sem þeir sögðu.  Það gæti verið fróðlegt að vita í hvað langan tíma Jóhanna hefur talað nærri grátklökk í ræðustól Alþingis um nauðsyn þess að bæta kjör þeirra sem hafa minnst í okkar þjóðfélagi.  Ég er hræddur um að' þann tíma væri ekki hægt að telja í klukkutímum, heldur yrði að teljast í sólahringum, og þegar hún síðan fær tækifæri til að breyta þá fer hún að snúa sér fyrst að þróunarstyrkjum sem engu skila nema ala spillta embættismenn í Afríku. Íslensu aumingjarnir geta bara beðið áfram, því þeir eru orðnir svo vanir á að bíða.  Þetta er flokkur spillingar og mun takast að slá Framsókn út á því sviði.

Jakob Falur Kristinsson, 27.11.2007 kl. 13:25

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er rétt Sigurjón ég held að allir séu orðnir langeygðir eftir efndum á loforðum Samfylkingamanna. Það er ekki hægt að segja að þau í Samfylkingunni hafi farið neinu offari þegar kemur að kjörum þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélagi voru.

Gunnar Skúli Ármannsson, 27.11.2007 kl. 20:55

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er gott að velta þessu fyrir sér Sigurjón og því miður er hér að sjá áhersluleysið sem birtist í því að flokkurinn hafði ekki metnað í það fara fram á það að hafa yfir fjármálaráðuneytinu að ráða við myndun ríkisstjórnar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.11.2007 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband