Leita í fréttum mbl.is

Ég skrifa hvorki í gegnum Sverri Hermannsson né Jens Guðmundsson og þeir ekki í gegnum mig

Í upphafi þingferils míns töldu andstæðingar Frjálslynda flokksins að Sverrir Hermannsson skrifaði ræðurnar mínar. Mér fannst það fyndið og var vissulega pínulítið upp með mér enda var Sverrir lengi minn uppáhaldsstjórnmálamaður. Nú virðast einhverjir halda að ég skrifi í gegnum Jens Guðmundsson, stuðningsmann Frjálslynda flokksins, sem er ekki síður upphefð fyrir mig enda er hann bæði vinsæll og skemmtilegur bloggari. Í þetta skipti eru það hins vegar ekki andstæðingar Frjálslynda flokksins sem eru með þessa bábilju heldur fólk sem er í helstu valdastöðum flokksins, s.s. ritari flokksins Kolbrún Stefánsdóttir.

Það má gera athugasemdir við fleira í skrifum hennar á netinu, t.d. fer hún í athugasemd við færslu hjá Jens rangt með gang mála varðandi það hvenær og hvernig mér hlotnaðist sá heiður að fá að leiða lista Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæminu. Ekki ætla ég að rekja þá atburðarás í smáatriðum hér, enda skiptir öllu máli að liðsmenn Frjálslynda flokksins snúi sér að því að vinna að þeim þjóðþrifamálefnum sem hafa aldrei verið brýnni en nú, þ.e. að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það eru neyðarfundir út af ástandi byggðamála hringinn í kringum landið og aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar eru í skötulíki enda er ekki tekið á meinsemdinni þar sem byggðir standa varnarlausar eftir af því að atvinnurétturinn hefur verið seldur í burtu. Það er auðvitað fásinna að það eina sem byggðarlögum hringinn í kringum landið standi til boða sé að flytja út vatn í blöðrum, reka söfn og fara í viðhald á byggingum.

Það sem skiptir miklu máli á þessum tímapunkti er að framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og virki allar vinnufúsar hendur til þess að ná fram baráttumálum flokksins. Nú er virkilega lag að allir landsmenn geri sér grein fyrir því að kerfið hefur ekki gengið upp hingað til og er óréttlátt.

Hvað mig varðar er ég í öðrum verkum en að skrifa í gegnum aðra, hvað þá að leigja mér penna eins og ýjað er að. Ég er að einbeita mér að því að taka við áhugaverðu starfi framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra á nýjan leik og mun nokkuð örugglega af þeim sökum draga mig að mestu út úr umræðunni, a.m.k. þangað til Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, verður í aðstöðu til að uppfylla fyrirheit frá aðdraganda síðustu alþingiskosninga um að ég tæki að mér starf framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins ef markmið næðist ekki í Norðausturkjördæmi. Við vissum að á brattann yrði að sækja þar sem skoðanakannanir sýndu fylgi upp á 2% í upphafi kosningabaráttunnar. Ég hafði, og hef enn, þá trú að málstaður Frjálslynda flokksins eigi erindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Alltaf hreinskiptinn og djarfur Sigurjón, og alltaf sýnilegur. Okkur vantar þig inn í flokksstarfið á ný. Og okkur vantar fleiri menn eins og þig.

Hlakka til að sjá þig á fimmtudagsfundinum.

Árni Gunnarsson, 18.9.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Rannveig H

Tek undir hvert orð hjá 'Arna.

Rannveig H, 18.9.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég benti einmitt á það í "kommenti" hjá mér að ólíkt þér væri að tjá þig í gegnum annan mann.  Og undraðist getgátur þar um.  Mér er ljúft og skilst að votta að þú hefur hvergi komið nærri mínum skrifum um málefni Frjálslynda flokksins. 

Jens Guð, 19.9.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst þau grunsamlega lík orðin sem þú notar Sigurjón og ég hef séð bæði Sverri Hermannsson og Jens Guðmundsson nota... ertu vizz um að þú zért að zegja okkur alveg zatt?

Haukur Nikulásson, 19.9.2007 kl. 00:55

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Ég veit allt um það hvern mann þú hefur að geyma og allt um þinn dugnað í þágu flokksins og sist af öllu vil ég sjá nafn þitt í einhvers konar vandamálaumfjöllun á bloggsíðum, því það rímar illa í mínum huga.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.9.2007 kl. 02:03

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Feginn er ég, að hann Jens skrifar ekki í gegnum þig.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 19.9.2007 kl. 03:05

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Almenn sátt á frjálslyndum heimilum?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.9.2007 kl. 09:16

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón Þórðarson.

Nú verður áhugavert að heyra og sjá  hvort formaður flokksins Guðjón mun standa við sín orð þegar hann lofaði þér Sigurjón framkvæmdastjóra starfi flokksins. Þegar þú hugðist bjóða þig fram í Suðvesturkjördæmi sem dæmi.´

Sigurjón þú átt ekki að vera lengur í þessum flokki það er mín skoðun endilega komdu þér annað þar átt þú heima með þínar skoðanir.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 19.9.2007 kl. 11:24

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sigurjón. Fyrir alla muni farðu nú ekki að gerast flokkaflækingur eins og Jóhann Páll er að mana þig upp í. Það er sko nóg af þeim. Mín skoðun er sú að þarna sértu á heimavelli þó loforð formannsins hafi ekki gengið upp að sinni. Mér sýnist þú eiga breiðan stuðningshóp svo haltu þínu striki og notaðu þrýsting flokksfélaganna.

Þórbergur Torfason, 19.9.2007 kl. 14:24

10 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón Þórðarson.

Þorbergur Torfason bendir þér á að vera ekki flokkaflækingur eins og Jóhann Páll er að mana þig upp í.

Sigurjón Þórðarson er mætur maður sem lætur hvorki Jóhann Páll né Þorberg Torfason og hans félag gera sér upp skoðanir enda skil ég það mæta vel sjálfur að svo sé.

Enn hitt er svo annað mál hvað getur Sigurjón beðið lengi eftir því sem formaðurinn lofaði honum sem eru svikinn loforð í dag Guðjón hefur ætið viljað að hann menn þá er átt við vini og fjölskyldumeðmiðli taki þessum stöðum hvað sem menn segja og rausa.

Bullarinn Jens er einn af þessum fólki sem þarf á að halda vináttu og kærleika sem hefur verið undan farið að blogga um Frjáslyndaflokksinn fyrir utan hann þykkist vita meira enn aðrir því líkt bull.

Enn og aftur Sigurjón Þórðarson komdu þér burtu sem fyrst áður enn það verður of seint. Áður enn þú verður ekki lengur í umræðunni.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 19.9.2007 kl. 22:48

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er bara fyndið að halda að einhverjir aðrir skrifi það sem þú setur fram Sigurjón. Þú hefur hingað til verið maður fyrir þinn hatt. Og það er rétt sem þú segir, hér er brýnasta verkefnið að berjast af alefli fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi, til þess þurfum við öll að leiða saman hesta okkar og standa saman.  Reyndar er margt sem við þurfum að koma til skila í þessu þjóðfélagi.  Og margt af því brennur á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 22:53

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Örugglega ekki verið auðvelt að smíða þessa færslu eftir það sem á undan hefur gengið, en þetta gerðir þú jafn vel & margt annað sem að þú hefur gert áður.

Málstaðurinn er jafngóður sem áður, en kvikleiki minn við fylgnina hefur dáldið daprast eftir að mitt auma atkvæði nægði þér ekki í kjördæminu.  Þrátt fyrir að ég píndi út nokkur til viðbótar hjá ættíngjum & vinum meira að segja hérna á skárra norðurlandinu!

En gangi þér vel á þínum fornu slóðum í starfinu & ef að um hægjist í þessum leiðindum þarna hjá flokkssystkinum þínum, þá er mitt atkvæði alltaf auðfengið fyrir næstu kosníngar.

Kveðjur,

S.

Steingrímur Helgason, 20.9.2007 kl. 01:27

13 identicon

Heill og Sæll Félagi Sigurjón

Alltaf hef ég haft miklar mætur á þér félagi og ég mun hafa svo áfram
en er ekki einhver misskilingur á milli þíns og Guðjóns?

Er það virkilega að hann hafi LOFAÐ þér þessari stöðu?

Einhvern veginn trúi ég því hæpið að hann hafi lofað þér henni upp í ermina á sér, en hins vegar sagt þér að þú kæmir sterklega til kynna sem framkvæmdastjóri flokksins ef þú kæmist ekki inn á þing og væntanlega hefur þú túlkað þau orð að hann væri að LOFA þér þessari stöðu.

Annað eins hefur nú gerst, meira segja hjá mér.(kannski ekki sem framkvæmdastjóri heldur í betri stöðu innan minna vinnu.)

annað finnst mér illskiljanlegt hvers vegna að koma þessu áfram á bloggsíðu eða í aðra fjölmiðla, tel að þú ættir að vita betur að allir andstæðingar frjálslynda flokksins nota þetta sér til að koma fleiri höggum á flokkinn, alveg sama þó þú segir að þú munir starfa áfram innan flokksins þó þú fengir þetta starf ekki.

Máttur fjölmiðlana er mikill og þú veist það vel. sumir vilja blása allt upp og svo taka bloggarar landsins og halda áfram að blása allt upp og allt endar í enn einni vitleysu sem flokkurinn má ekki við.

þið Guðjón munið væntanlega ræða þennan ágreining á milli ykkar og ég vona að sættir nái.

En hins vegar ef hann hefur lofað þér þessari stöðu þá hafa menn brotið loforð fyrir minna. það er leiðinlegt ef það þarf að brjóta þetta loforð ef hann hefur gefið slíkt en kannski var það nauðsynlegt til að ráða annan einstakling. ég vona bara að sá einstaklingur sé jafnhæfur að sinna því starfi eins og þú varst góður þingmaður og þú munt komast aftur inn á þing. ég veit bara svo fyrir víst.

en mig langar til að skjóta hér einu á Jóhann Pál,
það vill enginn ganga til liðs við ykkur í framsóknarflokknum, ég tel að sá flokkur ætti að leggja sig niður og hætta þessum vitleysisgangi.

framsóknarlflokkurinn er skömm við íslenskt þjóðfélag og þar er samansafn af kerlingum sem selja sig hæstbjóðenda í pólítík.


svo segir þú að Guðjón vilji bara Vini og fjölskyldumeðlimi taki við svona stöðum?
viltu bara gjöra svo vel og benda á hvar vinir og fjölskyldumeðlimir eru við stjórn í flokknum sem eru tengdir Guðjóni?

ég held að þú ættir ekkert að vera tjá þig Jóhann Páll framsóknargerpi.

ég hef lokið máli mínu en Sigurjón.

þið ljúkið þessu máli án þess að tjá ykkur meira um það í fjölmiðlum.


Guðfinnur (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 11:55

14 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón Þórðarson.

Mig undrast skrif stjórnarmanna frjálslyndaflokksins sem reyna að breiða yfir hvernig þeir fara illa með Sigurjón Þórðarson sem hefur staðið eins og klettur í hafinu með sínu fólki.

Síðan virðist kona sem titlar sig undir nafninu Hanna Birna Jóhannsdóttir sem skilur ekki þessa umræðu. Hvað kalla menn þetta? Enn fremur vill hún ekki ræða þetta í fjölmiðlum?. Ég spyr hvað er hún að fela?.

 Varandi vini og vanda menn þá held ég að þú ættir að snúa þér til vinar þín sem er framkvæmdarstjóri flokksins og náðtengdur formanninum Guðjóni Arnari.

Fyrir utan þú ert sjálf náðtengt flokknum og ættir ekki að spyrja að því sem þú veist mætta vel.

Að lokum Sigurjón Þórðarson láttu ekki þetta fólk vera að blekkja þig. Ég tel mig hafa ágætta þekkingu á þessum málum og þarf ekki þína menn að segja mig fyrir verkum.

Komdu þér í burtu sem fyrst í þann flokk sem styður þínar áherslur ef þú vilt ráðfæra þig um það er ég sjálfur tilbúinn til þess.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 20.9.2007 kl. 21:56

15 identicon

og hver er framkvæmdastjóri frjálslynda flokksins núna?
Veist þú það eða ?

ekki veit ég það, enda hefur það ekki verið tilkynnt hver það er.
svo vertu ekkert að tjá þig um eitthvað sem er ekkert nema heimska úr þínu höfði.

Ef þú ert að tala um hann Magnús Reyni þá er hann alveg jafnmikill vinur Guðjóns og Sigurjón er.

og Jóhann Páll....þú titlar þig sem sjómann á þessu "bloggi" þínu.
Góði besti hættu þessu kjaftæði, það veit hver einasti heilsteypti maður að þú ert enginn sjómaður. þú ert bara hauslaus hæna sem hleypur í hringi.

þekkingu á málum talaru um....jeminn...segi bara aftur...ÞEGIÐU JÓHANN PÁLL

Guðfinnur (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 01:03

16 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er ekki skortur á útsendurum annarra flokka til að bera víur í okkar góða mann Sigurjón að sjá má hér að ofan sem virðast vakandi yfir því sem á sér stað í Frjálslynda flokknum hvort sem um er að ræða brotthlaupna þaðan eða aðra.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.9.2007 kl. 02:16

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vegna innleggs Heimis málvinar míns og flokksbróður (sjá hér ofar, 19/9 kl. 9:16):

Ekki er ég í Frjálslynda flokknum, ekki enn a.m.k.

Jón Valur Jensson, 21.9.2007 kl. 02:41

18 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón.

Ég tel mig vera knúinn að svara því sem Guðfinnur segir. Hann segir að ég sé ekki sjómaður fyrir það fyrsta er ég búinn að stunda sjómennsku í yfir 40ár ef fólk vil að ég sanni það þá hef ég sjóferðabækur til staðfestingar.

Varandi framkvæmdarstjórastöðuna um hana veist þú mæta vel hver hann er enda réði formaður Frjálslyndaflokksins hann sjálfur. Bolaði þar af leiðandi Sigurjóni Þórðarsyni burtu. Ég kalla þetta hreina valdníðslu á hendur fyrrverandi alþingismanni sem var mjög öflugur í sínum málflutningi sem tekið var eftir.

Þau fúkka yrði sem þú notar á mig fer með þér Guðfinnur. Það vill svo vel til að reiðinn getur tekið völdin hjá þér eins og öðrum. Enn það er lámark kurteisi að vera málefnalegur í skrifum sínum.

María segir að það skorti ekki á útsendurum annarra flokka hvað er að gerast í frjálslyndaflokknum.

Því til að svara Ég hef ætið tamið mér heiðarlega framkomu og talað hreint út það skiptir mér engu hver er maðurinn. Fyrir utan ég er ekki útsendari frá flokki eins og þú talar um. Vegna þess að ég blandaði mér í umræðuna.

Þessi umræða hefur verið lengi í gangi og hefur stig magnast og er á vörum sjómanna sem hafa verið að ræða þessi mál sín á milli. Eitt vil ég taka skýrt fram ég er ekki í frjálslyndarflokknum og mun ekki kjósa hann svo það sé á hreinu.

Ég ítreka til þín aftur þú átt heima annarstaðar enn í þessum flokki sem ekki er hægt að treysta enda sína vinnubrögðin það.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 21.9.2007 kl. 10:52

19 identicon

Nei Jóhann

ég hef ekki hugmynd hver hann er(Framkvæmdastjórinn) enda hefur hann ekki verið ráðinn og auk þess er enginn staðfesting kominn á það.

Sá sem var ráðinn fyrir kosningarnar er Magnús Reynir,(enda vantaði framkvæmdastjóra þá eftir að Margrét var látin fara) það hefur ekki verið tilkynnt að hann hafi verið ráðinn endanlega til frambúðar.

Svo ég segi það enn og aftur að ég HEF ekki hugmynd um hver framkvæmdstjórinn er.

Sigurjón segir að Guðjón hafi lofað sér þessu, Guðjón veit að hann er ekki einráður í þessum þingflokki þó vissulega að hann geti lagt sitt á vogarskálarnar. Guðjón hefur að mínu viti hvorki játað né neitað að hann hafi lofað honum þessu.

segjum svo að Guðjón hafi lofað þessu, ef hann þarf að svíkja þetta loforð við Sigurjón þá finnst mér það lágkúrulegt af Sigurjóni að fara að útvarpa því hingað og þangað að formaðurinn hafi svikið sig, ja...nema hann vilji koma enn meira höggi á þennan flokk en þegar er.

þessi flokkur er ekkert betri en hinir flokkarnir Jóhann. allir jafnrotnir að innan sem utan en mér finnst þessi vera skárstur nema að menn geti ekki haldið kjaftinum á sér saman og rætt málinn innbygiðs heldur hlaupa með allt í fjölmiðla og kynda undir vitleysuna.

en ég bið þig samt afsökunar á þessum upphleypum hjá mér gagnvart þér en mér er bara nóg um þegar menn í öðrum flokkum ýta enn meira undir alla þessa vitleysu sem maður er að heyra.

en ég hef trú á því að Guðjón og Sigurjón leysa þetta í hinu mesta bróðerni og hætta að tjá sig á bloggsíðum landsins eða blöðum um ástandið. heldur leysa innanhúsamál innan hús....

Guðfinnur (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 14:00

20 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón.

Ég vil byrja á því að þakka Guðfinni fyrir afsökunarbeðina hún gerir þig að betri manni. Ég skil vel að þessi umræða hefur farið illa í þig.

Eins og ég sagði hér að ofan þessi umræða hefur verið mikill út í bæ og Sigurjón veit ekkert um það. Mönnum hefur blöskrað framkoma Guðjóns í garð Sigurjóns.

Annað tek ég undir með þér menn eiga að leysa þessi mál innan flokksins ef það er hægt. Hitt er svo annað mál ef menn eru ósáttir við stefnu flokksins þá eiga þeir að opna umræðuna málefnalega ekki gefa það eftir. Það er holt fyrir alla að hlusta á skoðanir fólksins.

Að lokum vonandi fyrir Sigurjón sjálfan eins og þú bendir á leysa þetta sín á milli.? Eða að Sigurjón breyti um stefnu og sigli sínu skipi á önnur mið þar sem honum muni vegna betur þetta er spurning sem mun koma upp síðar.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 21.9.2007 kl. 18:41

21 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Vertu umfram allt þú sjálfur Sigurjón! Við erum mörg sem virðum þig sem slíks. Ekki detta í ljónagryfjuna.

Ekki veit ég hvað fór á milli  ykkar formannsins  eða annarra en ekki er sterkt að reka ágreining í fjölmiðlum. Leysið málin innan flokksins, það er heilladrýgra. Þú átt fullt erindi inn á þing og þar vil ég sjá þig. Ekki detta i þá gryfju að kljúfa flokk eða reka þitt mál á opinberum vettvangi, þú hefur stuðning til góðra verka. 

Nú reynir á þig að spila rétt úr erfiðum spilum; stattu uppi sem sigurvegari og sterkur fyrir flokkinn  

Baráttikveðjur 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.9.2007 kl. 02:02

22 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála Guðrúnu.kv.

Georg Eiður Arnarson, 22.9.2007 kl. 08:02

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þótt ég sé þér ósammála með kvótakerfið Sigurjón, þá er ég þess fullviss að þú ert maður sem stendur við orð þín.Því miður eru til stjórnmálamenn sem, gera það ekki.Þeir eru til í öllum stjórnmálaflokkum, líka Frjálslynda flokknum.Kveðja.

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband