Leita í fréttum mbl.is

Vinir og ,,vinur" Akureyrar

Það er til áhugamannafélag sem kallar sig Vini Akureyrar. Það hefur m.a. staðið fyrir skemmtunum á Akureyri um verslunarmannahelgar og er það vel. 

Ég ætla að renna á Akureyri um verslunarmannahelgina enda er ég mikill vinur höfuðstaðar Norðurlands.  Einhverjir Eyfirðingar drógu í efa að ýmsar af tillögum sem ég lagði fram til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu fyrir síðustu kosningar væru til hagsbóta fyrir áframhaldandi öfluga útgerð í Eyjafirði.  Nú er að renna upp fyrir mörgum að þær breytingar sem lagðar voru fram eru lykillinn að framþróun í sjávarútvegi. 

Það eru einkum aðgerðir Guðmundar Kristjánssonar, harðduglegs útgerðarmanns vestan af Snæfellsnesi, sem hafa opnað augu margra.  Hann hefur allt frá því að hann gerði Akureyringum þann vinargreiða að kaupa Brim af Landsbankanum sagst ætla að stuðla að margvíslegum framförum í Eyjafirði.  Það átti að efla útgerð og landvinnslu á Akureyri en einn liður í því var fjárfesta í bátum sem veiddu á línu.  Eitthvað hafa þessar breytingar staðið á sér en öðrum breytingum verið hrundið í framkvæmd sem hafa ekki allar verið fallnar til vinsælda, s.s. að skrá skip félagsins í Reykjavík og sömuleiðis breytingar á vinnutíma sjómanna. 

 brimnes.jpg

Kaupin á glæsifleyinu Brimnesi sem sagan segir að hafi átt að heita Vinur hafa sett ugg að mörgum Eyfirðingnum þar sem hætt er við að veiðiheimildir verði fluttar af gömlum togurum Útgerðarfélags Akureyrar og yfir á Brimnesið sem skráð er í Reykjavík.

Ef sú verður raunin verður það mikil blóðtaka fyrir atvinnulíf og öll umsvif á Akureyri.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Svo fór um sjóferð þá.

Kjósendur tóku þá ákvörðun að treysta öðrum en Frjálslynda Flokknum fyrir atkvæðum sínum. Það er lýðræðið. Aftur á móti má spyrja sig hvers vegna fólk treysti svo á að aðrir flokkar myndu vernda það fyrir þessari hagræðingu í sjávarútvegi. Voru það loforð sem nú hafa verið svikin hjá ráðandi flokkum? Komst málflutningur FF aldrei til skila og hverjum er um að kenna? Að minnsta kosti var til valkostur fyrir kosningar sem ætlaði ekki þessa leið, en hann var gerður mjög ótrúverður vegna ýmissa annarra mála en snerta sjávarútveg. Auk þess var um ýmis "innanríkismál" sem drógu dilk á eftir sér.

Ekki er við þig að sakast Sigurjón því þú fórst fram í erfiðu kjördæmi og barðist eins og ljón. Vonbrigði þín eru skiljanleg en mikilvægast er að allir framkvæmi naflaskoðun, bæði kjósendur og forysta FF hvernig menn munu ráðstafa kröftum sínum á komandi árum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.7.2007 kl. 01:05

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mæltu heill Sigurjón.  Þegar sú afleita ákvörðun var tekin, að selja Guðmundi Kristjánssyni & Co ÚA, sýndi það vel fáránleika kvótakerfisins og þær afleiðingar sem þetta kerfi hefur haft á hin ýmsu sjávarpláss í gegnum tíðina.

Jóhann Elíasson, 31.7.2007 kl. 10:18

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hvað þarf til áður en  menn sannfærist um galla kerfisins? Margur er eins og strúturinn, með hausinn djúpt ofan í sandinum.  Afleiðingarnar uggvænlegar.

Ég hef trú á því að fjrálslyndir komi til með að hafa meiri áhrif á þau mál síðar.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 31.7.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband