Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið og mótvægisaðgerðirnar

Í Morgunblaðinu í dag fjallaði bryggjuspjallarinn um það hvers vegna mótvægisaðgerðirnar fælu ekki í sér aukið þorskeldi og var það skýrt út með því að aleldi svokallað í þorski væri skammt á veg komið á Íslandi og það tæki jafnvel þá einhver ár að framleiða sláturfiska í því eldi. Í umfjölluninni var hlaupið yfir þá staðreynd að þorskeldi á Íslandi felst fyrst og fremst í áframeldi á villtum þorski. Þess vegna þurfa þeir sem stunda eldið að hafa yfir þorskkvóta að ráða og eins og ég hef fjallað um á blogginu eru 500 tonn ætluð í þetta verkefni.

Það er ljóst að kvótakerfið kemur í veg fyrir að kraftur sé settur í þorskeldið á Íslandi.

Það er fleira sem vakti athygli mína í Morgunblaðinu í dag, t.d. frétt um fjölgun á kaupsamningum vegna fasteignaviðskipta sem lesa mátti um á forsíðu. Þá hlýtur að vakna spurningin hvort tekin hafi verið í reikninginn kaup félaga á eignum sem ekki er farið að nýta. Það væri fróðlegt að brjóta töluna niður og sjá hvað er raunverulega á bak við 71,9% aukningu milli ára. Þessi frétt vakti athygli mína og það væri fróðlegt að sjá frekari skýringar á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit ekki betur en að "stórir" kvótaeigendur séu að gera tilraunir með þorskeldi.  Eru þeir svo óforskammaðir að ætlast til þess að "ríkið" styrki rannsóknir þeirra meira en orðið er?

Jóhann Elíasson, 23.7.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þorskeldi í hvern fjörð. Auðvitað mun nokkuð eða jafnvel mikið af því mistakast.

Þetta skapar allmörg störf og upp mun safnast þekking sem myndar verðmætan sjóð. Fórnarkostnaður er eðlilegur.

Svo á öll- ég segi öll kvótaskerðingin að koma á botnvörpuveiðar og eftir atvikum fleiri veiðarfæri.

Smábátaveiðar með línu og handfæri eiga að vera frjálsar. Þó með þeim takmörkunum að ekki myndist þar stórveldi.

Það á að hindra með því að leyfa aðeins eigendum bátanna að stunda veiðarnar.

Eftir örfá ár verður okkur Íslendingum sem öðrum bannað að nota botntroll og flottroll. Einu gildir þó við gerum andstöðuna að sjálfstæðisbaráttu.

Þú hefur það framyfir mig að vera líffræðingur. Samt tek ég það stórt upp í mig að fullyrða að öll rök hnígi að því að botntroll skaði lífríki sjávar umfram öll önnur veiðarfæri.

Og ég er sannfærður um að ef við hefðum fengið gamalreynda útgerðarmenn og jafnframt sjómenn til að stjórna afla við Ísland værum við bærilega staddir í þeim efnum í dag. 

Árni Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ath. "eftir atvikum fleiri..."

Þar á ég við t.d. dragnót og svo auðvitað flottroll. Fleira mætti athuga en það yrði gert frá einu tímabili til annars.

Árni Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 15:32

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki er ég nú alveg viss um þessar fullyrðingar, Árni með flottroll og botntroll, ég tel mig nú þekkja þessi mál nokkuð vel, sem fyrrverandi stýrimaður,vissulega veldur botntrollið miklum skaða á botninum, en mörgum tegundum af fiski er ekki hægt að ná í önnur veiðarfæri og ber þar helst að nefna karfa, en svæði þar sem heimilt verður að nota þessi veiðarfæri verða takmörkuð verulega og er það vel.  Varla eru mörg veiðarfæri "náttúruvænni" en dragnót (Níels Ársælsson skrifaði mjög góðar greinar um dragnótina í "Bæjarins Besta" fyrir nokkrum árum og hvet ég þig til að lesa þær og hafa samband við Nilla til að kynna þér dragnótina betur).

Jóhann Elíasson, 25.7.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband