Leita í fréttum mbl.is

Eru möguleikar framþróunar þorskeldisins njörvaðir niður?

Mér þótti athyglisverð gagnrýni Þórarins Ólafssonar, sjávarútvegsfræðings hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, fyrr í mánuðinum þar sem Þórarinn lýsti undrun sinni á að hvergi væri minnst á þorskeldi í svokölluðum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnnar vegna þeirra lítt ígrunduðu aðgerða stjórnvalda að skerða aflaheimildir næsta árs.

Ég get vel tekið undir með Þórarni, það sætir ákveðinni furðu að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur skuli ekki skoða þennan vaxtarmöguleika. Þorskeldið átti að vera mikilvægur liður í því markmiði stjórnvalda að tvöfalda verðmæti útfluttra sjávarafurða fyrir árið 2012. Það var farið af stað með umrætt metnaðarfullt markmið í byrjun aldarinnar en því miður virðist sem markmiðið náist ekki þar sem verðmæti útfluttra sjávarafurða hefur dregist saman á tímabilinu en ekki aukist.

Í dag byggist þorskeldi á Íslandi einkum á að fanga smávaxinn villtan fisk og ala hann áfram til slátrunar.  Það er talið líklegt að svokallað aleldi aukist í framtíðinni, þ.e. framleiðsla þorskseiða sem verða alin í sláturstærð. Ástæðan er einkum sú að vonir standa til að með kynbótastarfi fáist hraðvaxta fiskur og eldismenn losna við kostnað sem hlýst af veiðum.

Stjórnvöld hafa talsverða möguleika á að hleypa strax auknum krafti í áframeldi á villtum þorski og margfalda þyngd hans í kvíum. Eftir því sem ég veit best stendur þó sá rekstur í járnum vegna kostnaðar við fóðrun og veiðar á villtum fiski en samt sem áður eru möguleikar fyrir hendi að auka starfsemi.

Forsenda þessara tilrauna er að stjórnvöld úthluti 500 tonna þorskkvóta til þorskeldisins en ef fyrirtækin þyrftu að leigja þessar aflaheimildir á markaðsvirði væri enanlega búið að loka fyrir þennan vaxtarsprota líkt og aðra í sjávarútvegi.

Það er vert að velta fyrir sér hvers vegna Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hleypa ekki auknum krafti í  þorskeldið. Ég tel ástæðuna vera þá að það kostar aukinn kvóta til fiskeldisfyrirtækjanna og svo fáránlegt sem það nú er þá dragast þyrsklingar sem veiddir eru á grunnsævi t.d. inni í Breiðafirði eða Ísafjarðardjúpi frá því sem má veiða af vertíðarþorski við suðurströnd landsins. 

Það er margsannað að kvótakerfið gengur ekki upp líffræðilega. Það kemur í veg fyrir framþróun og heftir mjög athafnafrelsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sammála höfundi hér.

Það er illt til þess að hugsa að meðal stjórnvalda eru fáir, ef þá nokkrir með þekkingu á málaflokknum. Mig skal ekki undra þó menn gerðu sitt til að hindra að frjálslyndir kæmust í ríkisstjórn. Of mikil þekking og skoðanir byggðar á raunsæi er mörgum um megn

Baráttukveðjur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.7.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hanna þetta voru furðufréttir í ríkisútvarpinu en inngangurinn var að það væri eitthvað að í náttúrunni ef ég man rétt!

Ég les á hverju vori skýrslur Hafró og samkvæmt þeim þá hefur nein nýliðun í þorski frá aldamótum og þess vegna ætti ekki að hafa verið neinn sílamáfur allan þann tíma. 

Það er að mínu viti samt sem áður rétt að skoða sveiflur fugla og fiskistofna en þá varla út frá því að það sé eitthvað gríðarlega mikið að heldur út frá venjulegri vistfræði þar sem dýrategundir keppa um sömu fæðuna og hægt er að sjá að sveiflur stofna fylgjast að.

Ég tel þess vegna miklu nærtækara að skoða samspil ýsu sandsílis og sjófugla áður en að farið er að blanda þorskinum inn í dæmið.   Ýsan er nú í meira magni um allt land en áður og er hún lagnari og að minnsta kosti stórtækari við að veiða sandsílið en bæði þorskur og sjófuglar.   Það er því að öllum líkindum svo að með stækkandi ýsustofni að þá er gengið harðar að sandsílinu en ýsan nær því  ofan í sandi.  Fuglinn og þorskurinn veiða það upp í sjó og sitja þá eftir í samkeppninni um sandsílið.

Þeir sem muna eftir frétt sjónvarpsins í fyrra af rannsókn á dularfullu hvarfi sandsílisins þar sem leiðangursstjóri var Vestmanneyingurinn Valur Bogason kom í ljós að lítið sem ekkert veiddist af sandsíli.  Eitthvað veiddist af ýsu og það sem meira var að hún var vel mettuð af sandsíli.  Ýsan veiddi því betur sandsílið en veiðarfærið sem notað var til að fanga sandsílið en hún er sérhæfð í að éta af botninum.

Það er mín skoðun að það sé ekkert að - þetta er bara gangur lífsins.

Sigurjón Þórðarson, 20.7.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það getur verið hluti af hinum svokölluðu mótvægisaðgerðum að styðja við bakið á þeim sem stunda þorskeldi, því það er nokkuð víst að með auknum mannfjölda á jörðinni verður þörfin fyrir matvæli meiri, því þarf að auka þekkingu okkar á sviði allrar matvælaframleiðslu.

Jóhann Elíasson, 20.7.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband