Leita í fréttum mbl.is

Misskilningur prófessors í vísindasögu

Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar grein á vef Morgunblaðsins sem hefur yfirskriftina Veit þorskurinn eftir hvaða kerfi hann er veiddur? Í greininni lætur Þorsteinn að því liggja að ýmsir stjórnmálamenn sem tjá sig um stjórn fiskveiða telji jafnvel að þorskurinn sé svo skynug skepna að hann viti eftir hvaða kerfi hann sé veiddur. Þorsteinn sakar síðan aðra stjórnmálamenn um að éta hvern af öðrum upp þá vitleysu að hægt sé að kenna stjórnkerfinu um ástand fiskistofna. 

Flestum ber saman um að það sé talsverð óvissa á mældri stærð og ástandi fiskistofna og svo raunverulegri stærð. Sem dæmi má nefna að Hafró hefur ítrekað ofmetið stærð fiskistofna, t.d. gríðarlega um síðustu aldamót þegar ofmatið nam mörghundruð þúsund tonnum og í glænýrri skýrslu er enn getið um nýlegt ofmat. Kristinn Pétursson hefur reyndar lagt áherslu á að það sé miklu nærtækara að skýra þetta endurmat á stofnstærð út frá því að náttúrulegur dauði sé breytilegur en ekki fasti eins og stofnlíkön Hafró gefa til kynna. Fyrir líffræðing er skýring Kristins miklu trúverðugri þar sem náttúrulegur dauði hlýtur að vera mjög breytilegur hjá villtum dýrastofnum sem sveiflast.

Í umfjöllun um mælingar á stærð fiskistofna er ítrekað rætt um ofmat en í hlutarins eðli er þá að óvissan ætti ekki eingöngu að vera fólgin í ofmati á fiskistofnum heldur einnig vanmati. 

Í kvótakerfi er innbyggður hvati til þess að vanmeta nýliðun sem markast af því að það er hvati til að henda minnsta fiskinum sem er verðminni en sá stærri. Það er ekkert vit í því að landa fiski ef kvótaleigan er hærri en það verð sem fæst fyrir sama fisk á markaði. Fiskur sem ekki er landað telst ekki vera til í aldursaflaaðferð sem notuð er þess að meta stærð fiskistofna. 

Í sjálfu sér getur það varla verið skynsamleg nýtingarstefna að stefna öllum flotanum í allra stærsta fiskinn.

Í kvótakerfum, ólíkt sóknarkerfum, fær útgerðin ekki að veiða stofna sem rísa skyndilega og eru vanmetnir. Það eru skýr dæmi um það í Færeyjum og Barentshafinu að útgerðin hefði farið á mis við gríðarlega mikinn afla ef ráðgjöf um hámarksafla hefði verið fylgt og á meðan á þeirri „ofveiði“ stóð hafa fiskistofnarnir vaxið.

Það er rétt að íhuga það að uppbygging fiskistofna með þeirri aðferðafræði sem Hafró beitir hefur hvergi gengið eftir þar sem hún hefur verið reynd enda stangast hún á við viðtekna vistfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Alltof mikið tómlæti er um þessi mál og því mikið fagnaðrefni að prófessorinn skuli láta sig þau varða, það skapar grundvöll fyrir rökræðu.  Ég skirfaði athugasemdadálkinn hans og bíð spenntur eftir svari.

Sigurður Þórðarson, 28.6.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Forstjóri Hafró sagði það sjálfur að hann vissi ekki til að það hefði nokkurn staðar tekist að byggja upp þorskstofn með friðun eða niðurskurði á afla. Þetta er það eina sem hann hefur sagt að viti síðan hann kom að þessari stofnun.

Hallgrímur Guðmundsson, 28.6.2007 kl. 23:54

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þeir eru í mjög miklum vandræðum með þessi mál og mjög vaxandi vantrú þeirra sem eru að vinna undir stjórn þessarar ráðgjafar. Þeir sem ættu að hafa sem mestan hag af góðum ráðum eru farnir að hrista hausinn yfir þessu.

Sigurjón Þórðarson, 29.6.2007 kl. 08:32

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Til hamingju með daginn Sigurjón.

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.6.2007 kl. 11:35

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Takk fyrir Það Gunnar Skúli

Sigurjón Þórðarson, 29.6.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband