Leita í fréttum mbl.is

Illskiljanlegar deilur og teiknimyndir

Nú hafa enn og aftur blossað upp deilur um bókina Söngva Satans sem gefin var út fyrir tæplega 20 árum. Bókin er bönnuð í Pakistan, Malasíu og fleiri múslimskum löndum. Höfundinum var hótað lífláti og þýðendur bókarinnar víða um heim máttu sæta harkalegum ofsóknum. Nú gusu þessar deilur upp á ný um miðjan mánuðinn þegar drottning Bretaveldis sæmdi rithöfundinn riddaratign.

Það er erfitt að fá einhvern botn í þessar deilur sem valda því að fólk hópast út á götur í Pakistan og mótmælir og hefur í hótunum vegna skáldsögu. Það eru talsverðar líkur á því að stór hluti mótmælenda hafi ekki lesið bókina þar sem um helmingur Pakistana er ólæs.

Mótmælin virðast vera af sömu rótum og furðuleg mótæli gegn dönsku teiknimyndunum þar sem allt ætlaði af göflum að ganga vegna teiknimynda í dönsku dagblaði.

Það virðist vera mjög frjór jarðvegur fyrir óvild og hatur í garð vesturlanda í múslimaheiminum og ekki nokkur skilningur á rit- og skoðanafrelsi.

Eitt er víst, heilagt stríð Bush gegn hryðjuverkum í nafni frelsis og mannréttinda hefur miklu frekar magnað upp róttæk öfgaöfl en slegið á þau. Það er nauðsynlegt að breyta um takt í samskiptum við hinn múslimska heim og ég hef miklar efasemdir um að nánasti meðreiðarsveinn Bush, Tony Blair ,sé best til þess fallinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það virðist lítið þurfa til að æsa upp brjálæðingana í múslimaheiminum. Alveg ótrúlegt hvað þessi bók hefur sett allt á annan endann.

Ég las fyrstu tvo kaflana í íslensku útgáfunni á sínum tíma, meira fyrir forvitni en hitt. Mér fannst bókin vera afskaplega leiðinleg. Ég er viss um að í dag myndi enginn vita af þessari bók, nema örfáir bókmenntagagnrýnendur, ef ekki hefði komið til þetta galdrafár.

Ég spyr hinsvegar til hvers eru Bretar að aðla Salman Rushdie? Fyrir að koma óeirðum af stað? Er breska heimsveldið kannski að ögra múslimum? Ef það er raunin þá eru þeir að leika sér að eldinum.

Ég tek undir með þér að Bush hefur kynt undir ófriðarbálið í Miðausturlöndum, með gagnrýnislausri þjónkun við ríkisrekin hryðjuverk Ísraela á Palestínu-Aröbum og innrásinni í Írak.

Theódór Norðkvist, 26.6.2007 kl. 19:11

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þú segir kjáni og gerir lítið úr fólki kæri svampur. Sjálfsagt hefur þú meiri rétt til þess en aðrir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 27.6.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband