Leita í fréttum mbl.is

Ekki ríkisstjórn almannahagsmuna - sr. Kalli Matt plataði kjósendur í Norðvesturkjördæmi

Hin nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og samstarfsflokksins byrjar ekki gæfulega þar sem Samfylkingin virðist ætla að skrifa upp á óbreytta fiskveiðistefnu sem stríðir gegn almannahagsmunum en þjónar ríkulega mjög þröngum sérhagsmunum. 

Það er ljót staða hjá nýjum þingmanni, s.s. sr. Karli V. Matthíassyni sem hefur farið um Norðvesturkjördæmið og platað fólk til fylgis við Samfylkinguna og gefið í skyn að hún muni stuðla að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðist ætla að drepa málum á dreif með einhverju tali um úttekt á aflamarkskerfinu. Nokkrar úttektir hafa farið fram á þessu kerfi, s.s. úttekt Andrew Rosenberg frá árinu 2002 í kjölfar þess að uppbygging þorskstofnsins á 10. áratugnum hafði algerlega brugðist og mörg hundruð þúsund tonn tapast út úr fiskabókhaldi Hafró. Rosenberg þessi kemur úr sama skóla og sérfræðingar Hafró sem geta reiknað stærðir fiskistofna áratugi fram í tímann og síðan eru nýleg dæmi um reikninga fiskistofna allt aftur á þjóðveldisöld. 

Rosenberg gerðist sjálfur svo djarfur að reikna út stærð fiskistofna við strendur Ameríku á 19. öld og komst auðvitað að því að þeir voru ofveiddir þá.

Fleira sem stríðir gegn almannahagsmunum virðist vera í pípunum, s.s. að flytja allt matvælaeftirlit undir sameinuð atvinnumálaráðuneytin, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Það er stórfurðuleg ráðstöfun að setja neytendavernd inn í atvinnumálaráðuneyti þar sem hagsmunir geta og munu skarast. Það eru allar líkur á því að við þá ráðstöfun muni hagsmunir neytenda verða fyrir borð bornir.

Það væri miklu nær að sameina matvælaeftirlitið og sömuleiðis vinnueftirlitið inn í stofnun sem heyrði undir umhverfis- eða félagsmálaráðuneytið. 

Þessar tillögur sýna svo að ekki verður um villst að ríkisstjórnin stefnir í að verða ríkisstjórn stórra hagsmunasamtaka en alls ekki neytenda og almennings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála.

En hvað bændurna áhrærir er kannski einna verst hversu þeim gengur illa að skilja hvílíkt frelsi það væri að losna úr ánauð kerfisins sem búið er að loka þá inni í þrælabúðum afurðastöðvanna.

Landbúnaðurinn á einn möguleika ef hann ætlar að lifa af á Íslandi. Þessi möguleiki býr í lífrænni ræktun og beintengingu bændanna sjálfra við markaðinn. Núverandi stefna er hnökralaus leið inn í hrunið stóra sem ævinlega leiðir af öngþveiti.

Alþingi Íslands er hæli fyrir öngþveitismenn á launaskrá Ríkisins.

Árni Gunnarsson, 28.5.2007 kl. 14:52

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Mér finnst þetta ekki sanngjarn pistill hjá þér. Karl Matt er ekki vanur að plata fólk. Í þessari færslu hans (sem þú linkar í) talar hann almenn um hvað þarf að gera í málefnum byggðanna, leggur hann ýmislegt til. Það sem hann segir um kvótamálin er "að opna verður fiskveiðkerfið svo nýliðun geti orðið auðveldar".  Hefur hann einhverju logið, þetta á að vera eitt af markmiðum nýrrar stjórnar að finna leiðir til að auka nýliðnun. Það er hægt að laga þetta kerfi mikið án þess að kollsteypa því. Þetta kerfi hefur fengið að grassera svo lengi að mjög erfitt er að snúa ofan af vandamálunum og það verður að fara mjög varlega. ATH að greinin skuldar nú 300 milljarða og ef ekki verður farið varlega getur illa farið.

Sigurjón, ég mæli með því að þú leyfir nýrri ríkisstjórn að hefja störf og gagnrýna þegar það hefur gerst.

Eggert Hjelm Herbertsson, 29.5.2007 kl. 09:27

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hér er umfjöllun um sjávarútvegsmál í stjórnarsáttmálanum sem séra Karl klappaði fyrir en þar segir að:

"Tryggja skal stöðugleika í sjávarútvegi. Gerð verður sérstök athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða. "

Það er með ólíkindum að Karl Matthíasson hafi farið um Norðvesturkjördæmið og lofað breytingum á kerfi sem hann klappar síðan fyrir að verði óbreytt.

Það er mín skoðun að skuggi þessa máls muni hvíla mjög þungt yfir Samfylkingunni sem er með þessu að skrifa upp á mesta ójafnaðar og ósanngirnismál í sögu landsins á dögum lýðveldisins.

Hvernig má það vera að jafnaðarmannaflokkur  skrifi upp á það að íbúum Flateyrar verði gert ókleift að draga fram lífið í heimabyggð sinni vegna kerfis sem stjórnvöld hafa komið á hafa gert atvinnuréttinn að söluvöru?  Kerfið hefur heldur ekki skilað neinu fyrir þjóðarhag þar sem tekjur af útveginum hafa dregist saman. 

Hvað er séra Karl að vernda með því að ganga á bak orða sinna.  Ekki almannahagsmuni heldur þrönga sérhagsmuni.

Sigurjón Þórðarson, 29.5.2007 kl. 09:47

4 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Sigurjón, leyfðu ríkisstjórninni að hefja störf. Það er ekki hægt að dæma menn af neinu nema verkum sínum. Kalli er ekki enn sestur á Alþingi - gefum honum smá slaka.

Eggert Hjelm Herbertsson, 29.5.2007 kl. 13:35

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvernig er það Eggert, treystir þú þér til að styðja Samfylkinguna ef að raunin verður sú sem allt útlit er fyrir um ef marka má stjórnarsáttmálann og orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að það verði ekki gerðar neinar breytingar á núverandi kvótakerfi?

Sigurjón Þórðarson, 29.5.2007 kl. 16:34

6 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Já ég treysti mér til þess. Þú áttir aldrei von á því að stefna Frjálslyndaflokksins yrði ofaná í þessari ríkisstjórn. Það er hægt að laga kerfið umtalsvert með breytingum á því til batnaðar. Ég hef oft nefni dæmi á bloggi mínu í þá veru.

Eggert Hjelm Herbertsson, 29.5.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband